Fótbolti

Réðu nektardansmær til að trufla andstæðinginn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Þetta óvænta útspil skilaði ekki tilætluðum árangri.
Þetta óvænta útspil skilaði ekki tilætluðum árangri.
Stuðningsmenn 3. deildarliðs í Hollandi gripu til frumlegra ráða í von um að hjálpa sínu liði í stórleik á dögunum.

Liðið sem um ræðir heitir Rijnsburgse Boys og var að spila við topplið 3. deildarinnar. Mikið undir. Svo mikið að stuðningsmennirnir vildu gera eitthvað sérstakt til að hjálpa sínum mönnum.

Þeir réðu því þrítuga nektardansmær og fengu hana til þess að hlaupa inn á völlinn. Vonin var sú að það myndi trufla andstæðinginn svo mikið að þeirra menn myndu sigla sigrinum heim.

Hún hélt á fána félagsins er hún hljóp inn á völlinn og hafði málað sig í réttu litunum.

„Þeir borguðu mér fyrir þetta. Ég er nú venjulega að dansa á sama staðnum og þetta var skemmtileg tilbreyting. Ég myndi klárlega gera þetta aftur,“ sagði óþekkta konan sem ku ganga undir nafninu Foxy.

Því miður fyrir stuðningsmennina þá dugði þetta herbragð ekki því þeirra menn töpuðu leiknum, 6-2. Hér má sjá myndband af þessu einstaka atviki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×