Fótbolti

Freyr talaði um nýja stöðu fyrir landsliðið: Munum hvorki byrja né enda undankeppni EM á heimavelli

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aron Einar Gunnarsson og Gylfi Þór Sigurðsson.
Aron Einar Gunnarsson og Gylfi Þór Sigurðsson. Vísir/Getty
Freyr Alexandersson, aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, talaði um komandi undankeppni EM á blaðamannafundi í dag þar sem var kynntur var hópurinn sem hann og Erik Hamrén hafa valið fyrir lokaleik íslenska landsliðsins í Þjóðadeildinni.

Íslenska liðið mun þar berjast um sæti í úrslitakeppni EM en íslenska liðið komst í úrslit í síðustu úrslitakeppni sem fór fram í Frakklandi sumarið 2016. Íslenska liðið hefur komist á tvö síðustu stórmót og dreymir um að komast á þá þriðju í röð.

Það verður dregið í riðla í undankeppnina í næsta mánuði en íslenska liðið á enn smá von um að ná að verða í fyrsta styrkleikaflokki.

Freyr talaði sérstaklega um nýja stöðu sem íslenska liðið er í þessari undankeppni ólíkt því sem hefur verið í síðustu undankeppnum þar sem Ísland komst á EM og HM í fyrsta sinn.

Þegar Ísland komst á EM í Frakklandi 2016 og á HM í Rússlandi 2018 þá byrjaði íslenska liðið undankeppnina á heimavelli og endaði líka undankeppnina á heimavelli. Nú er breytt staða þar sem keppnin fer fram á nýjum tíma vegna undankeppninnar.

Íslenska liðið spilar því fyrstu leikina á útivelli í mars og síðustu leikina á útivelli í nóvember. Íslenska liðið þarf því góð úrslit á erfiðum útivöllum til að komast á skrið í byrjun.

„Við þurfum okkar bestu undankeppni,“ sagði Freyr Alexandersson meðal annars.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×