Innlent

Haraldur fer í veikindaleyfi frá þingstörfum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Haraldur Benediktsson í pontu Alþingis.
Haraldur Benediktsson í pontu Alþingis. Fréttablaðið/Ernir

Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, greinir frá því að hann sé farinn í leyfi frá þingstörfum að læknisráði. Hann segist í færslu á Facebook hafa glímt við veikindi í sumar og haust.

„Sýkingar í kviðarholi og víðar - til að takast á við afleiðingar þeirrra, og koma í veg fyrir verri er mér ráðlagt að taka mér hvíld frá þingstörfum,“ segir Haraldur.

„Verð samt eitthvað á ferli - en mest slakur og latur. Fannst rétt að þið fréttuð þetta frá mér með þessum hætti - því eðlilega er spurt um fjarveru mína. En þetta gengur allt vel.“

Teitur Björn Einarsson tekur sæti á Alþingi í fjarveru Haraldar.

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.