Enski boltinn

Tottenham vill spila fyrsta heimaleikinn 15. desember

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Svona lítur nýi völlurinn út í dag
Svona lítur nýi völlurinn út í dag mynd/tottenham

Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley verða fyrstu gestir nýs heimavallar Tottenham ef áætlanir ganga eftir.

Nýi heimavöllurinn átti upphaflega að vera tilbúinn fyrir tímabilið en framkvæmdirnar hafa dregist á langinn og nú er markmiðið að geta spilað fyrsta heimaleikinn fyrir jól.

Samkvæmt heimildum Telegraph ætla forráðamenn Spurs að reyna að ná fyrsta heimaleiknum á nýja vellinum 15. desember gegn Burnley.

Kostnaður við völlinn er talinn kominn yfir milljarð punda, en upphaflega átti hann að kosta 850 milljónir. Völlurinn er talinn verða sá besti í Evrópu þegar hann verður tilbúinn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.