Innlent

Búnir að dæla olíu úr skipinu

Birgir Olgeirsson skrifar
Fjordvik í Helguvík.
Fjordvik í Helguvík. Vísir/EinarÁ

Dælingu á olíu úr sementsskipinu Fjordvik, sem strandaði við hafnargarðinn í Helguvík um liðna helgi, er lokið. Þetta segir forsvarsmaður hollenska björgunarfélagsins SMT Shipping í svari við fyrirspurn fréttastofu. 

Sérfræðingar fyrirtækisins munu í dag halda áfram útreikningum og undirbúningi vegna áætlunar fyrirtækisins um að koma skipinu aftur á flot. 

Veðurskilyrði í gær voru hagstæð sem gerði það að verkum að starfsmönnum fyrirtækisins tókst að komu öllum nauðsynlegum búnaði um borð í Fjordvik, þar á meðal dælum og slöngum.

Munu sérfræðingarnir reyna að dæla sjó úr skipinu í dag. 


Tengdar fréttir

Sjór blandast við sement

Sær hefur blandast hluta þess sements sem var um borð í skipinu Fjordvik sem strandaði við hafnargarð Helguvíkurhafnar á föstudag.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.