Enski boltinn

Gasidiz vill endurnýja kynnin við Ramsey

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hvað gerir Ramsey í sumar?
Hvað gerir Ramsey í sumar? vísir/getty

Nýjasti stjórnarformaður AC Milan, Ivan Gasidiz, hefur nú þegar sett sig í samband við Aaron Ramsey og vill fá hann til félagsins í sumar.

Samningur Ramsey við Arsenal rennur út næsta sumar en samningaviðræðurnar hafa gengið afar illa. Nú er það orðið nokkuð ljóst að Ramsey er að yfirgefa Emirates.

Gasidiz skipti frá Arsenal til Milan í síðasta mánuði og ítalski miðillinn Corriere dello Sport greinir nú frá því að Ivan vilji endurnýja kynninn við Wales-verjann.

Gasidiz og Ramsey eru taldir ná mjög vel saman en auk þess að vera orðaður við AC Milan eru lið eins og Chelsea, Juventus og Liverpool einnig í umræðunni er rætt er um næsta áfangastað Ramsey.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.