Erlent

Munu ekki geta sótt um hæli í Bandaríkjunum

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Donald Trump Bandaríkjaforseti. AP/Evan Vucci

Fólk sem kemur ólöglega yfir suðurlandamæri Bandaríkjanna mun héðan í frá ekki geta sótt um hæli í Bandaríkjunum.

Þetta tilkynnti nýskipaður dómsmálaráðherra ásamt kollega sínum í heimavarnaráðuneytinu í gærkvöldi.

Í yfirlýsingu segir að forsetinn hafi það á valdi sínu að stöðva fólksflutninga yfir landamærin ef það er í þágu þjóðarinnar.

Þetta hefur nú verið gert og því verði engar slíkar hælisumsóknir teknar fyrir héðan í frá.

Samkvæmt bandarískum lögum hafa þeir sem flýja ofbeldi í heimalandi sínu átt lagalegan rétt til að fá hælisumsókn í Bandaríkjunum tekna fyrir. Samkvæmt alþjóðalögum er slíkt fólk kallað flóttamenn.

Mannréttindasamtök í Bandaríkjunum hafa brugðist ókvæða við og segja nýju reglurnar vera lögbrot.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.