Erlent

Skotárásin í Kaliforníu: Fjölmargir upplifðu einnig skotárásina mannskæðu í Las Vegas á síðasta ári

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Veitingastaðurinn var afar vinsæll meðal háskólanema.
Veitingastaðurinn var afar vinsæll meðal háskólanema. Vísir/Getty

Allt að 50 til 60 af þeim sem staddir voru á veitingastaðnum og barnum Borderline í Kaliforníu þegar árásarmaður hóf skothríð sem varð tólf manns að bana í morgun upplifðu einnig mannskæðustu skotárás í sögu Bandaríkjanna er 58 létust á tónlistarhátíð í Las Vegas fyrir um ári síðan.

Fjölmargir særðust þegar árásarmaðurinn, landönguliðinn fyrrverandi Ian Long, hóf skothríð inni á veitingastaðnum klukkan 23:20 að staðartíma, eða 7:20 að íslenskum tíma. Hann svipti sig lífi á staðnum en á annað hundrað manns voru inn á staðnum þegar árásin var gerð og þar af voru flestir háskólanemendur.

„Ég var viðstaddur Las Vegas Route 91 skotárásina, ásamt líklega 50 til 60 manns sem voru á veitingastaðnum á sama tíma og ég í kvöld,“ sagði Nicholas Champion í samtali við CBC News. „Við erum ein stór fjölskylda og því miður hefur þessi fjölskylda lent illa í því tvisvar.“

Meðal þeirra sem lést í skotárásinni var lögreglumaðurinn Ron Helus en hann var fyrstur lögreglumanna á vettvang. Hann, ásamt félaga sínum, fylgdi þeirri þjálfun sem hann hafði fengið sem felur í sér að reyna á að komast að árásarmanninum sem fyrst.

Þegar þeir komumst inn á veitingastaðinn var Helus skotinn fjölmörgum skotum. Hann lést af sárum sínum á spítala en hann átti aðeins eitt ár eftir þangað til hann kæmist á eftirlaun.

„Hann dó sem hetja. Hann fór inn til þess að bjarga mannslífum“ sagði Geoff Dean, lögreglustjóri Ventura-sýslu þar sem skotárásin átti sér stað.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.