Innlent

Fleiri snjóflóð af mannavöldum

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Grímsvötn.
Grímsvötn. Fréttablaðið/Anton

Snjóflóð af mannavöldum voru tíð veturinn 2017 og 2018 og svo virðist sem þau verði tíðari með hverjum vetrinum. Þetta kemur fram í skýrslu Veðurstofu Íslands um snjóflóð á Íslandi síðastliðinn vetur.

Alls voru skráð 63 slík snjóflóð. Eitt flóð féll í lok desember og sex í janúar en öll önnur flóð af mannavöldum, eða 56 snjóflóð, féllu á tveggja mánaða tímabili frá fyrstu viku marsmánaðar fram í miðjan maí.

Nokkrir slösuðust í þessum snjóflóðum. Þar á meðal var göngumaður sem slasaðist alvarlegra í snjóflóði við Ísafjörð í maí. Í sama mánuði voru tveir menn hætt komnir vegna ofkælingar eftir að hafa sett af stað snjóflóð í Grímsfjalli á Vatnajökli.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.