Innlent

Fjordvik verður dregið til Keflavíkur

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Frá vettvangi við höfnina í Helguvík í dag.
Frá vettvangi við höfnina í Helguvík í dag. Vísir/Sighvatur

Dráttarbátar frá Faxaflóahöfnum bíða tilbúnir til að hefja tog á skipinu Fjordvik, sem strandaði við hafnargarðinn í Helguvík um síðustu helgi, yfir til Keflavíkur.

Síðan um hádegisbil í dag hefur verið unnið að því að koma skipinu á flot en nú er verið að stilla það af þar sem það liggur við hafnargarðinn í Helguvík. Að sögn hafnarstjóra hafa aðstæður verið þokkalegar og er beðið eftir því að hæstráðendur Fjordvik gefi grænt ljós á að hefja tog.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.