Ósátt við fyrirkomulag aksturs fatlaðra Sigurður Mikael Jónsson skrifar 8. nóvember 2018 08:45 Far-vel ehf. og aðstandendur uppfylltu skilyrði til að taka við keflinu af Prime Tours. Fréttablaðið/Anton Brink „Því er sagan að endurtaka sig fyrir opnum tjöldum,“ segja fulltrúar Miðflokksins og Sjálfstæðisflokksins í bókun sinni í velferðarráði um að stjórn Strætó heimili félaginu Far-vel að taka við verkefnum hins gjaldþrota Prime Tours hjá Ferðaþjónustu fatlaðra. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í gær eru sömu eigendur að félögunum. Hjörleifur Harðarson, eigandi félaganna, vísaði því á bug í blaðinu í gær að um kennitöluflakk væri að ræða. Far-vel er í dag skráð í eigu eiginkonu hans, en hann er þar stjórnandi. Fulltrúar áðurnefndra flokka í velferðarráði gera í bókun sinni alvarlegar athugasemdir við ákvörðun stjórnar Strætó að samþykkja framsal rammasamnings Prime Tours til Far-vel. Ákvörðun stjórnar Strætó byggir á minnisblaði innkaupadeildar Reykjavíkurborgar þar sem niðurstaðan er sú að forsvarsmenn Far-vel hafi sýnt með fullnægjandi hætti að félagið uppfylli allar ófrávíkjanlegar hæfiskröfur rammasamningsskilmála. Enn fremur að ekki væri uppfyllt skilyrði um að hafna umsókninni á grundvelli könnunar á viðskiptasögu eigenda og stjórnenda. Síðarnefnda atriðið vekur athygli, en í minnisblaðinu er á það bent að Far-vel hafi verið stofnað árið 1999, en legið í dvala frá 2008 til loka september síðastliðins og því sé skilyrði greinar skilmála rammasamnings um „nýja kennitölu“ ekki uppfyllt. Þrátt fyrir að „báðir skráðir stjórnarmenn umsækjanda, og þar af einn núverandi eigandi, tengjast nýlegu greiðsluþroti tveggja fyrirtækja í sambærilegri atvinnustarfsemi.“ Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins segja í bókun sinni hins vegar engan vafa leika á um að umrætt ákvæði eigi við. Ljóst sé að ekki hafi verið tekið á málinu af festu og mikilvægt sé að sátt ríki um ferðaþjónustu fatlaðra og fagleg vinnubrögð höfð að leiðarljósi. Guðmundur Siemsen, lögfræðingur Strætó bs., segir aðspurður að Strætó taki ekki afstöðu til efnisatriða samnings milli þrotabúsins og Far-vel. Samningssambandið þar á milli sé Strætó algjörlega óviðkomandi. Úrræði til að taka á því þegar rammasamningsaðili fer í þrot séu takmörkuð. Lögfræðilega geti til dæmis aðrir rammasamningshafar ekki stigið inn í verkefnin sem Prime Tours skildi eftir sig, líkt og aðrir undirverktakar hafa lýst sig reiðubúna að gera. Í minnisblaðinu segir að ekki verði séð að slíkar breytingar séu heimilar. „Þegar þetta kemur upp liggur ekki annað fyrir Strætó en að meta hvort þessi aðili uppfylli ófrávíkjanlegar hæfniskröfur. Að fengnu mati innkaupadeildar Reykjavíkurborgar þá var sýnt fram á að svo væri,“ segir Guðmundur. Birtist í Fréttablaðinu Ferðaþjónusta fatlaðra Strætó Tengdar fréttir Strætó semur við Far-vel um akstursþjónustu fatlaðs fólks Strætó hefur samið við Far-vel ehf um akstursþjónustu fatlaðs fólks eftir að verktakafyrirtækið Prime Tours var úrskurðað gjaldþrota. 6. nóvember 2018 10:37 Eigandi Prime Tours kaupir flotann á nýrri kennitölu Strætó bs. hefur lagt blessun sína yfir framsal skiptastjóra Prime Tours á rammasamningi um akstursþjónustu fatlaðra til félagsins Far-vel ehf. 7. nóvember 2018 07:30 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Fleiri fréttir NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Sjá meira
„Því er sagan að endurtaka sig fyrir opnum tjöldum,“ segja fulltrúar Miðflokksins og Sjálfstæðisflokksins í bókun sinni í velferðarráði um að stjórn Strætó heimili félaginu Far-vel að taka við verkefnum hins gjaldþrota Prime Tours hjá Ferðaþjónustu fatlaðra. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í gær eru sömu eigendur að félögunum. Hjörleifur Harðarson, eigandi félaganna, vísaði því á bug í blaðinu í gær að um kennitöluflakk væri að ræða. Far-vel er í dag skráð í eigu eiginkonu hans, en hann er þar stjórnandi. Fulltrúar áðurnefndra flokka í velferðarráði gera í bókun sinni alvarlegar athugasemdir við ákvörðun stjórnar Strætó að samþykkja framsal rammasamnings Prime Tours til Far-vel. Ákvörðun stjórnar Strætó byggir á minnisblaði innkaupadeildar Reykjavíkurborgar þar sem niðurstaðan er sú að forsvarsmenn Far-vel hafi sýnt með fullnægjandi hætti að félagið uppfylli allar ófrávíkjanlegar hæfiskröfur rammasamningsskilmála. Enn fremur að ekki væri uppfyllt skilyrði um að hafna umsókninni á grundvelli könnunar á viðskiptasögu eigenda og stjórnenda. Síðarnefnda atriðið vekur athygli, en í minnisblaðinu er á það bent að Far-vel hafi verið stofnað árið 1999, en legið í dvala frá 2008 til loka september síðastliðins og því sé skilyrði greinar skilmála rammasamnings um „nýja kennitölu“ ekki uppfyllt. Þrátt fyrir að „báðir skráðir stjórnarmenn umsækjanda, og þar af einn núverandi eigandi, tengjast nýlegu greiðsluþroti tveggja fyrirtækja í sambærilegri atvinnustarfsemi.“ Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins segja í bókun sinni hins vegar engan vafa leika á um að umrætt ákvæði eigi við. Ljóst sé að ekki hafi verið tekið á málinu af festu og mikilvægt sé að sátt ríki um ferðaþjónustu fatlaðra og fagleg vinnubrögð höfð að leiðarljósi. Guðmundur Siemsen, lögfræðingur Strætó bs., segir aðspurður að Strætó taki ekki afstöðu til efnisatriða samnings milli þrotabúsins og Far-vel. Samningssambandið þar á milli sé Strætó algjörlega óviðkomandi. Úrræði til að taka á því þegar rammasamningsaðili fer í þrot séu takmörkuð. Lögfræðilega geti til dæmis aðrir rammasamningshafar ekki stigið inn í verkefnin sem Prime Tours skildi eftir sig, líkt og aðrir undirverktakar hafa lýst sig reiðubúna að gera. Í minnisblaðinu segir að ekki verði séð að slíkar breytingar séu heimilar. „Þegar þetta kemur upp liggur ekki annað fyrir Strætó en að meta hvort þessi aðili uppfylli ófrávíkjanlegar hæfniskröfur. Að fengnu mati innkaupadeildar Reykjavíkurborgar þá var sýnt fram á að svo væri,“ segir Guðmundur.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðaþjónusta fatlaðra Strætó Tengdar fréttir Strætó semur við Far-vel um akstursþjónustu fatlaðs fólks Strætó hefur samið við Far-vel ehf um akstursþjónustu fatlaðs fólks eftir að verktakafyrirtækið Prime Tours var úrskurðað gjaldþrota. 6. nóvember 2018 10:37 Eigandi Prime Tours kaupir flotann á nýrri kennitölu Strætó bs. hefur lagt blessun sína yfir framsal skiptastjóra Prime Tours á rammasamningi um akstursþjónustu fatlaðra til félagsins Far-vel ehf. 7. nóvember 2018 07:30 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Fleiri fréttir NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Sjá meira
Strætó semur við Far-vel um akstursþjónustu fatlaðs fólks Strætó hefur samið við Far-vel ehf um akstursþjónustu fatlaðs fólks eftir að verktakafyrirtækið Prime Tours var úrskurðað gjaldþrota. 6. nóvember 2018 10:37
Eigandi Prime Tours kaupir flotann á nýrri kennitölu Strætó bs. hefur lagt blessun sína yfir framsal skiptastjóra Prime Tours á rammasamningi um akstursþjónustu fatlaðra til félagsins Far-vel ehf. 7. nóvember 2018 07:30