Kanye fór úr einu í annað á „klikkaðasta fundi Hvíta hússins“ Samúel Karl Ólason skrifar 12. október 2018 10:45 Donald Trump og Kanye West á fundi þeirra í Hvíta húsinu í gær. AP/Evan Vucci Tónlistarmaðurinn Kanye West mætti í Hvíta húsið í gær og ræddi þar við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Kanye hélt tíu mínútna einræðu þar sem hann fór vægast sagt um víðan völl. Einfaldast er að lýsa einræðu tónlistarmannsins sem þvælu, þar sem hann fór úr einu í annað og var nánast óskiljanlegur. Rolling Stone tímaritið lýsir fundi þeirra tveggja sem klikkaðasta fundi Hvíta hússins. Virtist ræða Kanye gera Trump sjálfan orðlausan.Meðal þess sem Kanye talaði um var að hann hefði verið ranggreindur með geðhvörf og hefði í rauninni ekki sofið nóg þegar hann var greindur. Þá varð hann fyrsti aðilinn sem vitað er til að hafi notað orðið „motherfucker“ í skrifstofu forseta Bandaríkjanna.Kanye West vekur athygli hvert sem hann fer.Vísir/GettyUndarlegt tal um morðingja og þrælahald Kanye var boðið í Hvíta húsið til að ræða breytingar í fangelsismálum Bandaríkjanna, ofbeldi í Chicago og fleiri málefni. Hann byrjaði á að tala um að ná glæpamanninum Larry Hoover úr fangelsi. Hoover, sem leiddi glæpasamtök í Chicago, var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð. Kanye sagði hins vegar að hann hefði verið sendur í fangelsi vegna þess að Hoover hefði stuðlað að jákvæðum breytingum í samfélagi sínu. Hann sagði einnig að þrettánda ákvæði stjórnarskrárinnar, sem bannar þrælahald í Bandaríkjunum, væri „fallhleri“ og gagnrýndi það harðlega. Á milli þess sem Kanye talaði um ranggreiningu sína virðist hann hafa sagt að hann sé með einstaklega háa greindarvísitölu. Hann tilheyri þeim 25 prósentum jarðarbúa sem geti lesið átta tölur afturábak hraðast. Í framhaldinu kom hann inn á hvernig hægt væri að bæta iðnað í Bandaríkjunum.Melania og Donald Trump stíga út úr flugvél forsetans.Vísir/GettyForsetinn verði að hafa flottustu flugvélina Þá tók Kanye upp síma sinn og sýndi Trump mynd af flugvél gengur fyrir vetni og sagði Kanye að þetta ætti að verða nýjasta forsetaflugvél Bandaríkjanna. Kanye sagði að Apple ætlaði að þróa flugvélina. „Þetta hér er iPlane 1. Þetta er það sem forsetinn okkar á að fljúga í,“ sagði Kanye. Þá gaf hann í skyn að Saturday Night Live, sjónvarpsþátturinn, og Demókratar þyrftu að bæta ímynd Trump. „Ef hann lítur ekki vel út, lítum við ekki vel út. Þetta er forsetinn okkar. Hann verður að vera ferskastur, flottastur og hafa flottustu flugvélarnar. Síðar vék Kanye máli sínu að eigin frásagnarstíl og sagði að blaðamennirnir hefðu verið að „smakka fínt vín með mismunandi bragðtegundum. Þið þurfið að spila fjögurra vídda skák við mig. Þetta er flókið.“Hér að neðan má sjá myndband frá fundi Kanye og Trump. Einræða Kanye hefst eftir rúma mínútu. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Kanye West mætti í Hvíta húsið í gær og ræddi þar við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Kanye hélt tíu mínútna einræðu þar sem hann fór vægast sagt um víðan völl. Einfaldast er að lýsa einræðu tónlistarmannsins sem þvælu, þar sem hann fór úr einu í annað og var nánast óskiljanlegur. Rolling Stone tímaritið lýsir fundi þeirra tveggja sem klikkaðasta fundi Hvíta hússins. Virtist ræða Kanye gera Trump sjálfan orðlausan.Meðal þess sem Kanye talaði um var að hann hefði verið ranggreindur með geðhvörf og hefði í rauninni ekki sofið nóg þegar hann var greindur. Þá varð hann fyrsti aðilinn sem vitað er til að hafi notað orðið „motherfucker“ í skrifstofu forseta Bandaríkjanna.Kanye West vekur athygli hvert sem hann fer.Vísir/GettyUndarlegt tal um morðingja og þrælahald Kanye var boðið í Hvíta húsið til að ræða breytingar í fangelsismálum Bandaríkjanna, ofbeldi í Chicago og fleiri málefni. Hann byrjaði á að tala um að ná glæpamanninum Larry Hoover úr fangelsi. Hoover, sem leiddi glæpasamtök í Chicago, var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð. Kanye sagði hins vegar að hann hefði verið sendur í fangelsi vegna þess að Hoover hefði stuðlað að jákvæðum breytingum í samfélagi sínu. Hann sagði einnig að þrettánda ákvæði stjórnarskrárinnar, sem bannar þrælahald í Bandaríkjunum, væri „fallhleri“ og gagnrýndi það harðlega. Á milli þess sem Kanye talaði um ranggreiningu sína virðist hann hafa sagt að hann sé með einstaklega háa greindarvísitölu. Hann tilheyri þeim 25 prósentum jarðarbúa sem geti lesið átta tölur afturábak hraðast. Í framhaldinu kom hann inn á hvernig hægt væri að bæta iðnað í Bandaríkjunum.Melania og Donald Trump stíga út úr flugvél forsetans.Vísir/GettyForsetinn verði að hafa flottustu flugvélina Þá tók Kanye upp síma sinn og sýndi Trump mynd af flugvél gengur fyrir vetni og sagði Kanye að þetta ætti að verða nýjasta forsetaflugvél Bandaríkjanna. Kanye sagði að Apple ætlaði að þróa flugvélina. „Þetta hér er iPlane 1. Þetta er það sem forsetinn okkar á að fljúga í,“ sagði Kanye. Þá gaf hann í skyn að Saturday Night Live, sjónvarpsþátturinn, og Demókratar þyrftu að bæta ímynd Trump. „Ef hann lítur ekki vel út, lítum við ekki vel út. Þetta er forsetinn okkar. Hann verður að vera ferskastur, flottastur og hafa flottustu flugvélarnar. Síðar vék Kanye máli sínu að eigin frásagnarstíl og sagði að blaðamennirnir hefðu verið að „smakka fínt vín með mismunandi bragðtegundum. Þið þurfið að spila fjögurra vídda skák við mig. Þetta er flókið.“Hér að neðan má sjá myndband frá fundi Kanye og Trump. Einræða Kanye hefst eftir rúma mínútu.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Sjá meira