Veiðiþjófar höggva andlit og loppur af ljónum sem þeir eitra fyrir Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. nóvember 2018 11:15 Ljónið Culu sem býr í Limpopo-þjóðgarðinum. Everatt óttast að hann verði veiðiþjófunum að bráð áður en langt um líður. Greater Limpopo Carnivore Programme Þjóðgarðsverðir og dýraverndunarsinnar reyna nú allt hvað þeir geta til þess að berjast gegn veiðiþjófum sem herja á ljón víða um Afríku. Veiðiþjófarnir drepa ljónin með því að eitra fyrir þeim. Þeir höggva síðan andlitið og loppurnar af dýrunum og koma svo helst tönnum ljónanna og klóm í verð.Lesendur eru varaðir við ljósmynd sem birtist síðar í fréttinni þar sem hún gæti vakið óhug. Síðan árið 2015 hafa níu ljón verið drepin á svæðinu við Machampane-ána í Mósambík en þjóðgarðsverðir í Limpopo-þjóðgarðinum fylgjast vel með dýrunum sem þar lifa og þar á meðal ljónunum. Það er hins vegar erfitt að eiga við veiðiþjófana sem svífast einskis til þess að komast yfir dýrin. „Veiðiþjófnaður getur orðið ótrúlega skaðlegur fyrir villt ljón í Afríku,“ segir Kris Everatt, dýraverndunarsinni, sem hefur látið sig málið varða. Hann segir þjófnaðinn mikla áskorun en ljónum hefur fækkað það mikið á undanförnum árum að þau eru nú orðin færri en fílar. „Þetta gerðist mjög hratt hér í Mósambík og þetta gæti líka gerst mjög hratt annars staðar í Afríku,“ segir Everatt en tilkynningar um veiðiþjófnað á ljónum hafa þannig borist frá Simbabve, Suður-Afríku, Tansaníu og Úganda. „Það gæti farið svo að eini staðurinn í Afríku þar sem verða villt ljón verði Kruger-þjóðgarðurinn.“Óhugnanleg mynd sem sýnir hvernig veiðiþjófarnir ganga til verks þegar þeir hafa drepið ljónin.Greater Limpopo Carnivore ProgrammeAuðveldara að veiða ljónin Veiðiþjófnaður á ljónum veldur sérstökum áhyggjum því mun auðveldara er að veiða ljón heldur en fíla eða nashyrninga. Ljón nærast meðal annars á hræjum svo það eina sem veiðiþjófarnir þurfa að gera er að veiða antilópu í gildru, fylla hana af eitri og bíða eftir að ljónið komi, éti hana og drepist svo vegna eitursins. Tíminn vinnur ekki með ljónunum í Limpopo-þjóðgarðinum. Á aðeins fimm árum hefur þeim fækkað úr 66 í 21 en Everatt segir að allt upp í 200 ljón ættu að geta þrifist á svæðinu. Fækkunin frá árinu 2014 er svo mikil að Everatt telur að veiðiþjófar hafi byrjað að herja á dýrin þá. Ekki er vitað hverjir keyra áfram eftirspurnina eftir ljónstönnum- og klóm. Tennur og klær hafa þó fundist í farmi skipa á leið til Austur-Asíu en fílabein og nashyrningshorn hafa einnig fundist í farminum. Þá er einnig markaður fyrir líkamshlutana í suðurhluta Afríku þar sem þeir eru notaðir í galdra.Nánar má lesa um málið á vef Guardian. Afríka Dýr Mósambík Simbabve Tansanía Úganda Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Þjóðgarðsverðir og dýraverndunarsinnar reyna nú allt hvað þeir geta til þess að berjast gegn veiðiþjófum sem herja á ljón víða um Afríku. Veiðiþjófarnir drepa ljónin með því að eitra fyrir þeim. Þeir höggva síðan andlitið og loppurnar af dýrunum og koma svo helst tönnum ljónanna og klóm í verð.Lesendur eru varaðir við ljósmynd sem birtist síðar í fréttinni þar sem hún gæti vakið óhug. Síðan árið 2015 hafa níu ljón verið drepin á svæðinu við Machampane-ána í Mósambík en þjóðgarðsverðir í Limpopo-þjóðgarðinum fylgjast vel með dýrunum sem þar lifa og þar á meðal ljónunum. Það er hins vegar erfitt að eiga við veiðiþjófana sem svífast einskis til þess að komast yfir dýrin. „Veiðiþjófnaður getur orðið ótrúlega skaðlegur fyrir villt ljón í Afríku,“ segir Kris Everatt, dýraverndunarsinni, sem hefur látið sig málið varða. Hann segir þjófnaðinn mikla áskorun en ljónum hefur fækkað það mikið á undanförnum árum að þau eru nú orðin færri en fílar. „Þetta gerðist mjög hratt hér í Mósambík og þetta gæti líka gerst mjög hratt annars staðar í Afríku,“ segir Everatt en tilkynningar um veiðiþjófnað á ljónum hafa þannig borist frá Simbabve, Suður-Afríku, Tansaníu og Úganda. „Það gæti farið svo að eini staðurinn í Afríku þar sem verða villt ljón verði Kruger-þjóðgarðurinn.“Óhugnanleg mynd sem sýnir hvernig veiðiþjófarnir ganga til verks þegar þeir hafa drepið ljónin.Greater Limpopo Carnivore ProgrammeAuðveldara að veiða ljónin Veiðiþjófnaður á ljónum veldur sérstökum áhyggjum því mun auðveldara er að veiða ljón heldur en fíla eða nashyrninga. Ljón nærast meðal annars á hræjum svo það eina sem veiðiþjófarnir þurfa að gera er að veiða antilópu í gildru, fylla hana af eitri og bíða eftir að ljónið komi, éti hana og drepist svo vegna eitursins. Tíminn vinnur ekki með ljónunum í Limpopo-þjóðgarðinum. Á aðeins fimm árum hefur þeim fækkað úr 66 í 21 en Everatt segir að allt upp í 200 ljón ættu að geta þrifist á svæðinu. Fækkunin frá árinu 2014 er svo mikil að Everatt telur að veiðiþjófar hafi byrjað að herja á dýrin þá. Ekki er vitað hverjir keyra áfram eftirspurnina eftir ljónstönnum- og klóm. Tennur og klær hafa þó fundist í farmi skipa á leið til Austur-Asíu en fílabein og nashyrningshorn hafa einnig fundist í farminum. Þá er einnig markaður fyrir líkamshlutana í suðurhluta Afríku þar sem þeir eru notaðir í galdra.Nánar má lesa um málið á vef Guardian.
Afríka Dýr Mósambík Simbabve Tansanía Úganda Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira