Viðskipti innlent

Segja Seðlabankann hafa beðið afhroð

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Þorsteinn Már Baldvinsson.
Þorsteinn Már Baldvinsson. Vísir/fréttir Stöðvar 2

Forsvarsmenn útgerðarfyrirtækisins Samherja telja að Seðlabankinn hafi „beðið afhroð“ eftir að Hæstiréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að fimmtán milljóna króna sekt Seðlabanka Íslands á hendur Samherja vegna brota á reglum um gjaldeyrismál væri ógild.

Þetta kemur fram í bréfi sem Þorsteinn Már Vilhjálmsson og Kristján Vilhelmsson, stjórnendur Samherja sendu á starfsmenn fyrirtækisins í dag en afrit var einnig sent fjölmiðlum.

„Með þessum dómi lýkur endanlega tæplega sjö ára aðför Seðlabankans á hendur Samherja. Öllum fullyrðingum og sökunum Seðlabankans á hendur Samherja og starfsfólki okkar hefur verið hnekkt og bankinn beðið afhroð,“ segir í bréfinu.

Adraganda málsins á rekja allt aftur til ársins 2010 þegar Seðlabankinn hafði til rannsóknar ætluð brot Samherja á reglum um gjaldeyrismál um skilaskyldu.

Grunur lék á að Samherji hefði brotið gegn þessum reglum og aflaði Seðlabankinn því heimildar til húsleitar og haldlagningar hjá Samherja og nítján öðrum félögum honum tengdum. Húsleitin fór fram á starfsstöð Samherja í mars 2012.

Í bréfinu segir að Kristjáni og Þorsteini Má hafi þótt það þungbært að sitja undir „ásökunum jafn valdamikillar stofnunar og Seðlabanka Íslands,“ en að þeim sé efst í huga þakklæti í garð starfsmanna félagsins sem hafi staðið þétt við bakið á stjórnendum fyrirtækisins undanfarin ár.

„Við unnum ásamt ykkur heiðarlega og samviskusamlega að rekstri okkar fyrirtækis á tímum sem eiga sér ekki hliðstæðu á Íslandi. Samstaða ykkar hjálpar okkur að halda áfram þegar að okkur er sótt.“


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
2,8
8
18.571
MARL
1,56
56
1.809.084
LEQ
1,37
1
1.549
EIM
0,57
6
22.188
ARION
0,5
12
152.139

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
GRND
-2,46
7
55.714
EIK
-2,24
7
75.346
REITIR
-1,86
12
277.872
SIMINN
-1,77
8
142.210
FESTI
-1,74
5
116.070
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.