Ósátt við fyrirkomulag aksturs fatlaðra Sigurður Mikael Jónsson skrifar 8. nóvember 2018 08:45 Far-vel ehf. og aðstandendur uppfylltu skilyrði til að taka við keflinu af Prime Tours. Fréttablaðið/Anton Brink „Því er sagan að endurtaka sig fyrir opnum tjöldum,“ segja fulltrúar Miðflokksins og Sjálfstæðisflokksins í bókun sinni í velferðarráði um að stjórn Strætó heimili félaginu Far-vel að taka við verkefnum hins gjaldþrota Prime Tours hjá Ferðaþjónustu fatlaðra. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í gær eru sömu eigendur að félögunum. Hjörleifur Harðarson, eigandi félaganna, vísaði því á bug í blaðinu í gær að um kennitöluflakk væri að ræða. Far-vel er í dag skráð í eigu eiginkonu hans, en hann er þar stjórnandi. Fulltrúar áðurnefndra flokka í velferðarráði gera í bókun sinni alvarlegar athugasemdir við ákvörðun stjórnar Strætó að samþykkja framsal rammasamnings Prime Tours til Far-vel. Ákvörðun stjórnar Strætó byggir á minnisblaði innkaupadeildar Reykjavíkurborgar þar sem niðurstaðan er sú að forsvarsmenn Far-vel hafi sýnt með fullnægjandi hætti að félagið uppfylli allar ófrávíkjanlegar hæfiskröfur rammasamningsskilmála. Enn fremur að ekki væri uppfyllt skilyrði um að hafna umsókninni á grundvelli könnunar á viðskiptasögu eigenda og stjórnenda. Síðarnefnda atriðið vekur athygli, en í minnisblaðinu er á það bent að Far-vel hafi verið stofnað árið 1999, en legið í dvala frá 2008 til loka september síðastliðins og því sé skilyrði greinar skilmála rammasamnings um „nýja kennitölu“ ekki uppfyllt. Þrátt fyrir að „báðir skráðir stjórnarmenn umsækjanda, og þar af einn núverandi eigandi, tengjast nýlegu greiðsluþroti tveggja fyrirtækja í sambærilegri atvinnustarfsemi.“ Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins segja í bókun sinni hins vegar engan vafa leika á um að umrætt ákvæði eigi við. Ljóst sé að ekki hafi verið tekið á málinu af festu og mikilvægt sé að sátt ríki um ferðaþjónustu fatlaðra og fagleg vinnubrögð höfð að leiðarljósi. Guðmundur Siemsen, lögfræðingur Strætó bs., segir aðspurður að Strætó taki ekki afstöðu til efnisatriða samnings milli þrotabúsins og Far-vel. Samningssambandið þar á milli sé Strætó algjörlega óviðkomandi. Úrræði til að taka á því þegar rammasamningsaðili fer í þrot séu takmörkuð. Lögfræðilega geti til dæmis aðrir rammasamningshafar ekki stigið inn í verkefnin sem Prime Tours skildi eftir sig, líkt og aðrir undirverktakar hafa lýst sig reiðubúna að gera. Í minnisblaðinu segir að ekki verði séð að slíkar breytingar séu heimilar. „Þegar þetta kemur upp liggur ekki annað fyrir Strætó en að meta hvort þessi aðili uppfylli ófrávíkjanlegar hæfniskröfur. Að fengnu mati innkaupadeildar Reykjavíkurborgar þá var sýnt fram á að svo væri,“ segir Guðmundur. Birtist í Fréttablaðinu Ferðaþjónusta fatlaðra Strætó Tengdar fréttir Strætó semur við Far-vel um akstursþjónustu fatlaðs fólks Strætó hefur samið við Far-vel ehf um akstursþjónustu fatlaðs fólks eftir að verktakafyrirtækið Prime Tours var úrskurðað gjaldþrota. 6. nóvember 2018 10:37 Eigandi Prime Tours kaupir flotann á nýrri kennitölu Strætó bs. hefur lagt blessun sína yfir framsal skiptastjóra Prime Tours á rammasamningi um akstursþjónustu fatlaðra til félagsins Far-vel ehf. 7. nóvember 2018 07:30 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira
„Því er sagan að endurtaka sig fyrir opnum tjöldum,“ segja fulltrúar Miðflokksins og Sjálfstæðisflokksins í bókun sinni í velferðarráði um að stjórn Strætó heimili félaginu Far-vel að taka við verkefnum hins gjaldþrota Prime Tours hjá Ferðaþjónustu fatlaðra. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í gær eru sömu eigendur að félögunum. Hjörleifur Harðarson, eigandi félaganna, vísaði því á bug í blaðinu í gær að um kennitöluflakk væri að ræða. Far-vel er í dag skráð í eigu eiginkonu hans, en hann er þar stjórnandi. Fulltrúar áðurnefndra flokka í velferðarráði gera í bókun sinni alvarlegar athugasemdir við ákvörðun stjórnar Strætó að samþykkja framsal rammasamnings Prime Tours til Far-vel. Ákvörðun stjórnar Strætó byggir á minnisblaði innkaupadeildar Reykjavíkurborgar þar sem niðurstaðan er sú að forsvarsmenn Far-vel hafi sýnt með fullnægjandi hætti að félagið uppfylli allar ófrávíkjanlegar hæfiskröfur rammasamningsskilmála. Enn fremur að ekki væri uppfyllt skilyrði um að hafna umsókninni á grundvelli könnunar á viðskiptasögu eigenda og stjórnenda. Síðarnefnda atriðið vekur athygli, en í minnisblaðinu er á það bent að Far-vel hafi verið stofnað árið 1999, en legið í dvala frá 2008 til loka september síðastliðins og því sé skilyrði greinar skilmála rammasamnings um „nýja kennitölu“ ekki uppfyllt. Þrátt fyrir að „báðir skráðir stjórnarmenn umsækjanda, og þar af einn núverandi eigandi, tengjast nýlegu greiðsluþroti tveggja fyrirtækja í sambærilegri atvinnustarfsemi.“ Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins segja í bókun sinni hins vegar engan vafa leika á um að umrætt ákvæði eigi við. Ljóst sé að ekki hafi verið tekið á málinu af festu og mikilvægt sé að sátt ríki um ferðaþjónustu fatlaðra og fagleg vinnubrögð höfð að leiðarljósi. Guðmundur Siemsen, lögfræðingur Strætó bs., segir aðspurður að Strætó taki ekki afstöðu til efnisatriða samnings milli þrotabúsins og Far-vel. Samningssambandið þar á milli sé Strætó algjörlega óviðkomandi. Úrræði til að taka á því þegar rammasamningsaðili fer í þrot séu takmörkuð. Lögfræðilega geti til dæmis aðrir rammasamningshafar ekki stigið inn í verkefnin sem Prime Tours skildi eftir sig, líkt og aðrir undirverktakar hafa lýst sig reiðubúna að gera. Í minnisblaðinu segir að ekki verði séð að slíkar breytingar séu heimilar. „Þegar þetta kemur upp liggur ekki annað fyrir Strætó en að meta hvort þessi aðili uppfylli ófrávíkjanlegar hæfniskröfur. Að fengnu mati innkaupadeildar Reykjavíkurborgar þá var sýnt fram á að svo væri,“ segir Guðmundur.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðaþjónusta fatlaðra Strætó Tengdar fréttir Strætó semur við Far-vel um akstursþjónustu fatlaðs fólks Strætó hefur samið við Far-vel ehf um akstursþjónustu fatlaðs fólks eftir að verktakafyrirtækið Prime Tours var úrskurðað gjaldþrota. 6. nóvember 2018 10:37 Eigandi Prime Tours kaupir flotann á nýrri kennitölu Strætó bs. hefur lagt blessun sína yfir framsal skiptastjóra Prime Tours á rammasamningi um akstursþjónustu fatlaðra til félagsins Far-vel ehf. 7. nóvember 2018 07:30 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira
Strætó semur við Far-vel um akstursþjónustu fatlaðs fólks Strætó hefur samið við Far-vel ehf um akstursþjónustu fatlaðs fólks eftir að verktakafyrirtækið Prime Tours var úrskurðað gjaldþrota. 6. nóvember 2018 10:37
Eigandi Prime Tours kaupir flotann á nýrri kennitölu Strætó bs. hefur lagt blessun sína yfir framsal skiptastjóra Prime Tours á rammasamningi um akstursþjónustu fatlaðra til félagsins Far-vel ehf. 7. nóvember 2018 07:30