Fengu rúmar fjórar milljónir fyrir að semja veiðigjaldafrumvarpið Jóhann Óli Eiðsson. skrifar 31. október 2018 06:30 Tvímenningarnir hafa báðir um skeið verið aðstoðarmenn fjármálaráðherra. Huginn í tíð Steingríms J. Sigfússonar og Teitur hjá Bjarna Benediktssyni frá 2014-16. Fréttablaðið Huginn Freyr Þorsteinsson, einn eigenda ráðgjafarfyrirtækisins Aton, og Teitur Björn Einarsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, hafa samtals fengið greiddar rúmar 4,4 milljónir króna vegna vinnu þeirra við gerð veiðigjaldafrumvarps sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Fréttablaðið fékk afrit frá atvinnuvegaráðuneytinu af samningum sem gerðir voru við Hugin og Teit vegna þessa.Huginn Freyr Þorsteinsson.FRÉTTABLAÐIÐ/GVAÍ samningunum segir að þeir veiti ráðherra ráðgjöf og aðstoð við samningu frumvarps um veiðigjöld. Var þeim falið að fullgera frumvarpið. Fyrir þetta skyldu þeir fá greitt 13 þúsund krónur á tímann, án virðisaukaskatts, og giltu samningarnir frá 13. júní til 1. ágúst. Í verkáætlun samkomulagsins er gert ráð fyrir að verkefnið verði að hámarki 150 tímar. Samningur vegna Hugins var gerður við félagið Principa en í tilfelli Teits við hann sjálfan. Síðar meir var gerður viðauki við samkomulagið þar sem verkefnið reyndist meira að umfangi en upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir. Í viðaukanum var kveðið á um að greitt yrði fyrir fimmtíu stundir til viðbótar. Frágangur frumvarpsins tæki þar allt að tuttugu stundir, fundir og samtöl tíu til fimmtán og vinna vegna samráðsnefndar ráðherra og fyrir þingflokka annað eins. Gilti viðaukinn frá upphafi ágúst til loka september. Samtals fékk Huginn rúmar 2,5 milljónir fyrir 193 stunda vinnu og Teitur tæpar tvær milljónir fyrir 149,5 stundir. Tvímenningarnir hafa báðir um skeið verið aðstoðarmenn fjármálaráðherra. Huginn í tíð Steingríms J. Sigfússonar og Teitur hjá Bjarna Benediktssyni frá 2014-16. Þá hefur fyrirtækið Aton meðal annars unnið skýrslur fyrir Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi.Teitur Björn EinarssonFRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Stjórnsýsla Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Sjá meira
Huginn Freyr Þorsteinsson, einn eigenda ráðgjafarfyrirtækisins Aton, og Teitur Björn Einarsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, hafa samtals fengið greiddar rúmar 4,4 milljónir króna vegna vinnu þeirra við gerð veiðigjaldafrumvarps sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Fréttablaðið fékk afrit frá atvinnuvegaráðuneytinu af samningum sem gerðir voru við Hugin og Teit vegna þessa.Huginn Freyr Þorsteinsson.FRÉTTABLAÐIÐ/GVAÍ samningunum segir að þeir veiti ráðherra ráðgjöf og aðstoð við samningu frumvarps um veiðigjöld. Var þeim falið að fullgera frumvarpið. Fyrir þetta skyldu þeir fá greitt 13 þúsund krónur á tímann, án virðisaukaskatts, og giltu samningarnir frá 13. júní til 1. ágúst. Í verkáætlun samkomulagsins er gert ráð fyrir að verkefnið verði að hámarki 150 tímar. Samningur vegna Hugins var gerður við félagið Principa en í tilfelli Teits við hann sjálfan. Síðar meir var gerður viðauki við samkomulagið þar sem verkefnið reyndist meira að umfangi en upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir. Í viðaukanum var kveðið á um að greitt yrði fyrir fimmtíu stundir til viðbótar. Frágangur frumvarpsins tæki þar allt að tuttugu stundir, fundir og samtöl tíu til fimmtán og vinna vegna samráðsnefndar ráðherra og fyrir þingflokka annað eins. Gilti viðaukinn frá upphafi ágúst til loka september. Samtals fékk Huginn rúmar 2,5 milljónir fyrir 193 stunda vinnu og Teitur tæpar tvær milljónir fyrir 149,5 stundir. Tvímenningarnir hafa báðir um skeið verið aðstoðarmenn fjármálaráðherra. Huginn í tíð Steingríms J. Sigfússonar og Teitur hjá Bjarna Benediktssyni frá 2014-16. Þá hefur fyrirtækið Aton meðal annars unnið skýrslur fyrir Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi.Teitur Björn EinarssonFRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Stjórnsýsla Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Sjá meira