Fótbolti

Byrjunarliðið gegn Frökkum: Rúnar Alex í markinu

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Byrjunarlið Íslands gegn Frökkum
Byrjunarlið Íslands gegn Frökkum mynd/ksí

Rúnar Alex Rúnarsson byrjar í marki Íslands gegn heimsmeisturum Frakka. Kári Árnason snýr aftur í vörnina.

Ísland stillir upp í 4-5-1 leikkerfi með Alfreð Finnbogason fremstan. Gylfi Þór Sigurðsson er fyrir aftan hann í sinni bestu stöðu.

Arnór Ingvi Traustason fær að reyna fyrir sér á vinstri kantinum og fyrir aftan hann er Birkir Már Sævarsson, maður sem venjulega er í hægri bakverðinum en ekki þeim vinstri.

Í hægri bakverðinum er Hólmar Örn Eyjólfsson og Kári Árnason snýr aftur í miðvörðinn í stað Sverris Inga Ingasonar.

Birkir Bjarnason og Rúnar Már Sigurjónsson eru á miðsvæðinu og Jóhann Berg Guðmundsson á vinstri kantinum.

Leikur Frakklands og Íslands byrjar klukkan 19:00 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.


 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.