Fótbolti

Bendtner ákærður fyrir líkamsáras á leigubílstjóra

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bendtner gæti verið í vandræðum.
Bendtner gæti verið í vandræðum. vísir/getty

Nicklas Bendtner, framherji Rosenborg í Noregi, hefur verið ákærður fyrir líkamsáras en hann réðst á leigubílstjóra í Danmörku í síðasta mánuði.

Atvikið vakti mikla athygli í síðasta mánuði en Bendtner hefur ekki spila með Rosenborg síðan atburðarásin átti sér stað. Nú hefur verið ákært í málinu.

Bendtner er ekki bara ákærður í málinu heldur er leigubílstjórinn einnig ákærður fyrir ofbeldi gagnvart Bendtner. Þetta staðfesti Mette Grith Stage, lögmaður ökumannsins.

Frá upphafi í málinu hefur Bendtner neitað sök en leigubílstjórinn kjálkabrotnaði i látunum. Rosenborg neitaði að tjá sig um málið er norska ríkissjónvarpið hafði samband við félagið.

Fyrr í vikunni sagði framkvæmdarstjóri Rosenborg, Tove Moye Dyrhaug, að félagið myndi ekki taka ákvörðun varðandi Bendtner fyrr en að lögreglan hafði komið að niðurstöðu í málinu.

Málið verður tekið fyrir í dómstólum Kaupmannahafnar 2. nóvember.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.