Veiðiþjófar höggva andlit og loppur af ljónum sem þeir eitra fyrir Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. nóvember 2018 11:15 Ljónið Culu sem býr í Limpopo-þjóðgarðinum. Everatt óttast að hann verði veiðiþjófunum að bráð áður en langt um líður. Greater Limpopo Carnivore Programme Þjóðgarðsverðir og dýraverndunarsinnar reyna nú allt hvað þeir geta til þess að berjast gegn veiðiþjófum sem herja á ljón víða um Afríku. Veiðiþjófarnir drepa ljónin með því að eitra fyrir þeim. Þeir höggva síðan andlitið og loppurnar af dýrunum og koma svo helst tönnum ljónanna og klóm í verð.Lesendur eru varaðir við ljósmynd sem birtist síðar í fréttinni þar sem hún gæti vakið óhug. Síðan árið 2015 hafa níu ljón verið drepin á svæðinu við Machampane-ána í Mósambík en þjóðgarðsverðir í Limpopo-þjóðgarðinum fylgjast vel með dýrunum sem þar lifa og þar á meðal ljónunum. Það er hins vegar erfitt að eiga við veiðiþjófana sem svífast einskis til þess að komast yfir dýrin. „Veiðiþjófnaður getur orðið ótrúlega skaðlegur fyrir villt ljón í Afríku,“ segir Kris Everatt, dýraverndunarsinni, sem hefur látið sig málið varða. Hann segir þjófnaðinn mikla áskorun en ljónum hefur fækkað það mikið á undanförnum árum að þau eru nú orðin færri en fílar. „Þetta gerðist mjög hratt hér í Mósambík og þetta gæti líka gerst mjög hratt annars staðar í Afríku,“ segir Everatt en tilkynningar um veiðiþjófnað á ljónum hafa þannig borist frá Simbabve, Suður-Afríku, Tansaníu og Úganda. „Það gæti farið svo að eini staðurinn í Afríku þar sem verða villt ljón verði Kruger-þjóðgarðurinn.“Óhugnanleg mynd sem sýnir hvernig veiðiþjófarnir ganga til verks þegar þeir hafa drepið ljónin.Greater Limpopo Carnivore ProgrammeAuðveldara að veiða ljónin Veiðiþjófnaður á ljónum veldur sérstökum áhyggjum því mun auðveldara er að veiða ljón heldur en fíla eða nashyrninga. Ljón nærast meðal annars á hræjum svo það eina sem veiðiþjófarnir þurfa að gera er að veiða antilópu í gildru, fylla hana af eitri og bíða eftir að ljónið komi, éti hana og drepist svo vegna eitursins. Tíminn vinnur ekki með ljónunum í Limpopo-þjóðgarðinum. Á aðeins fimm árum hefur þeim fækkað úr 66 í 21 en Everatt segir að allt upp í 200 ljón ættu að geta þrifist á svæðinu. Fækkunin frá árinu 2014 er svo mikil að Everatt telur að veiðiþjófar hafi byrjað að herja á dýrin þá. Ekki er vitað hverjir keyra áfram eftirspurnina eftir ljónstönnum- og klóm. Tennur og klær hafa þó fundist í farmi skipa á leið til Austur-Asíu en fílabein og nashyrningshorn hafa einnig fundist í farminum. Þá er einnig markaður fyrir líkamshlutana í suðurhluta Afríku þar sem þeir eru notaðir í galdra.Nánar má lesa um málið á vef Guardian. Afríka Dýr Mósambík Simbabve Tansanía Úganda Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira
Þjóðgarðsverðir og dýraverndunarsinnar reyna nú allt hvað þeir geta til þess að berjast gegn veiðiþjófum sem herja á ljón víða um Afríku. Veiðiþjófarnir drepa ljónin með því að eitra fyrir þeim. Þeir höggva síðan andlitið og loppurnar af dýrunum og koma svo helst tönnum ljónanna og klóm í verð.Lesendur eru varaðir við ljósmynd sem birtist síðar í fréttinni þar sem hún gæti vakið óhug. Síðan árið 2015 hafa níu ljón verið drepin á svæðinu við Machampane-ána í Mósambík en þjóðgarðsverðir í Limpopo-þjóðgarðinum fylgjast vel með dýrunum sem þar lifa og þar á meðal ljónunum. Það er hins vegar erfitt að eiga við veiðiþjófana sem svífast einskis til þess að komast yfir dýrin. „Veiðiþjófnaður getur orðið ótrúlega skaðlegur fyrir villt ljón í Afríku,“ segir Kris Everatt, dýraverndunarsinni, sem hefur látið sig málið varða. Hann segir þjófnaðinn mikla áskorun en ljónum hefur fækkað það mikið á undanförnum árum að þau eru nú orðin færri en fílar. „Þetta gerðist mjög hratt hér í Mósambík og þetta gæti líka gerst mjög hratt annars staðar í Afríku,“ segir Everatt en tilkynningar um veiðiþjófnað á ljónum hafa þannig borist frá Simbabve, Suður-Afríku, Tansaníu og Úganda. „Það gæti farið svo að eini staðurinn í Afríku þar sem verða villt ljón verði Kruger-þjóðgarðurinn.“Óhugnanleg mynd sem sýnir hvernig veiðiþjófarnir ganga til verks þegar þeir hafa drepið ljónin.Greater Limpopo Carnivore ProgrammeAuðveldara að veiða ljónin Veiðiþjófnaður á ljónum veldur sérstökum áhyggjum því mun auðveldara er að veiða ljón heldur en fíla eða nashyrninga. Ljón nærast meðal annars á hræjum svo það eina sem veiðiþjófarnir þurfa að gera er að veiða antilópu í gildru, fylla hana af eitri og bíða eftir að ljónið komi, éti hana og drepist svo vegna eitursins. Tíminn vinnur ekki með ljónunum í Limpopo-þjóðgarðinum. Á aðeins fimm árum hefur þeim fækkað úr 66 í 21 en Everatt segir að allt upp í 200 ljón ættu að geta þrifist á svæðinu. Fækkunin frá árinu 2014 er svo mikil að Everatt telur að veiðiþjófar hafi byrjað að herja á dýrin þá. Ekki er vitað hverjir keyra áfram eftirspurnina eftir ljónstönnum- og klóm. Tennur og klær hafa þó fundist í farmi skipa á leið til Austur-Asíu en fílabein og nashyrningshorn hafa einnig fundist í farminum. Þá er einnig markaður fyrir líkamshlutana í suðurhluta Afríku þar sem þeir eru notaðir í galdra.Nánar má lesa um málið á vef Guardian.
Afríka Dýr Mósambík Simbabve Tansanía Úganda Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira