Enski boltinn

Twitter-síða með átján milljónir fylgjenda teiknaði fallega mynd af marki Gylfa

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gylfi í leiknum um helgina.
Gylfi í leiknum um helgina. vísir/getty
Það eru ekki bara Íslendingar sem eru að tala um frábært mark Gylfa Sigurðssonar gegn Leicester um helgina.

Enska úrvalsdeildin er með rúmlega átján milljónir fylgjenda á Twitter-síðu sinni og þeir birtu mynd tileinkuð Gylfa á síðu sinni.

Þar var ansi falleg teikning af marki Gylfa en þar segir að myndin sé tileinkuð Gylfa enda var þetta hans 50. mark í ensku úrvalsdeildinni.

Það er vonandi að Gylfi haldi áfram að skora falleg mörk en næsti leikur hans er með íslenska landsliðinu sem mætir Frökkum annað kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×