Enski boltinn

Nefndu hringtorg eftir stjóranum sem kom þeim í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Pellegrini er í guðatölu í Malaga.
Pellegrini er í guðatölu í Malaga. vísir/getty

Manuel Pellegrini, núverandi stjóri West Ham og fyrrverandi stjóri Malaga, er enn í miklum metum á Spáni en hann gerði frábæra hluti með Malaga.

Pellegrini kom Malaga meðal annars í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar tímabilið 2012/2013 eftir að hafa endað í fjórða sæti í spænsku úrvalsdeildinni árið áður.

Nú, nokkrum árum síðar, hafa menn á Costa del Sol ákveðið að skýra hringtorg eftir Pellegrini en undir stjórn hans náði Malaga sínum besta árangri.

Á síðasta ári féll Malaga úr deild þeirra bestu en er hringtorgið var opnað í gær sagði Pellegrini að hann vonaðist til að sjá liðið meðal þeirra bestu á ný.

„Þetta voru þrjú frábær ár. Ég er ánægður að liðið sé að reyna koma sér aftur í úrvalsdeildina því þar á það heima,” sagði Pellegrini.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.