Fótbolti

Hjálpaði syninum að verja skot með því að hrinda honum í miðjum leik | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Svona, verðu!
Svona, verðu!

Breti hefur verið útnefndur í kaldhæðni faðir ársins í breskum barnafótbolta eftir ótrúlegt atvik sem átti sér stað í síðustu viku.

Faðirinn stóð nefnilega fyrir aftan markið og hrinti syni sínum fyrir boltann svo að hann myndi verja skot sem kom frá vinstri vængnum.

„Hvert er markvörðurinn að fara, vinur? Farðu aftur í markið,“ heyrist einn áhorfandinn segja þegar drengurinn ungi virðist ekki alveg með athyglina á leiknum.

Laflaust skotið utan af kanti var á leið í netið og brá pabbinn því á það ráð að hrinda pilti fyrir boltann. Það reyndar svínvirkaði því strákurinn varði skotið en gulir tóku frákastið og skoruðu við litla hrifningu pabbans.

Þetta ótrúlega og frekar skondna myndband má sjá hér að neðan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.