Enski boltinn

Dean Smith ráðinn stjóri Aston Villa

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
mynd/aston villa
Dean Smith er nýr knattspyrnustjóri Birkis Bjarnasonar hjá Aston Villa. John Terry verður Smith til aðstoðar.

Steve Bruce var rekinn frá Villa í síðustu viku og hafa mörg stór nöfn verið orðuðu við stjórastöðuna síðan, meðal annars Thierry Henry og Roberto Martinez.

Smith er hins vegar maðurinn sem forráðamenn Villa ætla að treysta á. Hann kemur til Villa frá Brentfort, sem situr átta sætum ofar en Villa í ensku B-deildinni. 

John Terry sagði frá því í síðustu viku að hann væri hættur fótboltaiðkun og er hann nú kominn í þjálfun sem aðstoðarmaður Smith. Við sama tilefni greindi Villa einnig frá því að Jesus Garcia Pitarch yrði nýr yfirmaður íþróttamála hjá félaginu.



 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×