Vilja endurskoða mönnun á deildinni Nadine Guðrún Yaghi skrifar 21. janúar 2018 20:10 Vökudeild Barnaspítala Hringsins er nýburagjörgæsludeild sem sinnir fyrirburum og veikum nýburum. Álag á deildinni sveiflast frá einum tíma til annars enda börnin misjafnlega mörg og mis veik. Álagið var óvenju mikið á síðasta ári, sérstaklega í sumar, og þurfti starfsfólk jafnvel að vinna tvöfalda vinnu. Þórður Þórkelsson yfirlæknir og Margrét Ó. Thorlacius yfirhjúkrunarfræðingur segja ómögulegt að sjá fyrir álagstoppa og því sé mikilvægt að deildin sé vel tilbúin að takast á við slíkar sveiflur.Álagið á starfsfólk er mikið á stundum „Mönnun mætti vera betri en við getum sinnt störfum okkar á deildinni svo vel sé jafnvel þó álagið sé mikið. En þegar það koma álagspunktar er álag á starfsfólk oft mjög mikið,“ segir Þórður um ástandið á deildinni. Margrét Thorlacius segir að ástandið geti stundum verið erfitt: „Við erum bara að fást við svo flókin og þung verkefni að þegar við erum að fá svona álagstoppa er þetta mjög erfitt.“Telur rétt að endurskoða grunnmönnun á deildinni Grunnmönnun á deildinni eru 6 hjúkrunarfræðingar og ljósmæður, auk eins sjúkraliða en þessi mönnunaráætlun gerir ráð fyrir um 14 sjúklingum. Í sumar voru börnin á deildinni hins vegar tuttugu og tvö. „Og þegar við erum komin með 22 börn þá erum við bara á allt öðrum stað. Við þurfum einhvernvegin að finna leiðir til að mæta því og því teljum við rétt að endurskoða grunnmönnunin,“ segir Margrét um þær breytingar sem hún telur rétt að gera. „Þegar það eru mörg börn hérna og þau eru mjög veik þá er álag á starfsfólkið það mikið að við myndum vilja hafa meiri mannska,“ segir Þórður. Á vökudeildinni er einungis boðið upp á tvö herbergi þar sem foreldrar geta gist með barnið sitt en deildin fær stundum þriðja herbergið lánað á annarri deild. Þannig er ekki í boði fyrir flesta foreldra að gista með veiku barni sínu á deildinni. Þórður segir að verið sé að reyna að bæta úr þessu.Aðstæður á Norðurlöndunum talsvert betri „Aðstæður á Norðurlöndunum eru víða þannig að það eru fjölskylduherbergi og flestir foreldrar eru í einbýli með sínu barni og þangað langar okkur að fara og þangað erum við að stefna og við erum að ræða þetta af fullri alvöru hérna,“ segir Margrét. Þetta sé gríðarlega mikilvægt til að styðja við samveru móður, föður og barns. „Þannig getum við verndað foreldra að vera í friðhelgi með sínu barni og veitt þeim þjónustu þar en ekki inni í fjölmenni,“ segir Margrét. Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Fellaskóli vann Skrekk Lífið Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Fleiri fréttir Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Sjá meira
Vökudeild Barnaspítala Hringsins er nýburagjörgæsludeild sem sinnir fyrirburum og veikum nýburum. Álag á deildinni sveiflast frá einum tíma til annars enda börnin misjafnlega mörg og mis veik. Álagið var óvenju mikið á síðasta ári, sérstaklega í sumar, og þurfti starfsfólk jafnvel að vinna tvöfalda vinnu. Þórður Þórkelsson yfirlæknir og Margrét Ó. Thorlacius yfirhjúkrunarfræðingur segja ómögulegt að sjá fyrir álagstoppa og því sé mikilvægt að deildin sé vel tilbúin að takast á við slíkar sveiflur.Álagið á starfsfólk er mikið á stundum „Mönnun mætti vera betri en við getum sinnt störfum okkar á deildinni svo vel sé jafnvel þó álagið sé mikið. En þegar það koma álagspunktar er álag á starfsfólk oft mjög mikið,“ segir Þórður um ástandið á deildinni. Margrét Thorlacius segir að ástandið geti stundum verið erfitt: „Við erum bara að fást við svo flókin og þung verkefni að þegar við erum að fá svona álagstoppa er þetta mjög erfitt.“Telur rétt að endurskoða grunnmönnun á deildinni Grunnmönnun á deildinni eru 6 hjúkrunarfræðingar og ljósmæður, auk eins sjúkraliða en þessi mönnunaráætlun gerir ráð fyrir um 14 sjúklingum. Í sumar voru börnin á deildinni hins vegar tuttugu og tvö. „Og þegar við erum komin með 22 börn þá erum við bara á allt öðrum stað. Við þurfum einhvernvegin að finna leiðir til að mæta því og því teljum við rétt að endurskoða grunnmönnunin,“ segir Margrét um þær breytingar sem hún telur rétt að gera. „Þegar það eru mörg börn hérna og þau eru mjög veik þá er álag á starfsfólkið það mikið að við myndum vilja hafa meiri mannska,“ segir Þórður. Á vökudeildinni er einungis boðið upp á tvö herbergi þar sem foreldrar geta gist með barnið sitt en deildin fær stundum þriðja herbergið lánað á annarri deild. Þannig er ekki í boði fyrir flesta foreldra að gista með veiku barni sínu á deildinni. Þórður segir að verið sé að reyna að bæta úr þessu.Aðstæður á Norðurlöndunum talsvert betri „Aðstæður á Norðurlöndunum eru víða þannig að það eru fjölskylduherbergi og flestir foreldrar eru í einbýli með sínu barni og þangað langar okkur að fara og þangað erum við að stefna og við erum að ræða þetta af fullri alvöru hérna,“ segir Margrét. Þetta sé gríðarlega mikilvægt til að styðja við samveru móður, föður og barns. „Þannig getum við verndað foreldra að vera í friðhelgi með sínu barni og veitt þeim þjónustu þar en ekki inni í fjölmenni,“ segir Margrét.
Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Fellaskóli vann Skrekk Lífið Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Fleiri fréttir Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Sjá meira