Enski boltinn

Tottenham vill spila fyrsta heimaleikinn 15. desember

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Svona lítur nýi völlurinn út í dag
Svona lítur nýi völlurinn út í dag mynd/tottenham
Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley verða fyrstu gestir nýs heimavallar Tottenham ef áætlanir ganga eftir.

Nýi heimavöllurinn átti upphaflega að vera tilbúinn fyrir tímabilið en framkvæmdirnar hafa dregist á langinn og nú er markmiðið að geta spilað fyrsta heimaleikinn fyrir jól.

Samkvæmt heimildum Telegraph ætla forráðamenn Spurs að reyna að ná fyrsta heimaleiknum á nýja vellinum 15. desember gegn Burnley.

Kostnaður við völlinn er talinn kominn yfir milljarð punda, en upphaflega átti hann að kosta 850 milljónir. Völlurinn er talinn verða sá besti í Evrópu þegar hann verður tilbúinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×