Enski boltinn

Twitter-síða með átján milljónir fylgjenda teiknaði fallega mynd af marki Gylfa

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gylfi í leiknum um helgina.
Gylfi í leiknum um helgina. vísir/getty

Það eru ekki bara Íslendingar sem eru að tala um frábært mark Gylfa Sigurðssonar gegn Leicester um helgina.

Enska úrvalsdeildin er með rúmlega átján milljónir fylgjenda á Twitter-síðu sinni og þeir birtu mynd tileinkuð Gylfa á síðu sinni.

Þar var ansi falleg teikning af marki Gylfa en þar segir að myndin sé tileinkuð Gylfa enda var þetta hans 50. mark í ensku úrvalsdeildinni.

Það er vonandi að Gylfi haldi áfram að skora falleg mörk en næsti leikur hans er með íslenska landsliðinu sem mætir Frökkum annað kvöld.

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.