Fótbolti

Pútin boðar komu sína á Superclásico

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Spurning hvort Trump skelli sér á völlinn með Pútin?
Spurning hvort Trump skelli sér á völlinn með Pútin? vísir/getty

Knattspyrnuáhugamaðurinn Vladimir Pútin, forseti Rússlands, ætlar ekki að láta Superclásico á milli River Plate og Boca Juniors fram hjá sér fara.

Pútin hefur staðfest að hann verði í stúkunni er liðin mætast í Argentínu. Þetta er úrslitaleikur Copa Libertadores og er leikið heima og heiman. Í Suður-Ameríku gengur þessu leikur nafninu Superclásico enda tvö stærstu lið álfunnar að mætast.

Pútin verður staddur í Buenos Aires á G-20 fundinum. Dagsetningin á leikinn í Argentínu er sérstaklega valinn svo það henti þjóðarleiðtogunum að kíkja á völlinn og upplifa einstaka stemningu.

Vonast er eftir því að fleiri forsetar mæti á völlinn og heimamenn lofa því að öryggisgæslan verði í góðu lagi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.