Enski boltinn

Nefndu hringtorg eftir stjóranum sem kom þeim í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Pellegrini er í guðatölu í Malaga.
Pellegrini er í guðatölu í Malaga. vísir/getty
Manuel Pellegrini, núverandi stjóri West Ham og fyrrverandi stjóri Malaga, er enn í miklum metum á Spáni en hann gerði frábæra hluti með Malaga.

Pellegrini kom Malaga meðal annars í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar tímabilið 2012/2013 eftir að hafa endað í fjórða sæti í spænsku úrvalsdeildinni árið áður.

Nú, nokkrum árum síðar, hafa menn á Costa del Sol ákveðið að skýra hringtorg eftir Pellegrini en undir stjórn hans náði Malaga sínum besta árangri.

Á síðasta ári féll Malaga úr deild þeirra bestu en er hringtorgið var opnað í gær sagði Pellegrini að hann vonaðist til að sjá liðið meðal þeirra bestu á ný.

„Þetta voru þrjú frábær ár. Ég er ánægður að liðið sé að reyna koma sér aftur í úrvalsdeildina því þar á það heima,” sagði Pellegrini.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×