Eyjamenn fá helmingsafslátt í Herjólf Birgir Olgeirsson og Gissur Sigurðsson skrifa 29. október 2018 07:40 Stefnt er að því að sigla 7 sinnum á dag þegar nýi Herjólfur verður tekinn í notkun. Vísir/Einar Stjórn Herjólfs ohf., sem mun taka við rekstri nýju Vestmannaeyjaferjunnar 30. mars næstkomandi, hefur ákveðið siglingaráætlun og gjaldskrá frá þeim degi að telja og fjölgar ferðunum til muna frá því sem nú er. Siglt verður sjö sinnum á dag, eða á aðeins 75 mínútna fresti úr hvorri höfn, og er þá miðað við Landeyjahöfn. Í gjaldskránni munu Eyjamenn njóta sérkjara. Herjólfur ohf. er opinbert félag í eigu Vestmannaeyjabæjar sem var stofnað til að halda utan um rekstur nýrrar ferju Það voru Eyjafréttir sem birtu gjaldskrána en samkvæmt henni mun gjald fyrir fullorðna vera 1.600 krónur en 800 krónur fyrir þá sem eru með lögheimili í Vestmannaeyjum. Fyrir börn, 12 – 15 ára, mun kosta 800 krónur, en 400 krónur ef barnið er með lögheimili í Eyjum. Ellilífeyrisþegar greiða 800 krónur en þeir sem eru með lögheimili Eyjum greiða 400 krónur. Börn yngri en tólf ára greiða ekkert, sama hvar þau eru með lögheimili.Grafísk mynd af nýju Vestmannaeyjaferjunni sem hefur siglingar í vor.Þeir sem ætla með reiðhjól í nýja Herjólf þurfa að reiða fram 800 krónur en þeir sem eru með lögheimili Eyjum greiða 400 krónur fyrir hjólið. Að fara með bifhjól í Herjólf mun kosta 1.600 krónur en 800 krónur fyrir eigendur bifhjóla með lögheimili í Vestmannaeyjum. Það mun kosta 2.300 krónur að fara með bifreið undir fimm metrum að lengd í Herjólf en 1.500 fyrir þá sem eru með lögheimili í Vestmannaeyjum. Eigendur bifreiða sem eru lengri en fimm metrar greiða 3.000 krónur en það mun kosta 1.500 krónur fyrir þá sem eru með lögheimili í Eyjum. Til að koma farartæki með vagn, kerru, hjólhýsi eða sambærilegum eftirvögnum þarf að greiða 6.000 krónur en 3.000 krónur eftir viðkomandi er með lögheimili Eyjum. Bæði siglingaáætlun og tillaga stjórnar að gjaldskrá eru lagðar fram og samþykktar með fyrirvara um samþykki Vegagerðarinnar. Nokkrar tafir hafa orðið á afhendingu nýju ferjunnar, sem verið er að smíða í Póllandi, meðal annars vegna breytinga sem gerðar voru á henni á smíðatímanum. Herjólfur Tengdar fréttir Telur bæjarstjóra svívirða saklausan mann sem eitt sinn taldist svarinn andstæðingur hans Íris Róbertsdóttir og Elliði Vignisson deila um kaup Herjólfs ohf. á lögfræðiþjónustu frá lögmannsstofu stjórnarformanns félagsins, Lúðvík Bergvinssyni. 25. október 2018 17:00 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar Sjá meira
Stjórn Herjólfs ohf., sem mun taka við rekstri nýju Vestmannaeyjaferjunnar 30. mars næstkomandi, hefur ákveðið siglingaráætlun og gjaldskrá frá þeim degi að telja og fjölgar ferðunum til muna frá því sem nú er. Siglt verður sjö sinnum á dag, eða á aðeins 75 mínútna fresti úr hvorri höfn, og er þá miðað við Landeyjahöfn. Í gjaldskránni munu Eyjamenn njóta sérkjara. Herjólfur ohf. er opinbert félag í eigu Vestmannaeyjabæjar sem var stofnað til að halda utan um rekstur nýrrar ferju Það voru Eyjafréttir sem birtu gjaldskrána en samkvæmt henni mun gjald fyrir fullorðna vera 1.600 krónur en 800 krónur fyrir þá sem eru með lögheimili í Vestmannaeyjum. Fyrir börn, 12 – 15 ára, mun kosta 800 krónur, en 400 krónur ef barnið er með lögheimili í Eyjum. Ellilífeyrisþegar greiða 800 krónur en þeir sem eru með lögheimili Eyjum greiða 400 krónur. Börn yngri en tólf ára greiða ekkert, sama hvar þau eru með lögheimili.Grafísk mynd af nýju Vestmannaeyjaferjunni sem hefur siglingar í vor.Þeir sem ætla með reiðhjól í nýja Herjólf þurfa að reiða fram 800 krónur en þeir sem eru með lögheimili Eyjum greiða 400 krónur fyrir hjólið. Að fara með bifhjól í Herjólf mun kosta 1.600 krónur en 800 krónur fyrir eigendur bifhjóla með lögheimili í Vestmannaeyjum. Það mun kosta 2.300 krónur að fara með bifreið undir fimm metrum að lengd í Herjólf en 1.500 fyrir þá sem eru með lögheimili í Vestmannaeyjum. Eigendur bifreiða sem eru lengri en fimm metrar greiða 3.000 krónur en það mun kosta 1.500 krónur fyrir þá sem eru með lögheimili í Eyjum. Til að koma farartæki með vagn, kerru, hjólhýsi eða sambærilegum eftirvögnum þarf að greiða 6.000 krónur en 3.000 krónur eftir viðkomandi er með lögheimili Eyjum. Bæði siglingaáætlun og tillaga stjórnar að gjaldskrá eru lagðar fram og samþykktar með fyrirvara um samþykki Vegagerðarinnar. Nokkrar tafir hafa orðið á afhendingu nýju ferjunnar, sem verið er að smíða í Póllandi, meðal annars vegna breytinga sem gerðar voru á henni á smíðatímanum.
Herjólfur Tengdar fréttir Telur bæjarstjóra svívirða saklausan mann sem eitt sinn taldist svarinn andstæðingur hans Íris Róbertsdóttir og Elliði Vignisson deila um kaup Herjólfs ohf. á lögfræðiþjónustu frá lögmannsstofu stjórnarformanns félagsins, Lúðvík Bergvinssyni. 25. október 2018 17:00 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar Sjá meira
Telur bæjarstjóra svívirða saklausan mann sem eitt sinn taldist svarinn andstæðingur hans Íris Róbertsdóttir og Elliði Vignisson deila um kaup Herjólfs ohf. á lögfræðiþjónustu frá lögmannsstofu stjórnarformanns félagsins, Lúðvík Bergvinssyni. 25. október 2018 17:00