Rússar segja að riftun kjarnorkuvopnasamkomulagsins muni hafa alvarlegar afleiðingar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. október 2018 14:45 Flaugarnar sem samkomulagið bannaði voru mikilvægir hluti af varnarkerfi Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Vísir/Getty Yfirvöld í Rússlandi hafa fordæmt áætlanir stjórnvalda í Bandaríkjunum um að rifta kjarnorkuvopnasamkomulagi ríkjanna frá árinu 1987. Bandaríkin séu með þessu að stíga „mjög hættulegt skref“ sem muni kalla á aðgerðir af hálfu Rússlands. BBC greinir frá. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í gær, að hann hygðist draga Bandaríkin úr INF-samkomulaginu svokallaða sem Ronald Reagan og Mikhail Gorbachev þáverandi leiðtogar Bandaríkjanna og Sovétríkjanna skrifuðu undir er Kalda var að líða undir lok. Samkomulagið er hluti fjölmargra samninga sem ríkin hafa gert undanfarna áratugi til þess að draga úr fjölda kjarnorkuvopna í heiminum. Felur það í sér að kjarnorkuvopn með stutta eða meðallanga drægni sem skotið er af jörðu niðri eru bönnuð en fjórum árum eftir að skrifað var undir samkomulagið höfðu ríkin tvö eytt um 2.700 slíkum vopnum. Trump segir að ástæður þess að Bandaríkin ætli að rifta samkomulaginu séu þær að Rússar hafi ekki virt samkomulagið og þróað vopn sem séu bönnuð samkvæmt skilmálum samningsins. Árið 2007 lýsti Vladimír Pútín því yfir að samningurinn þjónaði ekki lengur hagsmunum Rússa. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna íhugaði árið 2014 að rifta samkomulagi vegna meintra prófana Rússa vopnum sem samkomulagið bannar. „Ég held að alþjóðasamfélagið geti ekki skilið þessa ákvörðun og hún mæta fordæmingu,“ sagði Sergei Ryabkov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands sem sagði að samkomulagið væri mjög mikilvægt til þess að viðhalda öryggi og stöðugleika í heiminum. Þá sagði hann að áætlanir um að rifta samkomulaginu væri tilraun til kúgunar af hálfu Bandaríkjamanna, til þess að fá Rússa til þess að koma að samningaborðinu Sagði hann að yrði samkomulaginu rift myndi það hafa alvarlegar afleiðingar. „Þá höfum við ekkert val og verðum að grípa til aðgerða, þar með talið með hernaðartækni,“ sagði Ryabkov sem bætti við að Rússar hefðu í raun ekki áhuga á slíku. Donald Trump Rússland Tengdar fréttir Bandaríkin munu rifta kjarnorkusamkomulagi við Rússa Bandaríkin munu rifta kjarnorkusamkomulagi við Rússland. Þetta staðfesti Donald Trump Bandaríkjaforseti við fjölmiðla vestanhafs í dag. 20. október 2018 21:45 Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Fleiri fréttir Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Sjá meira
Yfirvöld í Rússlandi hafa fordæmt áætlanir stjórnvalda í Bandaríkjunum um að rifta kjarnorkuvopnasamkomulagi ríkjanna frá árinu 1987. Bandaríkin séu með þessu að stíga „mjög hættulegt skref“ sem muni kalla á aðgerðir af hálfu Rússlands. BBC greinir frá. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í gær, að hann hygðist draga Bandaríkin úr INF-samkomulaginu svokallaða sem Ronald Reagan og Mikhail Gorbachev þáverandi leiðtogar Bandaríkjanna og Sovétríkjanna skrifuðu undir er Kalda var að líða undir lok. Samkomulagið er hluti fjölmargra samninga sem ríkin hafa gert undanfarna áratugi til þess að draga úr fjölda kjarnorkuvopna í heiminum. Felur það í sér að kjarnorkuvopn með stutta eða meðallanga drægni sem skotið er af jörðu niðri eru bönnuð en fjórum árum eftir að skrifað var undir samkomulagið höfðu ríkin tvö eytt um 2.700 slíkum vopnum. Trump segir að ástæður þess að Bandaríkin ætli að rifta samkomulaginu séu þær að Rússar hafi ekki virt samkomulagið og þróað vopn sem séu bönnuð samkvæmt skilmálum samningsins. Árið 2007 lýsti Vladimír Pútín því yfir að samningurinn þjónaði ekki lengur hagsmunum Rússa. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna íhugaði árið 2014 að rifta samkomulagi vegna meintra prófana Rússa vopnum sem samkomulagið bannar. „Ég held að alþjóðasamfélagið geti ekki skilið þessa ákvörðun og hún mæta fordæmingu,“ sagði Sergei Ryabkov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands sem sagði að samkomulagið væri mjög mikilvægt til þess að viðhalda öryggi og stöðugleika í heiminum. Þá sagði hann að áætlanir um að rifta samkomulaginu væri tilraun til kúgunar af hálfu Bandaríkjamanna, til þess að fá Rússa til þess að koma að samningaborðinu Sagði hann að yrði samkomulaginu rift myndi það hafa alvarlegar afleiðingar. „Þá höfum við ekkert val og verðum að grípa til aðgerða, þar með talið með hernaðartækni,“ sagði Ryabkov sem bætti við að Rússar hefðu í raun ekki áhuga á slíku.
Donald Trump Rússland Tengdar fréttir Bandaríkin munu rifta kjarnorkusamkomulagi við Rússa Bandaríkin munu rifta kjarnorkusamkomulagi við Rússland. Þetta staðfesti Donald Trump Bandaríkjaforseti við fjölmiðla vestanhafs í dag. 20. október 2018 21:45 Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Fleiri fréttir Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Sjá meira
Bandaríkin munu rifta kjarnorkusamkomulagi við Rússa Bandaríkin munu rifta kjarnorkusamkomulagi við Rússland. Þetta staðfesti Donald Trump Bandaríkjaforseti við fjölmiðla vestanhafs í dag. 20. október 2018 21:45
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent