Hamrén: Vonandi fá strákarnir fullan völl á mánudag Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. október 2018 21:29 Erik Hamrén. Erik Hamrén, landsliðsþjálfari Íslands, reiknaði ekki með því fyrir leik að hann myndi verða svekktur með 2-2 jafntefli gegn heimsmeisturum Frakklands á útivelli. Það var engu að síður raunin í kvöld. „Mér líður vel. Ég er stoltur af liðinu og við ræddum það fyrir leik að bæta viðhorf okkar. Ég var ánægður með það í kvöld. Við vildum líka bæta vörnina okkar eftir töp í síðustu leikjum,“ sagði Hamrén við Henry Birgi Gunnarsson í Guingamp í kvöld. „Við byrjuðum illa í Þjóðadeildinni í haust, sérstaklega í fyrsta leiknum [6-0 tap gegn Sviss]. Það var bæting í næsta leik [gegn Belgíu] en gerðum mistök í þeim leik og töpuðum 3-0,“ sagði hann. „Í dag vorum við með gæði í að klára færin en við sköpuðum líka fleiri góð færi. Það var frábært viðhorf í okkar mönnum. Strax eftir jöfnunarmark Frakka þá förum við strax fram og sköpum okkur færi. Það fannst mér frábært.“ Hamrén sagði að það hafi verið margt gott við frammistöðu Íslands í kvöld. „Þetta er það sem ég vildi sjá hjá okkar liði. Ísland hefur gert þetta gegn góðum liðum áður og ég vildi sjá þetta sjálfur. Núna vitum við hvað við eigum að gera - ég vona að þetta haldi áfram á þessum nótum og þá sérstaklega viðhorfið sem leikmennirnir sýndum í kvöld. Við vildum vinna návígin og vinna saman.“ „Okkur vantaði líka leiðtoga í fyrstu tvo leikina en í dag vorum við með marga leiðtoga inni á vellinum,“ sagði Hamrén enn frekar. Ísland mætir Sviss í Þjóðadeildinni á mánudag og telur Hamrén að okkar menn eigi möguleika á sigri. „Ég held að við getum unnið, jafnvel þó svo að við töpuðum fyrir þeim 6-0 síðast. Nú þurfum við að jafna okkur og fylla á tankinn. Við þurfum orku til að endurtaka frammistöðuna í dag. Þá getum við unnið leikinn. En ég vona að við fáum fullan völl á mánudag,“ sagði hann en fyrr í vikunni var einungis búið að selja fimm þúsund miða á leikinn. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga Fótbolti Fleiri fréttir Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Sjá meira
Erik Hamrén, landsliðsþjálfari Íslands, reiknaði ekki með því fyrir leik að hann myndi verða svekktur með 2-2 jafntefli gegn heimsmeisturum Frakklands á útivelli. Það var engu að síður raunin í kvöld. „Mér líður vel. Ég er stoltur af liðinu og við ræddum það fyrir leik að bæta viðhorf okkar. Ég var ánægður með það í kvöld. Við vildum líka bæta vörnina okkar eftir töp í síðustu leikjum,“ sagði Hamrén við Henry Birgi Gunnarsson í Guingamp í kvöld. „Við byrjuðum illa í Þjóðadeildinni í haust, sérstaklega í fyrsta leiknum [6-0 tap gegn Sviss]. Það var bæting í næsta leik [gegn Belgíu] en gerðum mistök í þeim leik og töpuðum 3-0,“ sagði hann. „Í dag vorum við með gæði í að klára færin en við sköpuðum líka fleiri góð færi. Það var frábært viðhorf í okkar mönnum. Strax eftir jöfnunarmark Frakka þá förum við strax fram og sköpum okkur færi. Það fannst mér frábært.“ Hamrén sagði að það hafi verið margt gott við frammistöðu Íslands í kvöld. „Þetta er það sem ég vildi sjá hjá okkar liði. Ísland hefur gert þetta gegn góðum liðum áður og ég vildi sjá þetta sjálfur. Núna vitum við hvað við eigum að gera - ég vona að þetta haldi áfram á þessum nótum og þá sérstaklega viðhorfið sem leikmennirnir sýndum í kvöld. Við vildum vinna návígin og vinna saman.“ „Okkur vantaði líka leiðtoga í fyrstu tvo leikina en í dag vorum við með marga leiðtoga inni á vellinum,“ sagði Hamrén enn frekar. Ísland mætir Sviss í Þjóðadeildinni á mánudag og telur Hamrén að okkar menn eigi möguleika á sigri. „Ég held að við getum unnið, jafnvel þó svo að við töpuðum fyrir þeim 6-0 síðast. Nú þurfum við að jafna okkur og fylla á tankinn. Við þurfum orku til að endurtaka frammistöðuna í dag. Þá getum við unnið leikinn. En ég vona að við fáum fullan völl á mánudag,“ sagði hann en fyrr í vikunni var einungis búið að selja fimm þúsund miða á leikinn.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga Fótbolti Fleiri fréttir Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Sjá meira