„Nokkuð ljóst að Már Guðmundsson er á leiðinni í fangelsi“ Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 9. nóvember 2018 12:30 Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja. Vísir „Það er alveg ljóst að Már Guðmundsson hefur farið mjög illa með það vald sem honum hefur verið trúað fyrir,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja en fimmtán milljóna króna sekt Seðlabanka Íslands á hendur Samherja vegna brota á reglum um gjaldeyrismál var í gær dæmd ógild. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar sem staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis. Dómur í héraði féll í apríl í fyrra en aðdragandann má rekja allt aftur til ársins 2010 þegar Seðlabankinn hafði til rannsóknar ætluð brot Samherja á reglum um gjaldeyrismál um skilaskyldu. Þorsteinn Már segir að brugðist verði við niðurstöðu Hæstaréttar á einhvern máta. „Már eins og aðrir starfsmenn Seðlabankans hafa borið rangar sakargiftir á þónokkuð marga einstaklinga. Þar með talið mig,“ segir Þorsteinn. Hann hefur farið yfir málið með lögmönnum sínum og telur Má hafa gerst sekan um refsiverða háttsemi. „Það er í sjálfu sér refsivert og að mati lögmanna okkar að það yrði skýr niðurstaða í því máli. Það er að segja að ég held að það sé nokkuð ljóst að Már Guðmundsson er á leiðinni í fangelsi.“ Hann segir það verra að starfsmenn Seðlabankans hafi fengið að starfa óáreittir í skjóli bankaráðs Seðlabankans. „Þetta er ekkert einsdæmi þetta mál. Við getum til dæmis nefnt Aserta málið og fleiri mál þar sem að menn hafa misbeitt valdi á refsiverðan hátt,“ segir Þorsteinn. „Núna þarf bankaráð að bera ábyrgð. Auðvitað á Már Guðmundsson að fara úr bankanum. Mér fyndist það ótrúlegt ef að fólk ætli að sitja uppi með mann til að stjórna Seðlabanka íslands sem er á leið í fangelsi.“Fréttastofa leitaði viðbragða Seðlabankans vegna dóms Hæstaréttar. Samkvæmt upplýsingum bankans er Már Guðmundsson seðlabankastjóri erlendis og ekki brugðist við að svo stöddu. Dómsmál Samherji og Seðlabankinn Tengdar fréttir Segja Seðlabankann hafa beðið afhroð Forsvarsmenn útgerðarfyrirtækisins Samherja telja að Seðlabankinn hafi "beðið afhroð“ eftir að Hæstiréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að fimmtán milljóna króna sekt Seðlabanka Íslands á hendur Samherja vegna brota á reglum um gjaldeyrismál væri ógild. 8. nóvember 2018 18:05 Átta ára baráttu lauk með sigri Samherja á Seðlabanka Íslands Fimmtán milljóna króna sekt Seðlabanka Íslands á hendur Samherja vegna brota á reglum um gjaldeyrismál er ógild. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar sem staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis í dag. 8. nóvember 2018 15:16 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Sjá meira
„Það er alveg ljóst að Már Guðmundsson hefur farið mjög illa með það vald sem honum hefur verið trúað fyrir,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja en fimmtán milljóna króna sekt Seðlabanka Íslands á hendur Samherja vegna brota á reglum um gjaldeyrismál var í gær dæmd ógild. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar sem staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis. Dómur í héraði féll í apríl í fyrra en aðdragandann má rekja allt aftur til ársins 2010 þegar Seðlabankinn hafði til rannsóknar ætluð brot Samherja á reglum um gjaldeyrismál um skilaskyldu. Þorsteinn Már segir að brugðist verði við niðurstöðu Hæstaréttar á einhvern máta. „Már eins og aðrir starfsmenn Seðlabankans hafa borið rangar sakargiftir á þónokkuð marga einstaklinga. Þar með talið mig,“ segir Þorsteinn. Hann hefur farið yfir málið með lögmönnum sínum og telur Má hafa gerst sekan um refsiverða háttsemi. „Það er í sjálfu sér refsivert og að mati lögmanna okkar að það yrði skýr niðurstaða í því máli. Það er að segja að ég held að það sé nokkuð ljóst að Már Guðmundsson er á leiðinni í fangelsi.“ Hann segir það verra að starfsmenn Seðlabankans hafi fengið að starfa óáreittir í skjóli bankaráðs Seðlabankans. „Þetta er ekkert einsdæmi þetta mál. Við getum til dæmis nefnt Aserta málið og fleiri mál þar sem að menn hafa misbeitt valdi á refsiverðan hátt,“ segir Þorsteinn. „Núna þarf bankaráð að bera ábyrgð. Auðvitað á Már Guðmundsson að fara úr bankanum. Mér fyndist það ótrúlegt ef að fólk ætli að sitja uppi með mann til að stjórna Seðlabanka íslands sem er á leið í fangelsi.“Fréttastofa leitaði viðbragða Seðlabankans vegna dóms Hæstaréttar. Samkvæmt upplýsingum bankans er Már Guðmundsson seðlabankastjóri erlendis og ekki brugðist við að svo stöddu.
Dómsmál Samherji og Seðlabankinn Tengdar fréttir Segja Seðlabankann hafa beðið afhroð Forsvarsmenn útgerðarfyrirtækisins Samherja telja að Seðlabankinn hafi "beðið afhroð“ eftir að Hæstiréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að fimmtán milljóna króna sekt Seðlabanka Íslands á hendur Samherja vegna brota á reglum um gjaldeyrismál væri ógild. 8. nóvember 2018 18:05 Átta ára baráttu lauk með sigri Samherja á Seðlabanka Íslands Fimmtán milljóna króna sekt Seðlabanka Íslands á hendur Samherja vegna brota á reglum um gjaldeyrismál er ógild. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar sem staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis í dag. 8. nóvember 2018 15:16 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Sjá meira
Segja Seðlabankann hafa beðið afhroð Forsvarsmenn útgerðarfyrirtækisins Samherja telja að Seðlabankinn hafi "beðið afhroð“ eftir að Hæstiréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að fimmtán milljóna króna sekt Seðlabanka Íslands á hendur Samherja vegna brota á reglum um gjaldeyrismál væri ógild. 8. nóvember 2018 18:05
Átta ára baráttu lauk með sigri Samherja á Seðlabanka Íslands Fimmtán milljóna króna sekt Seðlabanka Íslands á hendur Samherja vegna brota á reglum um gjaldeyrismál er ógild. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar sem staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis í dag. 8. nóvember 2018 15:16