Ráðlagði lestur á úrskurðinum svo „farið væri rétt með“ en fór sjálf með rangt mál Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. október 2018 20:50 Björt Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri og fyrrverandi umhverfisráðherra. Fréttablaðið/Stefán Björt Ólafsdóttir, fyrrverandi umhverfis- og auðlindaráðherra, virðist fara ranglega með forsendur niðurstöðu úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í grein sem birtist eftir hana í Fréttablaðinu í morgun. Björt byrjar þó greinina, sem ber titilinn Dugleysið, á því að ráðleggja þeim sem fjalla opinberlega um málið að „lesa fyrst úrskurðinn og fara rétt með.“ Í grein Bjartar er fjallað um úrskurði nefndarinnar í máli Fjarðarlax ehf. og Arctic Sea Farm ehf. Eins og fjallað hefur verið um í fjölmiðlun felldi nefndin úr gildi ákvarðanir Matvælastofnunar um að veita fyrirtækjunum rekstrarleyfi fyrir fiskeldi á Vestfjörðum. „Margir hafa eðlilega mikla skoðun á þessu en ráðlegt væri að þeir sem opinberlega fjalla um málið læsu fyrst úrskurðinn og færu rétt með,“ skrifar Björt. Hún reifar hins vegar sjálf ekki forsendur fyrir niðurstöðu nefndarinnar í greininni heldur aðeins málsrök kærenda, sem ekki var fjallað um í niðurstöðum úrskurðarins. Vísar hún til þessara málsraka líkt og um sé að ræða áðurnefndar forsendur fyrir niðurstöðunni.Sjá einnig: Segja að ef nægum þrýstingi sé beitt víki umhverfisverndNefndin kemst að þeirri niðurstöðu að meginforsenda fyrir úrskurðinum í tilfelli beggja fyrirtækja hafi verið sá ágalli, að ekki þótti sýnt fram á í mati á umhverfisáhrifum að enginn annar mögulegur framkvæmdakostur hafi getað komið til greina. Úrskurðina í málum Fjarðarlax og Arctic Sea Farm má lesa hér og hér.„Fyrir það fyrsta rekur nefndin hvernig meiriháttar annmarkar hafi verið á allri málsmeðferð hvað varðar laxeldi í sjó af hendi íslenskra stjórnvalda í áraraðir. Samkvæmt 2. málslið 40. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands geta stjórnvöld ekki afhent eignar- eða afnotarétt að hafsvæði við landið sé ekki fyrir hendi sérstök lagaheimild til hinnar tilteknu ráðstöfunar hafsvæðisins. Hún sé ekki til staðar og þannig brjóti leyfisveitingarnar almennt gegn stjórnarskránni,“ skrifar Björt. Stjórnarskrárgreinin sem Björt vísar til er aðeins nefnd í málsrökum kærenda en ekki í niðurstöðu nefndarinnar. „Í öðru lagi tiltekur nefndin að Umhverfisstofnun hafi ekki tekið afstöðu eins og henni bar lögum samkvæmt til fyrirliggjandi mats á hættu á erfðamengun villtra laxa vegna laxeldis, mengunar í fjörðum (sem í þessu tilfelli er á við óhreinsað skolp frá 110 þúsund manna byggð að því er fram kemur í matsgögnum) og sjúkdóma í eldisfiski á við laxalús,“ segir jafnframt í grein Bjartar. Aftur reifar Björt málsrök kærenda en ekki niðurstöður nefndarinnar. „Í þriðja lagi en ekki í síðasta lagi fjallar nefndin um þá staðreynd sem sé einnig ein og sér óhjákvæmilega umsvifalaus ógilding starfsleyfa, að fjarlægð á milli eldissvæða ótengdra aðila í þessum máli er ekki samkvæmt reglugerðum,“ skrifar Björt en ekki er komið inn á umrætt atriði í niðurstöðu nefndarinnar.Ekki náðist í Björt Ólafsdóttur við vinnslu þessarar fréttar. Alþingi Fiskeldi Tengdar fréttir Yfirlýsing SVFR vegna breytinga á fiskeldislögum Mikil umræða hefur verið innan samfélags veiðimanna um þær breytingar á lögum um fiskeldi sem Alþingi samþykkti. 10. október 2018 15:04 Segja að ef nægum þrýstingi sé beitt víki umhverfisvernd Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landssambandi veiðifélaga en lýsir sambandið einnig furðu sinni á því að hafa á engu stigi fengið að hafa umsögn um umrædda lagasetningu. 10. október 2018 11:29 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Björt Ólafsdóttir, fyrrverandi umhverfis- og auðlindaráðherra, virðist fara ranglega með forsendur niðurstöðu úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í grein sem birtist eftir hana í Fréttablaðinu í morgun. Björt byrjar þó greinina, sem ber titilinn Dugleysið, á því að ráðleggja þeim sem fjalla opinberlega um málið að „lesa fyrst úrskurðinn og fara rétt með.“ Í grein Bjartar er fjallað um úrskurði nefndarinnar í máli Fjarðarlax ehf. og Arctic Sea Farm ehf. Eins og fjallað hefur verið um í fjölmiðlun felldi nefndin úr gildi ákvarðanir Matvælastofnunar um að veita fyrirtækjunum rekstrarleyfi fyrir fiskeldi á Vestfjörðum. „Margir hafa eðlilega mikla skoðun á þessu en ráðlegt væri að þeir sem opinberlega fjalla um málið læsu fyrst úrskurðinn og færu rétt með,“ skrifar Björt. Hún reifar hins vegar sjálf ekki forsendur fyrir niðurstöðu nefndarinnar í greininni heldur aðeins málsrök kærenda, sem ekki var fjallað um í niðurstöðum úrskurðarins. Vísar hún til þessara málsraka líkt og um sé að ræða áðurnefndar forsendur fyrir niðurstöðunni.Sjá einnig: Segja að ef nægum þrýstingi sé beitt víki umhverfisverndNefndin kemst að þeirri niðurstöðu að meginforsenda fyrir úrskurðinum í tilfelli beggja fyrirtækja hafi verið sá ágalli, að ekki þótti sýnt fram á í mati á umhverfisáhrifum að enginn annar mögulegur framkvæmdakostur hafi getað komið til greina. Úrskurðina í málum Fjarðarlax og Arctic Sea Farm má lesa hér og hér.„Fyrir það fyrsta rekur nefndin hvernig meiriháttar annmarkar hafi verið á allri málsmeðferð hvað varðar laxeldi í sjó af hendi íslenskra stjórnvalda í áraraðir. Samkvæmt 2. málslið 40. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands geta stjórnvöld ekki afhent eignar- eða afnotarétt að hafsvæði við landið sé ekki fyrir hendi sérstök lagaheimild til hinnar tilteknu ráðstöfunar hafsvæðisins. Hún sé ekki til staðar og þannig brjóti leyfisveitingarnar almennt gegn stjórnarskránni,“ skrifar Björt. Stjórnarskrárgreinin sem Björt vísar til er aðeins nefnd í málsrökum kærenda en ekki í niðurstöðu nefndarinnar. „Í öðru lagi tiltekur nefndin að Umhverfisstofnun hafi ekki tekið afstöðu eins og henni bar lögum samkvæmt til fyrirliggjandi mats á hættu á erfðamengun villtra laxa vegna laxeldis, mengunar í fjörðum (sem í þessu tilfelli er á við óhreinsað skolp frá 110 þúsund manna byggð að því er fram kemur í matsgögnum) og sjúkdóma í eldisfiski á við laxalús,“ segir jafnframt í grein Bjartar. Aftur reifar Björt málsrök kærenda en ekki niðurstöður nefndarinnar. „Í þriðja lagi en ekki í síðasta lagi fjallar nefndin um þá staðreynd sem sé einnig ein og sér óhjákvæmilega umsvifalaus ógilding starfsleyfa, að fjarlægð á milli eldissvæða ótengdra aðila í þessum máli er ekki samkvæmt reglugerðum,“ skrifar Björt en ekki er komið inn á umrætt atriði í niðurstöðu nefndarinnar.Ekki náðist í Björt Ólafsdóttur við vinnslu þessarar fréttar.
Alþingi Fiskeldi Tengdar fréttir Yfirlýsing SVFR vegna breytinga á fiskeldislögum Mikil umræða hefur verið innan samfélags veiðimanna um þær breytingar á lögum um fiskeldi sem Alþingi samþykkti. 10. október 2018 15:04 Segja að ef nægum þrýstingi sé beitt víki umhverfisvernd Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landssambandi veiðifélaga en lýsir sambandið einnig furðu sinni á því að hafa á engu stigi fengið að hafa umsögn um umrædda lagasetningu. 10. október 2018 11:29 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Yfirlýsing SVFR vegna breytinga á fiskeldislögum Mikil umræða hefur verið innan samfélags veiðimanna um þær breytingar á lögum um fiskeldi sem Alþingi samþykkti. 10. október 2018 15:04
Segja að ef nægum þrýstingi sé beitt víki umhverfisvernd Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landssambandi veiðifélaga en lýsir sambandið einnig furðu sinni á því að hafa á engu stigi fengið að hafa umsögn um umrædda lagasetningu. 10. október 2018 11:29
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent