Engin undanskot og enginn skandall segir skiptastjóri Prime Tours Sigurður Mikael Jónsson skrifar 9. nóvember 2018 06:15 Arnar Þór Stefánsson, lögmaður og skiptastjóri þrotabús Prime Tours. „Vigdís Hauksdóttir er kannski í leit að skandal, en hann er ekki þarna,“ segir Arnar Þór Stefánsson, skiptastjóri þrotabús Prime Tours. Ásakanir hafa verið um kennitöluflakk eftir að stjórn Strætó bs. gaf heimild til að framselja rammasamning Prime Tours til Far-vel ehf. sem er í eigu sömu aðila. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins, þar á meðal Vigdís Hauksdóttir, lögðu fram harðorða bókun í velferðarráði. Arnar Þór bendir á að markmið búsins sé að hámarka eignir með sölu verðmæta, sem í þessu tilfelli séu rúmlega tuttugu bílar, sérhannaðir til að aka fötluðum. Hann hafi helst viljað selja þá alla í einu og að hagur búsins hafi verið að gera það sem fyrst. „Ég var í sambandi við flesta þessa aðila sem eru búnir að vera að kvarta og sagði þeim að koma með tilboð í bílana og samninginn. En það var lítið um það. Þetta var eini aðilinn sem kom með tilboð í allan pakkann og greiddi markaðsverð samkvæmt verðmati fyrir. Það voru engin undanskot í þessu,“ segir Arnar Þór. Hann bætir við að Hjörleifur Harðarson, eigandi Far-vel og áður Prime Tours, hafi komið heiðarlega fram í öllu þessu ferli. „Oft er mikill óheiðarleiki, alls kyns æfingar og undanskot þegar maður kemur að þrotabúum. Ekkert slíkt hér. Þeir lögðu spilin á borðið. Það var einhver fortíðarvandi sem varð þeim ofviða og þeir gátu ekki unnið fram úr, þó þeir reyndu.“ Birtist í Fréttablaðinu Strætó Tengdar fréttir Strætó semur við Far-vel um akstursþjónustu fatlaðs fólks Strætó hefur samið við Far-vel ehf um akstursþjónustu fatlaðs fólks eftir að verktakafyrirtækið Prime Tours var úrskurðað gjaldþrota. 6. nóvember 2018 10:37 Eigandi Prime Tours kaupir flotann á nýrri kennitölu Strætó bs. hefur lagt blessun sína yfir framsal skiptastjóra Prime Tours á rammasamningi um akstursþjónustu fatlaðra til félagsins Far-vel ehf. 7. nóvember 2018 07:30 Ósátt við fyrirkomulag aksturs fatlaðra Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Miðflokks í velferðarráði gera alvarlegar athugasemdir við ákvörðun stjórnar Strætó bs. að samþykkja framsal á rammasamningi hins gjaldþrota Prime Tours í ferðaþjónustu fatlaðra til Far-vel ehf. 8. nóvember 2018 08:45 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
„Vigdís Hauksdóttir er kannski í leit að skandal, en hann er ekki þarna,“ segir Arnar Þór Stefánsson, skiptastjóri þrotabús Prime Tours. Ásakanir hafa verið um kennitöluflakk eftir að stjórn Strætó bs. gaf heimild til að framselja rammasamning Prime Tours til Far-vel ehf. sem er í eigu sömu aðila. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins, þar á meðal Vigdís Hauksdóttir, lögðu fram harðorða bókun í velferðarráði. Arnar Þór bendir á að markmið búsins sé að hámarka eignir með sölu verðmæta, sem í þessu tilfelli séu rúmlega tuttugu bílar, sérhannaðir til að aka fötluðum. Hann hafi helst viljað selja þá alla í einu og að hagur búsins hafi verið að gera það sem fyrst. „Ég var í sambandi við flesta þessa aðila sem eru búnir að vera að kvarta og sagði þeim að koma með tilboð í bílana og samninginn. En það var lítið um það. Þetta var eini aðilinn sem kom með tilboð í allan pakkann og greiddi markaðsverð samkvæmt verðmati fyrir. Það voru engin undanskot í þessu,“ segir Arnar Þór. Hann bætir við að Hjörleifur Harðarson, eigandi Far-vel og áður Prime Tours, hafi komið heiðarlega fram í öllu þessu ferli. „Oft er mikill óheiðarleiki, alls kyns æfingar og undanskot þegar maður kemur að þrotabúum. Ekkert slíkt hér. Þeir lögðu spilin á borðið. Það var einhver fortíðarvandi sem varð þeim ofviða og þeir gátu ekki unnið fram úr, þó þeir reyndu.“
Birtist í Fréttablaðinu Strætó Tengdar fréttir Strætó semur við Far-vel um akstursþjónustu fatlaðs fólks Strætó hefur samið við Far-vel ehf um akstursþjónustu fatlaðs fólks eftir að verktakafyrirtækið Prime Tours var úrskurðað gjaldþrota. 6. nóvember 2018 10:37 Eigandi Prime Tours kaupir flotann á nýrri kennitölu Strætó bs. hefur lagt blessun sína yfir framsal skiptastjóra Prime Tours á rammasamningi um akstursþjónustu fatlaðra til félagsins Far-vel ehf. 7. nóvember 2018 07:30 Ósátt við fyrirkomulag aksturs fatlaðra Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Miðflokks í velferðarráði gera alvarlegar athugasemdir við ákvörðun stjórnar Strætó bs. að samþykkja framsal á rammasamningi hins gjaldþrota Prime Tours í ferðaþjónustu fatlaðra til Far-vel ehf. 8. nóvember 2018 08:45 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Strætó semur við Far-vel um akstursþjónustu fatlaðs fólks Strætó hefur samið við Far-vel ehf um akstursþjónustu fatlaðs fólks eftir að verktakafyrirtækið Prime Tours var úrskurðað gjaldþrota. 6. nóvember 2018 10:37
Eigandi Prime Tours kaupir flotann á nýrri kennitölu Strætó bs. hefur lagt blessun sína yfir framsal skiptastjóra Prime Tours á rammasamningi um akstursþjónustu fatlaðra til félagsins Far-vel ehf. 7. nóvember 2018 07:30
Ósátt við fyrirkomulag aksturs fatlaðra Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Miðflokks í velferðarráði gera alvarlegar athugasemdir við ákvörðun stjórnar Strætó bs. að samþykkja framsal á rammasamningi hins gjaldþrota Prime Tours í ferðaþjónustu fatlaðra til Far-vel ehf. 8. nóvember 2018 08:45