Facebook, NBC og Fox hætta að sýna auglýsinguna sem CNN neitaði að birta Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. nóvember 2018 23:30 Mexíkóski glæpamaðurinn Luis Bracamontes var dæmdur til dauða fyrir morðin á tveimur lögreglumönnum í Kaliforníu árið 2014. Í auglýsingu Trumps er reynt að tengja glæpi hans við innflytjendur sem eru nú á leið til Bandaríkjanna. Getty/Randy Pench Samfélagsmiðillinn Facebook og bandarísku sjónvarpsstöðvarnar NBC og Fox News hyggjast hætta sýningum á umdeildri auglýsingu Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Auglýsingin fjallar um innflytjendamál og þykir þrungin kynþáttafordómum. Sjónvarpsstöðin CNN hafði áður neitað að sýna auglýsinguna á rásum sínum. Auglýsingunni er ætlað að vekja athygli á harðri og óvæginni afstöðu Bandaríkaforseta í innflytjendamálum. Í henni er reynt að tengja brot mexíkóska glæpamannsins Luis Bracamonte, sem kom ólöglega til Bandaríkjanna og myrti tvo lögreglumenn í Kaliforníuríki árið 2014, við hópa innflytjenda frá Mexíkó sem eru nú á leið til Bandaríkjanna. Enginn fótur virðist vera fyrir þeirri tengingu.CNN refused to run this ad... I guess they only run fake news and won't talk about real threats that don't suit their agenda. Enjoy. Remember this on Tuesday. #vote #voterepublican pic.twitter.com/VyMm7GhPLX— Donald Trump Jr. (@DonaldJTrumpJr) November 3, 2018 Í yfirlýsingu sem Facebook sendi frá sér í dag segir að auglýsingin brjóti í bága við reglur samfélagsmiðilsins. Notendum mun áfram vera leyft að birta auglýsinguna á síðum sínum en þeir munu ekki geta greitt fyrir dreifingu á henni á miðlinum. Þá lýstu sjónvarpsstöðvarnar NBC og Fox News því einnig yfir í dag að þær hygðust hætta sýningum á auglýsingunni. Sú fyrrnefnda, NBC, var harðlega gagnrýnd á sunnudag fyrir að sýna auglýsinguna í leikhléi á leik í bandarísku NFL-deildinni. Á meðal þeirra sem létu í sér heyra voru bandaríska leikkonan Debra Messing og leikstjórinn Judd Apatow.So @nbc and @Comcast aired that racist Trump caravan commercial during the football game. Who made that decision? How did they decide it was ok? I am disgusted that you would air that after @cnn refused to air it because it is explicitly racist. Shame on you. @NBCNews— Judd Apatow (@JuddApatow) November 5, 2018 To our @willandgrace fans—I want you to know that I am ashamed that my network aired this disgusting racist ad. It is the antithesis of everything I personally believe in, and what, I believe, our show is all about. @nbc pic.twitter.com/CLinZKHB47— Debra Messing (@DebraMessing) November 5, 2018 Sonur Bandaríkjaforseta, Donald J. Trump, vakti athygli á áðurnefndri auglýsingu föður síns á Twitter-reikningi sínum um helgina. Hann sagði þar að CNN hefði neitað að sýna auglýsinguna og sakaði stöðina um að birta aðeins falsfréttir. Samskiptadeild CNN svaraði tísti Trumps yngri og sagði það áður hafa komið skýrt fram að auglýsingin yrði ekki birt sökum þess að hún hafi þótt rasísk. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Mest lesið Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fleiri fréttir Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Sjá meira
Samfélagsmiðillinn Facebook og bandarísku sjónvarpsstöðvarnar NBC og Fox News hyggjast hætta sýningum á umdeildri auglýsingu Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Auglýsingin fjallar um innflytjendamál og þykir þrungin kynþáttafordómum. Sjónvarpsstöðin CNN hafði áður neitað að sýna auglýsinguna á rásum sínum. Auglýsingunni er ætlað að vekja athygli á harðri og óvæginni afstöðu Bandaríkaforseta í innflytjendamálum. Í henni er reynt að tengja brot mexíkóska glæpamannsins Luis Bracamonte, sem kom ólöglega til Bandaríkjanna og myrti tvo lögreglumenn í Kaliforníuríki árið 2014, við hópa innflytjenda frá Mexíkó sem eru nú á leið til Bandaríkjanna. Enginn fótur virðist vera fyrir þeirri tengingu.CNN refused to run this ad... I guess they only run fake news and won't talk about real threats that don't suit their agenda. Enjoy. Remember this on Tuesday. #vote #voterepublican pic.twitter.com/VyMm7GhPLX— Donald Trump Jr. (@DonaldJTrumpJr) November 3, 2018 Í yfirlýsingu sem Facebook sendi frá sér í dag segir að auglýsingin brjóti í bága við reglur samfélagsmiðilsins. Notendum mun áfram vera leyft að birta auglýsinguna á síðum sínum en þeir munu ekki geta greitt fyrir dreifingu á henni á miðlinum. Þá lýstu sjónvarpsstöðvarnar NBC og Fox News því einnig yfir í dag að þær hygðust hætta sýningum á auglýsingunni. Sú fyrrnefnda, NBC, var harðlega gagnrýnd á sunnudag fyrir að sýna auglýsinguna í leikhléi á leik í bandarísku NFL-deildinni. Á meðal þeirra sem létu í sér heyra voru bandaríska leikkonan Debra Messing og leikstjórinn Judd Apatow.So @nbc and @Comcast aired that racist Trump caravan commercial during the football game. Who made that decision? How did they decide it was ok? I am disgusted that you would air that after @cnn refused to air it because it is explicitly racist. Shame on you. @NBCNews— Judd Apatow (@JuddApatow) November 5, 2018 To our @willandgrace fans—I want you to know that I am ashamed that my network aired this disgusting racist ad. It is the antithesis of everything I personally believe in, and what, I believe, our show is all about. @nbc pic.twitter.com/CLinZKHB47— Debra Messing (@DebraMessing) November 5, 2018 Sonur Bandaríkjaforseta, Donald J. Trump, vakti athygli á áðurnefndri auglýsingu föður síns á Twitter-reikningi sínum um helgina. Hann sagði þar að CNN hefði neitað að sýna auglýsinguna og sakaði stöðina um að birta aðeins falsfréttir. Samskiptadeild CNN svaraði tísti Trumps yngri og sagði það áður hafa komið skýrt fram að auglýsingin yrði ekki birt sökum þess að hún hafi þótt rasísk.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Mest lesið Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fleiri fréttir Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Sjá meira