Alfreð: Sendum yfirlýsingu með frammistöðunni í Frakklandi Smári Jökull Jónsson skrifar 13. október 2018 19:36 Alfreð Finnbogason fagnar marki. Vísir/Getty „Við þurfum að hefna fyrir ófarirnar gegn Svisslendingum og vinna þá á Laugardalsvelli," segir Alfreð Finnabogason í viðtali við Arnar Björnsson í íþróttafréttum Stöðvar 2. Það er hugur í okkar mönnum fyrir leikinn á mánudaginn. Hvernig er hugarfarið að fara inn í þennan leik eftir flott jafntefli við Frakka? „Ég held að það sé mjög gott og hefndarhugur í okkur eftir útreiðina í Sviss að koma til baka. Við sendum yfirlýsingu með frammistöðunni og úrslitunum í Frakklandi. Auðvitað hefðum við viljað vinna þann leik en það fór sem fór og það er virkilega spennandi að það er keppnisleikur á mánudag en ekki æfingaleikur. Við þurfum að mæta með sama hugarfar og sömu frammistöðu og í Frakklandi, þá hef ég ekki áhyggjur. Alfreð er ánægður með Erik Hamrén. „Við höfum haft lítinn tíma, þetta hefur verið mikið af upplýsingum að taka inn á skömmum tíma. Hann var ekki í sérstakri stöðu að taka við og hafa svona lítinn tíma fyrir fyrsta leik og svo núna. Við höfum haft 2-3 æfingar á vellinum og svo fundi á milli og höfum reynt að nýta það sem best." "Fyrir Frakkaleikinn þá fórum við aðallega í varnarleikinn en minna í sóknarleik. Ég held að þetta verði betra þegar hans hugmyndir fara að sjást betur á okkar leik.“ Af hverju er svona rosalegur munur á liðinu á milli þessara leikja „Það eru margar skýringar á því. Hann er að kynnast leikmönnum og þjálfarateymið líka, hvaða týpur virka saman. Það var verið að prófa nýja hluti og nýja leikmann, þó að við tölum allir íslensku þá tekur það tíma.“ „Því miður hittum við á slæman leik í Sviss en það er engin skömm að tapa fyrir Belgíu hvort sem það er á heima- eða útivelli. Nú erum við komnir með kjarnann til baka og það þarf ekkert mikið að stilla saman strengi þegar við spilum saman.“ Verður það höfuðverkur fyrir þjálfarann að velja þá ellefu sem byrja gegn Sviss? „Það eru margir sem gera sterkt tilkall í liðið eftir síðasta leik. Það er gaman að sjá leikmenn sem hafa kannski beðið lengi eftir að spila koma og nýta sín tækifæri á móti bestu leikmönnum heims. Það er fullt af leikmönnum sem gera tilkall í fyrstu ellefu,“ sagði Alfreð að lokum. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira
„Við þurfum að hefna fyrir ófarirnar gegn Svisslendingum og vinna þá á Laugardalsvelli," segir Alfreð Finnabogason í viðtali við Arnar Björnsson í íþróttafréttum Stöðvar 2. Það er hugur í okkar mönnum fyrir leikinn á mánudaginn. Hvernig er hugarfarið að fara inn í þennan leik eftir flott jafntefli við Frakka? „Ég held að það sé mjög gott og hefndarhugur í okkur eftir útreiðina í Sviss að koma til baka. Við sendum yfirlýsingu með frammistöðunni og úrslitunum í Frakklandi. Auðvitað hefðum við viljað vinna þann leik en það fór sem fór og það er virkilega spennandi að það er keppnisleikur á mánudag en ekki æfingaleikur. Við þurfum að mæta með sama hugarfar og sömu frammistöðu og í Frakklandi, þá hef ég ekki áhyggjur. Alfreð er ánægður með Erik Hamrén. „Við höfum haft lítinn tíma, þetta hefur verið mikið af upplýsingum að taka inn á skömmum tíma. Hann var ekki í sérstakri stöðu að taka við og hafa svona lítinn tíma fyrir fyrsta leik og svo núna. Við höfum haft 2-3 æfingar á vellinum og svo fundi á milli og höfum reynt að nýta það sem best." "Fyrir Frakkaleikinn þá fórum við aðallega í varnarleikinn en minna í sóknarleik. Ég held að þetta verði betra þegar hans hugmyndir fara að sjást betur á okkar leik.“ Af hverju er svona rosalegur munur á liðinu á milli þessara leikja „Það eru margar skýringar á því. Hann er að kynnast leikmönnum og þjálfarateymið líka, hvaða týpur virka saman. Það var verið að prófa nýja hluti og nýja leikmann, þó að við tölum allir íslensku þá tekur það tíma.“ „Því miður hittum við á slæman leik í Sviss en það er engin skömm að tapa fyrir Belgíu hvort sem það er á heima- eða útivelli. Nú erum við komnir með kjarnann til baka og það þarf ekkert mikið að stilla saman strengi þegar við spilum saman.“ Verður það höfuðverkur fyrir þjálfarann að velja þá ellefu sem byrja gegn Sviss? „Það eru margir sem gera sterkt tilkall í liðið eftir síðasta leik. Það er gaman að sjá leikmenn sem hafa kannski beðið lengi eftir að spila koma og nýta sín tækifæri á móti bestu leikmönnum heims. Það er fullt af leikmönnum sem gera tilkall í fyrstu ellefu,“ sagði Alfreð að lokum.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira