Á flótta í traktor í níu daga | Ótrúleg saga leikmanns sem mætir Liverpool Henry Birgir Gunnarsson skrifar 24. október 2018 11:30 Lífshlaup flóttamannsins Degenek er ótrúlegt en nú er hann kominn í Meistaradeildina. vísir/getty Rauða stjarnan frá Serbíu mætir Liverpool í Meistaradeildinni í kvöld. Saga Milos Degenek, leikmanns Rauðu stjörnunnar, er ótrúleg en hann átti afar erfiða æsku. Fjölskylda hans var tvisvar á flótta áður en hann varð sex ára gamall. Fyrst þurfti hún að flýja Króatíu og síðar Serbíu. Á endanum fór fjölskyldan alla leið til Ástralíu.Dreymdi um að spila fyrir Rauðu stjörnuna Hinn 24 ára gamli Degenek spilar fyrir landslið Ástralíu í dag en dreymdi alltaf um að spila fyrir Rauðu stjörnuna. Hann var aðeins eins og hálfs árs er fjölskyldan flúði fyrst út af stríðinu í Júgóslavíu. Þá áttu þau ekkert annað en traktor til að flýja á. Þau fóru því í níu daga ferðalag á traktornum með ekkert nema mjólk og brauð í nesti. Fjórum árum síðar þurftu þau aftur að flýja út af loftárásum NATO. Þá þurftu þau að hýsa í neðanjarðarbyrgi í tvo sólarhringa. „Þetta var stríð á milli tveggja trúa. Það var engin ástæða fyrir þessu stríði,“ saðgi Degenek. „Ég er ekki hrifinn af stjórnmálum. Þetta stríð tók sinn toll á fólkinu. Margir létust og fleiri misstu heimili sín. Öll þjóðerni misstu fólk í stríðinu og við neyddumst til að flýja. Við tölum ekki mikið um þetta heima hjá okkur. Þetta var hluti af lífinu og maður reynir að horfa til framtíðar.“Degenek glímir hér við Neymar.vísir/gettyÞað var ekki auðvelt fyrir Degenek og fjölskyldu að flytja til Ástralíu því ekkert þeirra kunni ensku. „Þarna breyttist líf okkar en fyrstu vikurnar voru erfiðar. Ég grét á hverju kvöldi í margar vikur því við vorum fjarri öllum ættingjum okkar. Ég gat ekki lengur hitt afa og ömmu. Þetta var erfitt,“ segir leikmaðurinn.Fór ungur til Þýskalands Það kom snemma í ljós að hann var efnilegur knattspyrnumaður. 17 ára gamall var hann svo kominn til Stuttgart í Þýskalandi þar sem hann var í þrjú ár áður en hann skipti yfir til 2. deildarlið 1860 München. Þaðan lá leiðin til Yokohama Mariners í Japan þar sem hann var í eitt og hálft ár áður en hann fór til Rauðu stjörnunnar. „Þó svo ég hafi ekki búið lengi í Serbíu dreymdi mig alltaf um að spila fyrir þetta félag. Allir í minni fjölskyldu styðja félagið og vonandi munu börnin mín einnig gera það,“ sagði Degenek stoltur. „Félagið hafði reynt að fá mig áður en tíminn var ekki réttur. Svo kom rétti tíminn og það var mikil gleði sem fylgdi því að geta gengið í raðir félagsins.“ Meistaradeild Evrópu Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Sjá meira
Rauða stjarnan frá Serbíu mætir Liverpool í Meistaradeildinni í kvöld. Saga Milos Degenek, leikmanns Rauðu stjörnunnar, er ótrúleg en hann átti afar erfiða æsku. Fjölskylda hans var tvisvar á flótta áður en hann varð sex ára gamall. Fyrst þurfti hún að flýja Króatíu og síðar Serbíu. Á endanum fór fjölskyldan alla leið til Ástralíu.Dreymdi um að spila fyrir Rauðu stjörnuna Hinn 24 ára gamli Degenek spilar fyrir landslið Ástralíu í dag en dreymdi alltaf um að spila fyrir Rauðu stjörnuna. Hann var aðeins eins og hálfs árs er fjölskyldan flúði fyrst út af stríðinu í Júgóslavíu. Þá áttu þau ekkert annað en traktor til að flýja á. Þau fóru því í níu daga ferðalag á traktornum með ekkert nema mjólk og brauð í nesti. Fjórum árum síðar þurftu þau aftur að flýja út af loftárásum NATO. Þá þurftu þau að hýsa í neðanjarðarbyrgi í tvo sólarhringa. „Þetta var stríð á milli tveggja trúa. Það var engin ástæða fyrir þessu stríði,“ saðgi Degenek. „Ég er ekki hrifinn af stjórnmálum. Þetta stríð tók sinn toll á fólkinu. Margir létust og fleiri misstu heimili sín. Öll þjóðerni misstu fólk í stríðinu og við neyddumst til að flýja. Við tölum ekki mikið um þetta heima hjá okkur. Þetta var hluti af lífinu og maður reynir að horfa til framtíðar.“Degenek glímir hér við Neymar.vísir/gettyÞað var ekki auðvelt fyrir Degenek og fjölskyldu að flytja til Ástralíu því ekkert þeirra kunni ensku. „Þarna breyttist líf okkar en fyrstu vikurnar voru erfiðar. Ég grét á hverju kvöldi í margar vikur því við vorum fjarri öllum ættingjum okkar. Ég gat ekki lengur hitt afa og ömmu. Þetta var erfitt,“ segir leikmaðurinn.Fór ungur til Þýskalands Það kom snemma í ljós að hann var efnilegur knattspyrnumaður. 17 ára gamall var hann svo kominn til Stuttgart í Þýskalandi þar sem hann var í þrjú ár áður en hann skipti yfir til 2. deildarlið 1860 München. Þaðan lá leiðin til Yokohama Mariners í Japan þar sem hann var í eitt og hálft ár áður en hann fór til Rauðu stjörnunnar. „Þó svo ég hafi ekki búið lengi í Serbíu dreymdi mig alltaf um að spila fyrir þetta félag. Allir í minni fjölskyldu styðja félagið og vonandi munu börnin mín einnig gera það,“ sagði Degenek stoltur. „Félagið hafði reynt að fá mig áður en tíminn var ekki réttur. Svo kom rétti tíminn og það var mikil gleði sem fylgdi því að geta gengið í raðir félagsins.“
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Sjá meira