Fer fram á breytingar á samgönguáætlun Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 29. október 2018 20:00 Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, segir hörmulegt að horfa upp á fjölda slysa sem hafa átt sér stað á kafla Reykjanesbrautarinnar sem ekki hefur verið tvöfaldaður. Hún fer fram á að breytingar verði gerðar á samgönguáætlun og farið verði í heildstæðar endurbætur á skemmri tíma en nú er lagt til. Karlmaður lést í hörðum árekstri til móts við Vallahverfið í Hafnarfirði í gær. Bifreiðarnar komu úr gagnstæðri átt og var maðurinn farþegi í annarri þeirra. Ökumaður bifreiðarinnar hefur verið úrskurðaður í farbann til 23. nóvember. Vegarkaflinn er hluti af Reykjanesbrautinni en hefur ekki verið tvöfaldaður. Slys hafa verið tíð á honum. Rósa segir brýnt að klára tvöföldun brautarinnar til að koma í veg fyrir slys sem þessi. „Ég veit ekki hvað við höfum oft á undanförnum tveimur til þremur árum sent ályktanir og áskoranir til ríkisvaldsins um að það þurfi að laga þennan kafla á Reykjanesbrautinni. Þarna er gríðarleg slysahætta og því miður alltof mörg mjög alvarleg slys. Þessu verður bara að linna," segir hún. Tilbúin með alla hönnun Rósa segist átta sig á því að fjármagnið sé takmarkað og bendir á að höfuðborgarsvæðið fái einungis þriðjung af fjárveitingum í samgönguáætlun. „Hér búa 65 prósent landsmanna, auk þessa mikla ferðamannafjölda sem fer þarna í gegn. Það er því ekki hægt annað en að spyrja sig hvernig stendur á því að fjármunum er skipt þannig.“ Hún segir Hafnarfjarðarbæ tilbúinn með alla hönnun og gera ráð fyrir fjármagni í tvöföldun innan bæjarmarka. „Í samgönguáætlun er gert ráð fyrir að ákveðinn kafli þarna verði tvöfaldaður á næsta ári. Við erum ánægð með það. Það þarf að gera betur, við þurfum að fara í þetta heildstætt og klára þetta mál. Ekki vera með þennan sífellda bútasaum. Tengdar fréttir Banaslys á Reykjanesbraut Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsaka slysið. 28. október 2018 11:34 Hafa verið boðaðir á fund samgönguráðherra Guðbergur Reynisson, annar stofnanda hópsins Stopp, vill að klárað verði að tvöfalda Reykjanesbraut sem fyrst. 29. október 2018 17:47 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, segir hörmulegt að horfa upp á fjölda slysa sem hafa átt sér stað á kafla Reykjanesbrautarinnar sem ekki hefur verið tvöfaldaður. Hún fer fram á að breytingar verði gerðar á samgönguáætlun og farið verði í heildstæðar endurbætur á skemmri tíma en nú er lagt til. Karlmaður lést í hörðum árekstri til móts við Vallahverfið í Hafnarfirði í gær. Bifreiðarnar komu úr gagnstæðri átt og var maðurinn farþegi í annarri þeirra. Ökumaður bifreiðarinnar hefur verið úrskurðaður í farbann til 23. nóvember. Vegarkaflinn er hluti af Reykjanesbrautinni en hefur ekki verið tvöfaldaður. Slys hafa verið tíð á honum. Rósa segir brýnt að klára tvöföldun brautarinnar til að koma í veg fyrir slys sem þessi. „Ég veit ekki hvað við höfum oft á undanförnum tveimur til þremur árum sent ályktanir og áskoranir til ríkisvaldsins um að það þurfi að laga þennan kafla á Reykjanesbrautinni. Þarna er gríðarleg slysahætta og því miður alltof mörg mjög alvarleg slys. Þessu verður bara að linna," segir hún. Tilbúin með alla hönnun Rósa segist átta sig á því að fjármagnið sé takmarkað og bendir á að höfuðborgarsvæðið fái einungis þriðjung af fjárveitingum í samgönguáætlun. „Hér búa 65 prósent landsmanna, auk þessa mikla ferðamannafjölda sem fer þarna í gegn. Það er því ekki hægt annað en að spyrja sig hvernig stendur á því að fjármunum er skipt þannig.“ Hún segir Hafnarfjarðarbæ tilbúinn með alla hönnun og gera ráð fyrir fjármagni í tvöföldun innan bæjarmarka. „Í samgönguáætlun er gert ráð fyrir að ákveðinn kafli þarna verði tvöfaldaður á næsta ári. Við erum ánægð með það. Það þarf að gera betur, við þurfum að fara í þetta heildstætt og klára þetta mál. Ekki vera með þennan sífellda bútasaum.
Tengdar fréttir Banaslys á Reykjanesbraut Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsaka slysið. 28. október 2018 11:34 Hafa verið boðaðir á fund samgönguráðherra Guðbergur Reynisson, annar stofnanda hópsins Stopp, vill að klárað verði að tvöfalda Reykjanesbraut sem fyrst. 29. október 2018 17:47 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
Banaslys á Reykjanesbraut Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsaka slysið. 28. október 2018 11:34
Hafa verið boðaðir á fund samgönguráðherra Guðbergur Reynisson, annar stofnanda hópsins Stopp, vill að klárað verði að tvöfalda Reykjanesbraut sem fyrst. 29. október 2018 17:47