Vísuðu frá kæru vegna hávaða frá sláttuvélum á golfvellinum í Grafarholti Jóhann Óli Eiðsson skrifar 31. október 2018 07:00 Golfvellir þurfa daglegan slátt yfir sumartímann. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála (ÚUA) vísaði á dögunum frá kæru íbúa í Ólafsgeisla í Grafarholti sem kvartað hafði yfir hávaða frá sláttuvélum á Grafarholtsvelli. Í júlí 2017 kvartaði maðurinn til Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur vegna hávaða frá grasslætti á vellinum en hann hæfist klukkan hálf sjö að morgni á flötum fyrir neðan hús hans. Heilbrigðiseftirlitið sendi honum svarbréf sex vikum síðar þar sem mælingar á hljóðstigi hafi ekki sýnt fram á að hávaði færi yfir viðmiðunarmörk eftir klukkan sjö á morgnana. Því yrði ekki frekar aðhafst í málinu. Húseigandinn kærði þessa niðurstöðu en hann hefði um árabil kvartað yfir hávaða frá vellinum. Benti hann á að ómögulegt væri að ná sambandi við eftirlitið símleiðis þegar sláttur væri í gangi og að hann skildi illa hvernig væri hægt að sinna kvörtunum og kanna réttmæti þeirra þegar atburðurinn hafi átt sér stað. Í niðurstöðu ÚUA segir að önnur hljóðmæling hafi verið gerð í júlí 2018. Sú hafi leitt í ljós að hljóðstig hafi mælst yfir næturmörkum. Af þeim sökum beindi heilbrigðiseftirlitið þeim tilmælum til Golfklúbbs Reykjavíkur að sláttur á brautum fjögur til níu hæfist ekki fyrir sjö á virkum dögum og tíu um helgar. Þá stendur til að kanna þann möguleika að nota rafmagnssláttuvélar sem minna heyrist í. ÚUA taldi að kvörtun eigandans sneri að því að ekkert hafi verið aðhafst í málinu. Þar sem heilbrigðiseftirlitið greip til aðgerða í millitíðinni var það réttarástand úr sögunni og málinu vísað frá. Birtist í Fréttablaðinu Stjórnsýsla Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sjá meira
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála (ÚUA) vísaði á dögunum frá kæru íbúa í Ólafsgeisla í Grafarholti sem kvartað hafði yfir hávaða frá sláttuvélum á Grafarholtsvelli. Í júlí 2017 kvartaði maðurinn til Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur vegna hávaða frá grasslætti á vellinum en hann hæfist klukkan hálf sjö að morgni á flötum fyrir neðan hús hans. Heilbrigðiseftirlitið sendi honum svarbréf sex vikum síðar þar sem mælingar á hljóðstigi hafi ekki sýnt fram á að hávaði færi yfir viðmiðunarmörk eftir klukkan sjö á morgnana. Því yrði ekki frekar aðhafst í málinu. Húseigandinn kærði þessa niðurstöðu en hann hefði um árabil kvartað yfir hávaða frá vellinum. Benti hann á að ómögulegt væri að ná sambandi við eftirlitið símleiðis þegar sláttur væri í gangi og að hann skildi illa hvernig væri hægt að sinna kvörtunum og kanna réttmæti þeirra þegar atburðurinn hafi átt sér stað. Í niðurstöðu ÚUA segir að önnur hljóðmæling hafi verið gerð í júlí 2018. Sú hafi leitt í ljós að hljóðstig hafi mælst yfir næturmörkum. Af þeim sökum beindi heilbrigðiseftirlitið þeim tilmælum til Golfklúbbs Reykjavíkur að sláttur á brautum fjögur til níu hæfist ekki fyrir sjö á virkum dögum og tíu um helgar. Þá stendur til að kanna þann möguleika að nota rafmagnssláttuvélar sem minna heyrist í. ÚUA taldi að kvörtun eigandans sneri að því að ekkert hafi verið aðhafst í málinu. Þar sem heilbrigðiseftirlitið greip til aðgerða í millitíðinni var það réttarástand úr sögunni og málinu vísað frá.
Birtist í Fréttablaðinu Stjórnsýsla Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sjá meira