Fótbolti

Freyr talaði um nýja stöðu fyrir landsliðið: Munum hvorki byrja né enda undankeppni EM á heimavelli

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aron Einar Gunnarsson og Gylfi Þór Sigurðsson.
Aron Einar Gunnarsson og Gylfi Þór Sigurðsson. Vísir/Getty

Freyr Alexandersson, aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, talaði um komandi undankeppni EM á blaðamannafundi í dag þar sem var kynntur var hópurinn sem hann og Erik Hamrén hafa valið fyrir lokaleik íslenska landsliðsins í Þjóðadeildinni.

Íslenska liðið mun þar berjast um sæti í úrslitakeppni EM en íslenska liðið komst í úrslit í síðustu úrslitakeppni sem fór fram í Frakklandi sumarið 2016. Íslenska liðið hefur komist á tvö síðustu stórmót og dreymir um að komast á þá þriðju í röð.

Það verður dregið í riðla í undankeppnina í næsta mánuði en íslenska liðið á enn smá von um að ná að verða í fyrsta styrkleikaflokki.

Freyr talaði sérstaklega um nýja stöðu sem íslenska liðið er í þessari undankeppni ólíkt því sem hefur verið í síðustu undankeppnum þar sem Ísland komst á EM og HM í fyrsta sinn.

Þegar Ísland komst á EM í Frakklandi 2016 og á HM í Rússlandi 2018 þá byrjaði íslenska liðið undankeppnina á heimavelli og endaði líka undankeppnina á heimavelli. Nú er breytt staða þar sem keppnin fer fram á nýjum tíma vegna undankeppninnar.

Íslenska liðið spilar því fyrstu leikina á útivelli í mars og síðustu leikina á útivelli í nóvember. Íslenska liðið þarf því góð úrslit á erfiðum útivöllum til að komast á skrið í byrjun.

„Við þurfum okkar bestu undankeppni,“ sagði Freyr Alexandersson meðal annars.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.