Innlent

Tóku hesta af eiganda í annað sinn

Samúel Karl Ólason skrifar
Í tilkynningu frá MAST segir að þetta sé í annað sinn að hestar séu teknir af viðkomandi aðila.
Í tilkynningu frá MAST segir að þetta sé í annað sinn að hestar séu teknir af viðkomandi aðila. Fréttablaðið/Anton

Matvælastofnun hefur tekið dýr úr vörslu umráðamanna vegna þess að aðbúnaður dýranna stóðst ekki kröfur. Um er að ræða hesta í öðru tilviki og hvolp í hinu tilfellinu. Í öðru málinu voru tvær hryssur teknar en önnur var með folaldi og hin fylfull.

Í tilkynningu frá MAST segir að þetta sé í annað sinn að hestar séu teknir af viðkomandi aðila. Þá segir að hestunum hafi verið haldið í gerði án aðgangs að beit og tryggri brynningu. Kröfum um úrbætur hafi ekki verið sinnt.

Í hinu tilvikinu var hvolpur tekinn af umráðamanni eftir að lögregla hafði bent MAST á að hvolpurinn hafði verið skilinn eftir einn heima í lengri tíma við óviðunandi aðstæður.

MAST segir að um tafarlausa vörslusviptingu hafi verið að ræða í báðum tilfellum þar sem úrbætur hafi ekki þolað bið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.