Ráðherra skilur óþolinmæði en eltir ekki banaslys með fjármagni Sigurður Mikael Jónsson skrifar 30. október 2018 07:15 Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra. Fréttablaðið/Anton Brink „Ég get vel skilið óþolinmæði allra. Því miður getum við ekki fullyrt hvar næsta hörmulega banaslys verður. Við verðum að vinna þetta heildstætt og ekki hlaupa til með tæki og fjármagn eftir því hvar slysin verða. Við verðum að reyna að koma í veg fyrir þau og reyna að byggja upp vegakerfi sem gerir þau ólíklegri, en því miður gerast þau nú alltaf,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra. Banaslys á Reykjanesbraut á alræmdum kafla í Hafnarfirði um helgina hefur á ný vakið hörð viðbrögð hjá þeim sem barist hafa lengi fyrir því að lokið verði við tvöföldun brautarinnar. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir í grein í Fréttablaðinu í dag að það sé óásættanlegt að bíða þurfi með að fullklára þennan veg til ársins 2033 eins og segi í samgönguáætlun. Tvöföldunin hafi mjakast áfram á hraða snigilsins. Sigurður Ingi segir hins vegar kaflann í gegnum Hafnarfjörð í sérstökum forgangi, bæði að tvöfalda og aðskilja akstursstefnur. „Sem og að aðskilja leiðina fyrir sunnan álverið og að Hvassahrauni, þó að tvöföldunin verði síðast þá verða aðskildar akstursstefnur, einmitt í þeim tilgangi að koma í veg fyrir þessi slys,“ segir Sigurður Ingi. Bendir hann einnig á að nú sé starfshópur að störfum sem skoði breytta gjaldtöku á vegunum. „Meðal annars út af orkuskiptunum. Eftir 2030 verða ekki 18 milljarðar sem koma inn af dísil og bensíni, heldur eitthvað nær sjö. Við þurfum að breyta um takt. Einn liður sem við erum að skoða er Hvalfjarðargangamódelið, með einhvers konar veggjöldum. Ef breið samstaða yrði um það þá er ég með á þingmálaskránni í mars að leggja fram slík frumvörp, félög sem gætu farið í framkvæmdir og þá væri hægt að búa til meira fé og flýta einhverjum þeim framkvæmdum sem við teljum mikilvægt að fara hraðar í.“ Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Tengdar fréttir Fer fram á breytingar á samgönguáætlun Bæjararstóri Hafnarfjarðar segir hörmulegt að horfa upp á fjölda slysa sem hefur átt sér stað á kafla Reykjanesbrautarinnar sem ekki hefur verið tvöfaldaður. 29. október 2018 20:00 Ökumaðurinn úrskurðaður í farbann vegna banaslyss Karlmaðurinn sem lést í umferðarslysinu á Reykjanesbraut í Hafnarfirði í gærmorgun var pólskur ríkisborgari á fertugsaldri. 29. október 2018 10:54 Hafa verið boðaðir á fund samgönguráðherra Guðbergur Reynisson, annar stofnanda hópsins Stopp, vill að klárað verði að tvöfalda Reykjanesbraut sem fyrst. 29. október 2018 17:47 Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent Fleiri fréttir Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Nauðlending á þjóðveginum Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Lækkandi fæðingartíðni ekki hundaflauta: „Ég bara hafna algjörlega forsendunum“ Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Ný forysta stefni í ranga átt „Einhver erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegnum“ „Og ég treysti því að dómstólar snúi því við“ Sendir í leyfi fyrir að vinna ekki nógu mikið Sjá meira
„Ég get vel skilið óþolinmæði allra. Því miður getum við ekki fullyrt hvar næsta hörmulega banaslys verður. Við verðum að vinna þetta heildstætt og ekki hlaupa til með tæki og fjármagn eftir því hvar slysin verða. Við verðum að reyna að koma í veg fyrir þau og reyna að byggja upp vegakerfi sem gerir þau ólíklegri, en því miður gerast þau nú alltaf,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra. Banaslys á Reykjanesbraut á alræmdum kafla í Hafnarfirði um helgina hefur á ný vakið hörð viðbrögð hjá þeim sem barist hafa lengi fyrir því að lokið verði við tvöföldun brautarinnar. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir í grein í Fréttablaðinu í dag að það sé óásættanlegt að bíða þurfi með að fullklára þennan veg til ársins 2033 eins og segi í samgönguáætlun. Tvöföldunin hafi mjakast áfram á hraða snigilsins. Sigurður Ingi segir hins vegar kaflann í gegnum Hafnarfjörð í sérstökum forgangi, bæði að tvöfalda og aðskilja akstursstefnur. „Sem og að aðskilja leiðina fyrir sunnan álverið og að Hvassahrauni, þó að tvöföldunin verði síðast þá verða aðskildar akstursstefnur, einmitt í þeim tilgangi að koma í veg fyrir þessi slys,“ segir Sigurður Ingi. Bendir hann einnig á að nú sé starfshópur að störfum sem skoði breytta gjaldtöku á vegunum. „Meðal annars út af orkuskiptunum. Eftir 2030 verða ekki 18 milljarðar sem koma inn af dísil og bensíni, heldur eitthvað nær sjö. Við þurfum að breyta um takt. Einn liður sem við erum að skoða er Hvalfjarðargangamódelið, með einhvers konar veggjöldum. Ef breið samstaða yrði um það þá er ég með á þingmálaskránni í mars að leggja fram slík frumvörp, félög sem gætu farið í framkvæmdir og þá væri hægt að búa til meira fé og flýta einhverjum þeim framkvæmdum sem við teljum mikilvægt að fara hraðar í.“
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Tengdar fréttir Fer fram á breytingar á samgönguáætlun Bæjararstóri Hafnarfjarðar segir hörmulegt að horfa upp á fjölda slysa sem hefur átt sér stað á kafla Reykjanesbrautarinnar sem ekki hefur verið tvöfaldaður. 29. október 2018 20:00 Ökumaðurinn úrskurðaður í farbann vegna banaslyss Karlmaðurinn sem lést í umferðarslysinu á Reykjanesbraut í Hafnarfirði í gærmorgun var pólskur ríkisborgari á fertugsaldri. 29. október 2018 10:54 Hafa verið boðaðir á fund samgönguráðherra Guðbergur Reynisson, annar stofnanda hópsins Stopp, vill að klárað verði að tvöfalda Reykjanesbraut sem fyrst. 29. október 2018 17:47 Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent Fleiri fréttir Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Nauðlending á þjóðveginum Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Lækkandi fæðingartíðni ekki hundaflauta: „Ég bara hafna algjörlega forsendunum“ Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Ný forysta stefni í ranga átt „Einhver erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegnum“ „Og ég treysti því að dómstólar snúi því við“ Sendir í leyfi fyrir að vinna ekki nógu mikið Sjá meira
Fer fram á breytingar á samgönguáætlun Bæjararstóri Hafnarfjarðar segir hörmulegt að horfa upp á fjölda slysa sem hefur átt sér stað á kafla Reykjanesbrautarinnar sem ekki hefur verið tvöfaldaður. 29. október 2018 20:00
Ökumaðurinn úrskurðaður í farbann vegna banaslyss Karlmaðurinn sem lést í umferðarslysinu á Reykjanesbraut í Hafnarfirði í gærmorgun var pólskur ríkisborgari á fertugsaldri. 29. október 2018 10:54
Hafa verið boðaðir á fund samgönguráðherra Guðbergur Reynisson, annar stofnanda hópsins Stopp, vill að klárað verði að tvöfalda Reykjanesbraut sem fyrst. 29. október 2018 17:47