Enski boltinn

Pickford segir að tómur völlur muni vonandi hjálpa Englandi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Pickford í leik með Everton gegn Leicester á dögunum.
Pickford í leik með Everton gegn Leicester á dögunum. vísir/getty

Jordan Pickford, markvörður Everton og enska landsliðsins, segir að tómur völlur í Króatíu muni vonandi hjálpa enska landsliðinu.

England mætir Króatíu í Þjóðadeildinni en Króatar fengu bann eftir að allt nasista-merki var merkt á völlinn fyrir leik gegn Ítalíu í undankeppni EM 2016.

„Við í Everton spiluðum þarna í Evrópudeildinni gegn Hajduk Spit og það var allt vitlaust þarna. Stuðningsmennirnir voru brjálaðir en ég naut þess þó og þetta náði mér upp fyrir leikinn,” sagði Pickford við Sky Sports.

„En nú förum við og spilum gegn liði sem er ekki með neina á vellinum en vonandi gefur þetta okkur yfirhöndina að fara á útivöll án þess að það séu stuðningsmenn. Þetta verður öðruvísi en það er bara hvernig þú tekur þessu.”

Pickford var aðalmarkvörður Englands á HM í sumar og var hann ánægður með frammistöðu sína.

„Ég hvíli mig aldrei og vonandi ég verð ég númer eitt. Mér fannst ég fá tækifærið á HM og grípa það. Stuðningsmennirnir myndu líklega einnig segja að ég hafi gert það en samkeppnin um stöðuna er mjög góð,” sagði Pickford að lokum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.