Innblásinn af Áslaugu Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 27. október 2018 07:00 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir sakar Þorstein Víglundsson um stuld á frumvarpi um stimpilgjöld. Hann bætir um betur og játar þjófnað á áfengisfrumvarpinu. Mynd/Samsett „Eigum við ekki að segja að eftirlíkingar séu besta hrósið,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir um stimpilgjaldafrumvarp Þorsteins Víglundssonar, þingmanns Viðreisnar, en virðist ekki skemmt yfir framlagningu frumvarpsins enda hefur hún sjálf ítrekað lagt fram frumvarp um afnám stimpilgjalda. „Ég held það þekkist ekki í vinnubrögðum þingsins að leggja fram frumvörp sem aðrir þingmenn hafa lagt fram án leyfis eða samráðs,“ segir Áslaug. Aðspurð segir hún Þorstein ekki hafa komið að máli við hana áður en hann lagði frumvarpið fram, en hann geti ekki hafa velkst í vafa um að hún hafi lagt sams konar frumvörp fram enda hafi hann setið í efnahags- og viðskiptanefnd þar sem frumvarp hennar hafi komið til umræðu. Aðspurður kannast Þorsteinn við málið og segist hafa heyrt pirring Áslaugar frá henni sjálfri. Frumvörpin tvö um stimpilgjöldin séu hins vegar ekki eins. Hennar lúti að afnámi stimpilgjalda vegna kaupa á fyrstu íbúð en hans að afnámi allra stimpilgjalda, ekki eingöngu einkaaðila heldur í atvinnulífinu. Hann sjái ekkert athugavert við að málin fái sameiginlega meðferð í þinginu enda skyld. Þorsteinn snýr talinu að áfengisfrumvarpinu svokallaða, enda komi pirringurinn vafalaust þaðan. Það vakti athygli í fyrra þegar Þorsteinn varð fyrsti flutningsmaður áfengisfrumvarpsins; máls sem ungir Sjálfstæðismenn hafa lagt fram á svo til hverju hausti um langt árabil. Þorsteinn segir að eftir kosningarnar 2016 hafi umræða skapast meðal frjálslyndra þingmanna um að nú væri lag að koma áfengismálinu í gegn enda jafn frjálslynt þing ekki verið kosið í ár og öld. Góður kjarni hafi verið myndaður um málið þann veturinn og málið komist alla leið til nefndar þar sem Pawel [Bartozek], fyrrverandi þingmaður Viðreisnar, hafi gert á því grundvallarbreytingar. „Pawel innti mig eftir því eftir kosningarnar hvort við hygðumst fylgja málinu eftir og bauðst til að setja mig inn í þær breytingar sem orðið hefðu.Ég setti málið í farveg í þinginu og þá var fyrsta mál á dagskrá að spyrja þá sem höfðu áður verið með málið hvort þeir yrðu með aftur. Þá kom Áslaug til mín og sakaði mig hálfpartinn um að stela málinu.“ Þorsteinn segir málið alls ekki það sama og það sem Sjálfstæðismenn hafa lagt fram enda ekki verið að opna á sölu áfengis í verslunum heldur fjalli frumvarpið að meginstefnu um heimild fyrir einkaaðila til að reka sérverslanir með áfengi. „Það má vera að það hafi verið byrjendamistök hjá mér að tala ekki við þau fyrr en fyrst og fremst vildi ég koma málinu fyrir þingið að nýju og ræddi að sjálfsögðu við þau um meðflutning. Síðan má velta fyrir sér hvort Sjálfstæðismenn líti á þetta sem æfingamál fyrir þingmenn sína sem gott sé að leggja fram á hverju ári en ekki fá afgreitt. Málið hefur ítrekað verið lagt fram af þingmönnum flokksins á meðan hann hefur átt í ríkisstjórnarsamstarfi en aldrei náð fram að ganga.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Tengdar fréttir Vilja afnema stimpilgjald af húsnæðiskaupum einstaklinga Átta þingmenn sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram frumvarp á Alþingi um að afnema stimpilgjöld til að auðvelda fólki að kaupa íbúðarhúsnæði. 16. desember 2017 17:12 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira
„Eigum við ekki að segja að eftirlíkingar séu besta hrósið,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir um stimpilgjaldafrumvarp Þorsteins Víglundssonar, þingmanns Viðreisnar, en virðist ekki skemmt yfir framlagningu frumvarpsins enda hefur hún sjálf ítrekað lagt fram frumvarp um afnám stimpilgjalda. „Ég held það þekkist ekki í vinnubrögðum þingsins að leggja fram frumvörp sem aðrir þingmenn hafa lagt fram án leyfis eða samráðs,“ segir Áslaug. Aðspurð segir hún Þorstein ekki hafa komið að máli við hana áður en hann lagði frumvarpið fram, en hann geti ekki hafa velkst í vafa um að hún hafi lagt sams konar frumvörp fram enda hafi hann setið í efnahags- og viðskiptanefnd þar sem frumvarp hennar hafi komið til umræðu. Aðspurður kannast Þorsteinn við málið og segist hafa heyrt pirring Áslaugar frá henni sjálfri. Frumvörpin tvö um stimpilgjöldin séu hins vegar ekki eins. Hennar lúti að afnámi stimpilgjalda vegna kaupa á fyrstu íbúð en hans að afnámi allra stimpilgjalda, ekki eingöngu einkaaðila heldur í atvinnulífinu. Hann sjái ekkert athugavert við að málin fái sameiginlega meðferð í þinginu enda skyld. Þorsteinn snýr talinu að áfengisfrumvarpinu svokallaða, enda komi pirringurinn vafalaust þaðan. Það vakti athygli í fyrra þegar Þorsteinn varð fyrsti flutningsmaður áfengisfrumvarpsins; máls sem ungir Sjálfstæðismenn hafa lagt fram á svo til hverju hausti um langt árabil. Þorsteinn segir að eftir kosningarnar 2016 hafi umræða skapast meðal frjálslyndra þingmanna um að nú væri lag að koma áfengismálinu í gegn enda jafn frjálslynt þing ekki verið kosið í ár og öld. Góður kjarni hafi verið myndaður um málið þann veturinn og málið komist alla leið til nefndar þar sem Pawel [Bartozek], fyrrverandi þingmaður Viðreisnar, hafi gert á því grundvallarbreytingar. „Pawel innti mig eftir því eftir kosningarnar hvort við hygðumst fylgja málinu eftir og bauðst til að setja mig inn í þær breytingar sem orðið hefðu.Ég setti málið í farveg í þinginu og þá var fyrsta mál á dagskrá að spyrja þá sem höfðu áður verið með málið hvort þeir yrðu með aftur. Þá kom Áslaug til mín og sakaði mig hálfpartinn um að stela málinu.“ Þorsteinn segir málið alls ekki það sama og það sem Sjálfstæðismenn hafa lagt fram enda ekki verið að opna á sölu áfengis í verslunum heldur fjalli frumvarpið að meginstefnu um heimild fyrir einkaaðila til að reka sérverslanir með áfengi. „Það má vera að það hafi verið byrjendamistök hjá mér að tala ekki við þau fyrr en fyrst og fremst vildi ég koma málinu fyrir þingið að nýju og ræddi að sjálfsögðu við þau um meðflutning. Síðan má velta fyrir sér hvort Sjálfstæðismenn líti á þetta sem æfingamál fyrir þingmenn sína sem gott sé að leggja fram á hverju ári en ekki fá afgreitt. Málið hefur ítrekað verið lagt fram af þingmönnum flokksins á meðan hann hefur átt í ríkisstjórnarsamstarfi en aldrei náð fram að ganga.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Tengdar fréttir Vilja afnema stimpilgjald af húsnæðiskaupum einstaklinga Átta þingmenn sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram frumvarp á Alþingi um að afnema stimpilgjöld til að auðvelda fólki að kaupa íbúðarhúsnæði. 16. desember 2017 17:12 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira
Vilja afnema stimpilgjald af húsnæðiskaupum einstaklinga Átta þingmenn sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram frumvarp á Alþingi um að afnema stimpilgjöld til að auðvelda fólki að kaupa íbúðarhúsnæði. 16. desember 2017 17:12