Enski boltinn

Matic gæti misst af leiknum við Chelsea

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Matic er fastamaður á miðjunni hjá United
Matic er fastamaður á miðjunni hjá United Vísir/Getty

Nemanja Matic gæti misst af leik Manchester United og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni vegna bakmeiðsla.

ESPN greinir frá því í dag að það sé óvíst hvort Matic nái leiknum við Chelsea þann 20. október næst komandi.

Hann fór til móts við serbneska landsliðshópinn eftir leik United og Newcastle á laugardaginn en var sendur aftur heim til Manchester vegna meiðslanna.

Marouane Fellaini æfði ekki með belgíska landsliðinu í gær vegna kvefs. Hann er þó enn í landsliðshópnum og gæti komið við sögu í leikjunum gegn Sviss og Hollandi.

United á fram undan erfiða leikjadagskrá eftir landsleikjahléð, liðið mætir Juventus tvisvar, Everton, Manchester City, Bournemouth og Chelsea í næstu sex leikjum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.