„Erum ekki með nógu gott net til að grípa fólk“ Elín Margrét Böðvarsdóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 21. október 2018 18:13 Minnst tvö mál eru til rannsóknar hjá lögregluembættum vegna gruns um vinnumansal. Framkvæmdastjóri starfsgreinasambandsins segir óboðlegt að úrræði fyrir fórnarlöm vinnumansals liggi ekki skýrt fyrir og oft endi með því að mál þeirra séu aldrei leyst. Vísir/Vilhelm Minnst tvö mál eru til rannsóknar hjá lögregluembættum vegna gruns um vinnumansal. Framkvæmdastjóri starfsgreinasambandsins segir óboðlegt að úrræði fyrir fórnarlöm vinnumansals liggi ekki skýrt fyrir og oft endi með því að mál þeirra séu aldrei leyst. Fyrr í þessum mánuði voru þrír menn úrskurðaðir í gæsluvarðhald að kröfu lögreglunnar á Suðurnesjum vegna gruns um aðild að vinnumansali. Farið var fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir einum þeirra en RÚV greindi frá því í gærkvöldi maðurinn væri grunaður um að hafa flutt tugi manna til Íslands á fölsuðum skilríkjum um tveggja ára skeið. Gerð hafi verið húsleit í íbúð mannsins við Snorrabraut þar sem hópur fólks hafi verið handtekinn og vegabréf haldlögð. Flestum hafi síðan verið sleppt. Lögreglan á Suðurnesjum hefur ekki viljað veita nánari upplýsingar um málið en samkvæmt heimildum fréttastofu hefur maðurinn, sem sagður er vera frá Pakistan, reynt að villa á sér heimildir.Maðurinn var handtekinn við komuna til landsins fyrir um hálfum mánuði síðan. Málið er afar umfangsmikið og er það á viðkvæmu stigi.Vísir/VilhelmÞá voru tíu handteknir í umfangsmiklum aðgerðum Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir tæpum tveimur vikum og rannsókn þess máls miðar áfram. Einn úkraínsku verkamannanna sem handtekinn var í aðgerðunum er enn í gæsluvarðhaldi en gæsluvarðhaldsúrskurður yfir honum gildir til 25. október. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki neitað því að málið sé rannsakað sem mansalsmál. Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, segir að því miður sé allt of oft illa haldið utan um fórnarlömb vinnumansals hér á landi á meðan mál eru til rannsóknar. „Þar stendur nú eiginlega hnífurinn í kúnni því að við höfum ekki nógu góða þekkingu á þessum málum til að í fyrsta lagi skilgreina mansalsfórnarlömb og í öðru lagi að bregðast við. Oft höfum við séð það að fólk er að velkjast á milli félagsþjónusta í ákveðnum sveitarfélögum, fólk hefur ekki verið skilgreint í erfiðri stöðu þannig að við í rauninni erum ekki með nógu gott net til að grípa fólk,“ segir Drífa. Hætt sé við að fórnarlömb fái aldrei lausn sinna mála. „Þar af leiðandi erum við að lenda í því trekk í trekk að fólk fellur milli skips og bryggju og fer aftur til síns heima og þar með falla málin oft niðu,“ segir Drífa. Aðspurð segir hún að það ætti að vera hlutverk ríkisins að sjá til þess að þessir einstaklingar hafi húsaskjól og aðra aðstoð á meðan mál þeirra eru í vinnslu. „Ég er orðin eins og biluð grammafónplata þegar ég er að krefjast þess að það verði aðgerðaáætlun gegn mansali hér á Íslandi, hún er ekki í gildi.“ Þá vanti fleiri úrræði fyrir karla sem eru fórnarlömb mansals. „Oft hefur konum verið komið í Kvennaathvarfið en því miður þá erum við ekki með neitt karlaathvarf fyrir karlmenn sem lenda í ofbeldi eða brotum á vinnumarkaði,“ segir Drífa. Tengdar fréttir Grunaður um að hafa flutt tugi manna til landsins Maðurinn var handtekinn við komuna til landsins fyrir um hálfum mánuði síðan. 20. október 2018 19:20 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Sjá meira
Minnst tvö mál eru til rannsóknar hjá lögregluembættum vegna gruns um vinnumansal. Framkvæmdastjóri starfsgreinasambandsins segir óboðlegt að úrræði fyrir fórnarlöm vinnumansals liggi ekki skýrt fyrir og oft endi með því að mál þeirra séu aldrei leyst. Fyrr í þessum mánuði voru þrír menn úrskurðaðir í gæsluvarðhald að kröfu lögreglunnar á Suðurnesjum vegna gruns um aðild að vinnumansali. Farið var fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir einum þeirra en RÚV greindi frá því í gærkvöldi maðurinn væri grunaður um að hafa flutt tugi manna til Íslands á fölsuðum skilríkjum um tveggja ára skeið. Gerð hafi verið húsleit í íbúð mannsins við Snorrabraut þar sem hópur fólks hafi verið handtekinn og vegabréf haldlögð. Flestum hafi síðan verið sleppt. Lögreglan á Suðurnesjum hefur ekki viljað veita nánari upplýsingar um málið en samkvæmt heimildum fréttastofu hefur maðurinn, sem sagður er vera frá Pakistan, reynt að villa á sér heimildir.Maðurinn var handtekinn við komuna til landsins fyrir um hálfum mánuði síðan. Málið er afar umfangsmikið og er það á viðkvæmu stigi.Vísir/VilhelmÞá voru tíu handteknir í umfangsmiklum aðgerðum Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir tæpum tveimur vikum og rannsókn þess máls miðar áfram. Einn úkraínsku verkamannanna sem handtekinn var í aðgerðunum er enn í gæsluvarðhaldi en gæsluvarðhaldsúrskurður yfir honum gildir til 25. október. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki neitað því að málið sé rannsakað sem mansalsmál. Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, segir að því miður sé allt of oft illa haldið utan um fórnarlömb vinnumansals hér á landi á meðan mál eru til rannsóknar. „Þar stendur nú eiginlega hnífurinn í kúnni því að við höfum ekki nógu góða þekkingu á þessum málum til að í fyrsta lagi skilgreina mansalsfórnarlömb og í öðru lagi að bregðast við. Oft höfum við séð það að fólk er að velkjast á milli félagsþjónusta í ákveðnum sveitarfélögum, fólk hefur ekki verið skilgreint í erfiðri stöðu þannig að við í rauninni erum ekki með nógu gott net til að grípa fólk,“ segir Drífa. Hætt sé við að fórnarlömb fái aldrei lausn sinna mála. „Þar af leiðandi erum við að lenda í því trekk í trekk að fólk fellur milli skips og bryggju og fer aftur til síns heima og þar með falla málin oft niðu,“ segir Drífa. Aðspurð segir hún að það ætti að vera hlutverk ríkisins að sjá til þess að þessir einstaklingar hafi húsaskjól og aðra aðstoð á meðan mál þeirra eru í vinnslu. „Ég er orðin eins og biluð grammafónplata þegar ég er að krefjast þess að það verði aðgerðaáætlun gegn mansali hér á Íslandi, hún er ekki í gildi.“ Þá vanti fleiri úrræði fyrir karla sem eru fórnarlömb mansals. „Oft hefur konum verið komið í Kvennaathvarfið en því miður þá erum við ekki með neitt karlaathvarf fyrir karlmenn sem lenda í ofbeldi eða brotum á vinnumarkaði,“ segir Drífa.
Tengdar fréttir Grunaður um að hafa flutt tugi manna til landsins Maðurinn var handtekinn við komuna til landsins fyrir um hálfum mánuði síðan. 20. október 2018 19:20 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Sjá meira
Grunaður um að hafa flutt tugi manna til landsins Maðurinn var handtekinn við komuna til landsins fyrir um hálfum mánuði síðan. 20. október 2018 19:20