Menntamálaráðherra líst vel á að halda heimsmeistaramótið í skák í Reykjavík Heimir Már Pétursson skrifar 11. október 2018 19:30 Menntamálaráðherra hefur lýst áhuga á að skoða með Skáksambandi Íslands möguleika á því að heimsmeistaramótið í skák fari fram í Reykjavík árið 2022, þegar fimmtíu ár verða liðin frá einvígi aldarinnar árið 1972. Það gekk mikið á bæði fyrir heimsmeistaraeinvígið í skák og meðan á því stóð þegar Bobby Fisher náði að vinna titilinn af Boris Spassky í Laugardalshöll sumarið 1972. Einvígið kom Íslandi í heimsfréttirnar svo vikum skipti og allir helstu fjölmiðlar heims sendu fulltrúa sína til landsins og má fullyrða að ekkert heimsmeistaraeinvígi hafi hlotið aðra eins athygli. Gunnar Björnsson forseti Skáksambands Íslands segir sambandið stefna á að fá mótið aftur til landsins árið 2022. „Þetta er svona hugmynd sem hefur komið upp. Ég hitti nýjan forseta FIDE Arkady Dvorkovich og ræddi við hann um þessa hugmynd og honum leist bara mjög vel á,“ segir Gunnar. Næsta einvígi verður í Lundúnum í nóvember en ekki hefur verið ákveðið var það verður haldið árið 2020, hvað þá árið 2022. En langur aðdragandi getur verið að því að fá að halda heimsmeistaraeinvígið hverju sinni. „Ég held að menn þyrftu að byrja að pæla að alvöru í þessu árið 2019 eða tuttugu. Það hittist nú svo vel á að forseti FIDE er búinn að boða komu sína á Reykjavíkurskákmótið í apríl á næsta ári og þá er náttúrlega tilvalið að ræða þetta betur við hann. Skáksambandið gæti ekki eitt staðið undir kostnaði við mót sem þetta og að því þyrftu einkafyrirtæki og opinberir aðilar að koma að málum með fjárhagslegan stuðning. „Ég er bara mjög bjartsýnn. Ég fékk símtal frá Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra í morgun þar sem hún líst stuðningi við þetta framtak og hvatti okkur til dáða,“ segir Gunnar. Reikna megi með að kostnaður við einvígið verði um 700 milljónir og þar af verðlaunafé um 150 milljónir. Fleiri kunni að bjóða í mótið en Íslendingar. „En við hljótum auðvitað að standa sterkt að vígi með fimmtíu ára sögu einvígis allra tíma eins og við köllum það í dag,“ segir Gunnar Björnsson. Skák Einvígi aldarinnar Mest lesið Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Innlent Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Sjá meira
Menntamálaráðherra hefur lýst áhuga á að skoða með Skáksambandi Íslands möguleika á því að heimsmeistaramótið í skák fari fram í Reykjavík árið 2022, þegar fimmtíu ár verða liðin frá einvígi aldarinnar árið 1972. Það gekk mikið á bæði fyrir heimsmeistaraeinvígið í skák og meðan á því stóð þegar Bobby Fisher náði að vinna titilinn af Boris Spassky í Laugardalshöll sumarið 1972. Einvígið kom Íslandi í heimsfréttirnar svo vikum skipti og allir helstu fjölmiðlar heims sendu fulltrúa sína til landsins og má fullyrða að ekkert heimsmeistaraeinvígi hafi hlotið aðra eins athygli. Gunnar Björnsson forseti Skáksambands Íslands segir sambandið stefna á að fá mótið aftur til landsins árið 2022. „Þetta er svona hugmynd sem hefur komið upp. Ég hitti nýjan forseta FIDE Arkady Dvorkovich og ræddi við hann um þessa hugmynd og honum leist bara mjög vel á,“ segir Gunnar. Næsta einvígi verður í Lundúnum í nóvember en ekki hefur verið ákveðið var það verður haldið árið 2020, hvað þá árið 2022. En langur aðdragandi getur verið að því að fá að halda heimsmeistaraeinvígið hverju sinni. „Ég held að menn þyrftu að byrja að pæla að alvöru í þessu árið 2019 eða tuttugu. Það hittist nú svo vel á að forseti FIDE er búinn að boða komu sína á Reykjavíkurskákmótið í apríl á næsta ári og þá er náttúrlega tilvalið að ræða þetta betur við hann. Skáksambandið gæti ekki eitt staðið undir kostnaði við mót sem þetta og að því þyrftu einkafyrirtæki og opinberir aðilar að koma að málum með fjárhagslegan stuðning. „Ég er bara mjög bjartsýnn. Ég fékk símtal frá Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra í morgun þar sem hún líst stuðningi við þetta framtak og hvatti okkur til dáða,“ segir Gunnar. Reikna megi með að kostnaður við einvígið verði um 700 milljónir og þar af verðlaunafé um 150 milljónir. Fleiri kunni að bjóða í mótið en Íslendingar. „En við hljótum auðvitað að standa sterkt að vígi með fimmtíu ára sögu einvígis allra tíma eins og við köllum það í dag,“ segir Gunnar Björnsson.
Skák Einvígi aldarinnar Mest lesið Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Innlent Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Sjá meira