Fótbolti

Rússar komu í veg fyrir drónaárásir á HM í sumar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rússar voru með mikla öryggisgæslu á HM í sumar.
Rússar voru með mikla öryggisgæslu á HM í sumar. Vísir/Getty

HM í fótbolta í Rússlandi síðasta sumar gekk eins og í sögu en þar var íslenska landsliðið í fyrsta sinn með í úrslitakeppni HM.

Framkvæmd keppninnar tókst frábærlega og íslenskir áhorfendur sem og aðrir fengu að lifa og njóta á ferðum sínum í Rússlandi.

Stuðningsmenn liðanna héldu líka friðinn á mótinu og ekkert fréttist af tilraunum hryðjuverkamanna til að minna á sinn málstað.  

Það var þó ekki allt sem sýnist því Rússar segjast hafa með fyrirbyggjandi aðgerðum og vakandi auga komið í veg fyrir drónaárásir á HM síðasta sumar.

Alexander Bortnikov, yfirmaður öryggissveitar rússneska ríkisins, segir frá þessu en Telegraph hefur það eftir honum.Bortnikov segir að öryggissveitir sínar hafi uppgötvað og komið í veg fyrir drónaárásir hryðjuverkamanna á meðan heimsmeistaramótinu stóð.

Þúsundir lögreglumanna voru í fullri vinnu við eftirlitsstörf á mótinu og viðamikið eftirlitskerfi var notað á meðan heimsmeistaramótinu stóð í sumar. Það er því að þakka að umræddir hryðjuverkamenn náðu ekki að koma plönum sínum í framkvæmd.

Fjórum meðlimum Pussy Riot tókst engu að síður að hlaupa inn á völlinn í úrslitaleiknum í Moskvu eins og frægt varð.

Rússar greindu einnig frá því í apríl, tveimur mánuðum fyrir HM, að þeir höfðu stöðvað plön öfgamanna og fótboltabullna um hryðjuverk í borginni Samara.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.