Stoltið er auðvitað sært eftir síðasta leikinn gegn Sviss Kristinn Páll Teitsson skrifar 15. október 2018 09:00 Alfreð fagnar hér sögulegu marki sínu gegn Argentínu, fyrsta marki Íslands á HM í sumar. NordicPhotos/Getty Markahrókurinn Alfreð Finnbogason er kominn aftur inn í landsliðið og verður eflaust í fremstu víglínu í kvöld þegar Ísland mætir Sviss á Laugardalsvelli. Meiðsli komu í veg fyrir að hann gæti tekið þátt í fyrsta verkefni landsliðsins undir stjórn Eriks Hamrén og var hann því í stúkunni gegn Sviss og Belgíu í síðasta mánuði. Alfreð kom aftur inn í byrjunarlið Íslands gegn Frakklandi fyrir helgi og lagði upp eitt mark á þeim 45 mínútum sem hann lék í jafnteflinu gegn Frakklandi. Var ákvörðun tekin í samráði við þjálfarateymi KSÍ og Augsburg um að hann myndi aðeins leika fyrri hálfleikinn og er því ekkert sem er að plaga Alfreð fyrir leikinn í kvöld. „Það var sameiginleg ákvörðun mín, þjálfarateymisins og landsliðsins að ég myndi bara spila fyrri hálfleikinn í Frakklandi. Ég er nýfarinn af stað á ný og það hefði verið áhættusamt að taka fjóra heila leiki á tveimur vikum þannig að við stigum varlega til jarðar. Við höfum reynt að gera það, ég átti ekki að spila 90 mínútur strax með Augsburg en það gekk vel og það er erfitt að koma af velli þegar maður er að leita að þrennu,“ segir hann hlæjandi. Það kom til greina að hann yrði hvíldur gegn Frakklandi en hann langaði að mæta ríkjandi heimsmeisturum. „Þetta var sérstakur leikur gegn heimsmeisturunum og það kom upp hvort ég ætti að hvíla en þetta gekk allt saman vel. Ég æfði í dag og er bjartsýnn fyrir mánudaginn, ég treysti mér til að spila allan leikinn gegn Sviss og mun ekkert hlífa mér þar.“Stoltið er sært Alfreð var sjálfur í stúkunni gegn Sviss ytra og þurfti að fylgjast með einu versta tapi Íslands í lengri tíma. „Ég fer ekkert í felur með það, það var mjög erfitt að fylgjast með leiknum. Það sást í fyrri hálfleik að það var eitthvað að og það voru ansi margir sem áttu ekki sinn besta dag. Liðið var ekki að smella saman, það gerist því miður í fótbolta og þegar liðið á slæman dag þá lenda menn illa í því. Það vita það allir að þetta var okkur ekki sæmandi en það er okkar að sýna að þetta hafi bara verið slys,“ segir Alfreð og tekur undir að stolt liðsins sé að einhverju leyti sært. „Auðvitað er stoltið sært eftir svona leiki, okkur finnst við vera með betra lið en við sýndum þennan dag og við sýndum það strax gegn Frakklandi. Í knattspyrnu ertu alltaf dæmdur af síðustu leikjum og umræðan er fljót að breytast eftir 2-3 lélega leiki. Við getum ekki mótmælt henni vegna úrslitanna en að fella dóma um að við séum búnir, gamlir og að það þurfi að henda út hálfu liðinu er ótímabær. Þessi hópur hefur verið lengi í þessu saman og við höfum ekki miklar áhyggjur, við ætlum að snúa þessu við.“ Verður þetta annar leikur landsliðsins á heimavelli undir stjórn hins sænska Eriks Hamrén. „Hann er mjög almennilegur og þægilegur í viðmóti. Það er auðvelt að spjalla við hann sem er gott. Það þarf að sýna honum skilning og gefa tíma, hann er að kynnast leikmönnunum og sjá hverjir verða hans menn. Flestir aðrir þjálfarar hafa haft miklu lengri tíma til að stilla saman strengi og velja sinn hóp, hann er ennþá að finna hvaða leikmenn hann vill hafa í og í kringum hópnum. Það sem allir vilja hafa í fótbolta er tími en enginn virðist fá hann, þú færð ekki mikla þolinmæði sem þjálfari.“ Þegar tveir leikir eru eftir er nánast útilokað að Ísland vinni riðilinn. Þrátt fyrir það er mikilvægt að vinna leikinn á morgun til að vera ekki á meðal neðstu þjóða í Þjóðadeildinni. Tíu efstu liðin verða í fyrsta styrkleikaflokki í undankeppni EM 2020 en neðstu tvö liðin fara í annan styrkleikaflokk. „Það er það sem við erum að horfa á núna, það verður mjög erfitt að vinna okkar riðil úr þessu og núna er það okkar að vinna þennan leik og koma þessu aftur á stað. Sýna að við erum ennþá til staðar. Við finnum fyrir smá stemmingsleysi eftir síðustu leiki og HM, margir sem halda að þetta sé búið. Það er auðvelt að halda það, þetta gerðist líka eftir EM en við viljum sýna að það sé enn líf í okkur og erum hungraðir að fara á annað stórmót.“Voru spennandi möguleikar Alfreð var orðaður við hin ýmsu félög í sumar og vissi hann af áhuga nokkurra þeirra en hann varð áfram hjá þýska félaginu Augsburg. Verður þetta þriðja heila tímabilið hans í Þýskalandi eftir að hafa komið upphaflega á láni árið 2016. „Ég skoðaði það alvarlega hvort að það væri rétti tíminn að skipta um félag í sumar. Ég er 29 ára og fannst þetta góður tímapunktur til að taka næsta skref, eftir þrítugt koma smá fordómar gagnvart leikmönnum og endursöluverðið lækkar. Það komu tilboð í sumar sem félagið neitaði, Augsburg verðmat mig hærra en félögin sem voru að spyrjast fyrir,“ segir Alfreð og bætir við að það hafi verið heillandi tilboð. „Það voru spennandi tilboð og ég missti ef til vill aðeins einbeitinguna á undirbúningstímabilinu, þá er ég bæði meiddur og veit af áhuga annarra félaga en ég er mjög ánægður að vera áfram hjá Augsburg. Mér líður mjög vel þar og er að spila í einni af sterkustu deildum heims. Um leið og glugginn lokaðist þá setti ég mér ný markmið og fékk tíma til að ná mér af meiðslunum,“ sagði Alfreð sem hefur byrjað tímabilið með látum. Fjögur mörk í tveimur leikjum. Hann var ekki langt frá því að fá silfur- eða bronsskóinn í Þýskalandi í fyrra. „Það mátti litlu muna, ég hefði líklegast náð því ef ég hefði haldist heill og það hefði verið flott á ferilskrána. Það er eitt af þessum ef og hefði sem maður rifjar upp sem gamall maður seinna meir,“ segir hann hlæjandi og heldur áfram: „Fyrstu leikirnir hafa verið langt um fram væntingar, að skora fjögur í fyrstu tveimur. Ég setti ekki neina pressu á sjálfan mig en mér líður vel og fer fullur sjálfstrausts inn á völlinn í hvert sinn. Þetta er sambærileg upplifun og þegar ég var í Hollandi, ég geng alltaf inn á völlinn með þá tilfinningu að ég sé að fara að fá færi og skora og það er góð tilfinning fyrir framherja.“ Birtist í Fréttablaðinu Þjóðadeild UEFA Þýski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Enski boltinn Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Sjá meira
Markahrókurinn Alfreð Finnbogason er kominn aftur inn í landsliðið og verður eflaust í fremstu víglínu í kvöld þegar Ísland mætir Sviss á Laugardalsvelli. Meiðsli komu í veg fyrir að hann gæti tekið þátt í fyrsta verkefni landsliðsins undir stjórn Eriks Hamrén og var hann því í stúkunni gegn Sviss og Belgíu í síðasta mánuði. Alfreð kom aftur inn í byrjunarlið Íslands gegn Frakklandi fyrir helgi og lagði upp eitt mark á þeim 45 mínútum sem hann lék í jafnteflinu gegn Frakklandi. Var ákvörðun tekin í samráði við þjálfarateymi KSÍ og Augsburg um að hann myndi aðeins leika fyrri hálfleikinn og er því ekkert sem er að plaga Alfreð fyrir leikinn í kvöld. „Það var sameiginleg ákvörðun mín, þjálfarateymisins og landsliðsins að ég myndi bara spila fyrri hálfleikinn í Frakklandi. Ég er nýfarinn af stað á ný og það hefði verið áhættusamt að taka fjóra heila leiki á tveimur vikum þannig að við stigum varlega til jarðar. Við höfum reynt að gera það, ég átti ekki að spila 90 mínútur strax með Augsburg en það gekk vel og það er erfitt að koma af velli þegar maður er að leita að þrennu,“ segir hann hlæjandi. Það kom til greina að hann yrði hvíldur gegn Frakklandi en hann langaði að mæta ríkjandi heimsmeisturum. „Þetta var sérstakur leikur gegn heimsmeisturunum og það kom upp hvort ég ætti að hvíla en þetta gekk allt saman vel. Ég æfði í dag og er bjartsýnn fyrir mánudaginn, ég treysti mér til að spila allan leikinn gegn Sviss og mun ekkert hlífa mér þar.“Stoltið er sært Alfreð var sjálfur í stúkunni gegn Sviss ytra og þurfti að fylgjast með einu versta tapi Íslands í lengri tíma. „Ég fer ekkert í felur með það, það var mjög erfitt að fylgjast með leiknum. Það sást í fyrri hálfleik að það var eitthvað að og það voru ansi margir sem áttu ekki sinn besta dag. Liðið var ekki að smella saman, það gerist því miður í fótbolta og þegar liðið á slæman dag þá lenda menn illa í því. Það vita það allir að þetta var okkur ekki sæmandi en það er okkar að sýna að þetta hafi bara verið slys,“ segir Alfreð og tekur undir að stolt liðsins sé að einhverju leyti sært. „Auðvitað er stoltið sært eftir svona leiki, okkur finnst við vera með betra lið en við sýndum þennan dag og við sýndum það strax gegn Frakklandi. Í knattspyrnu ertu alltaf dæmdur af síðustu leikjum og umræðan er fljót að breytast eftir 2-3 lélega leiki. Við getum ekki mótmælt henni vegna úrslitanna en að fella dóma um að við séum búnir, gamlir og að það þurfi að henda út hálfu liðinu er ótímabær. Þessi hópur hefur verið lengi í þessu saman og við höfum ekki miklar áhyggjur, við ætlum að snúa þessu við.“ Verður þetta annar leikur landsliðsins á heimavelli undir stjórn hins sænska Eriks Hamrén. „Hann er mjög almennilegur og þægilegur í viðmóti. Það er auðvelt að spjalla við hann sem er gott. Það þarf að sýna honum skilning og gefa tíma, hann er að kynnast leikmönnunum og sjá hverjir verða hans menn. Flestir aðrir þjálfarar hafa haft miklu lengri tíma til að stilla saman strengi og velja sinn hóp, hann er ennþá að finna hvaða leikmenn hann vill hafa í og í kringum hópnum. Það sem allir vilja hafa í fótbolta er tími en enginn virðist fá hann, þú færð ekki mikla þolinmæði sem þjálfari.“ Þegar tveir leikir eru eftir er nánast útilokað að Ísland vinni riðilinn. Þrátt fyrir það er mikilvægt að vinna leikinn á morgun til að vera ekki á meðal neðstu þjóða í Þjóðadeildinni. Tíu efstu liðin verða í fyrsta styrkleikaflokki í undankeppni EM 2020 en neðstu tvö liðin fara í annan styrkleikaflokk. „Það er það sem við erum að horfa á núna, það verður mjög erfitt að vinna okkar riðil úr þessu og núna er það okkar að vinna þennan leik og koma þessu aftur á stað. Sýna að við erum ennþá til staðar. Við finnum fyrir smá stemmingsleysi eftir síðustu leiki og HM, margir sem halda að þetta sé búið. Það er auðvelt að halda það, þetta gerðist líka eftir EM en við viljum sýna að það sé enn líf í okkur og erum hungraðir að fara á annað stórmót.“Voru spennandi möguleikar Alfreð var orðaður við hin ýmsu félög í sumar og vissi hann af áhuga nokkurra þeirra en hann varð áfram hjá þýska félaginu Augsburg. Verður þetta þriðja heila tímabilið hans í Þýskalandi eftir að hafa komið upphaflega á láni árið 2016. „Ég skoðaði það alvarlega hvort að það væri rétti tíminn að skipta um félag í sumar. Ég er 29 ára og fannst þetta góður tímapunktur til að taka næsta skref, eftir þrítugt koma smá fordómar gagnvart leikmönnum og endursöluverðið lækkar. Það komu tilboð í sumar sem félagið neitaði, Augsburg verðmat mig hærra en félögin sem voru að spyrjast fyrir,“ segir Alfreð og bætir við að það hafi verið heillandi tilboð. „Það voru spennandi tilboð og ég missti ef til vill aðeins einbeitinguna á undirbúningstímabilinu, þá er ég bæði meiddur og veit af áhuga annarra félaga en ég er mjög ánægður að vera áfram hjá Augsburg. Mér líður mjög vel þar og er að spila í einni af sterkustu deildum heims. Um leið og glugginn lokaðist þá setti ég mér ný markmið og fékk tíma til að ná mér af meiðslunum,“ sagði Alfreð sem hefur byrjað tímabilið með látum. Fjögur mörk í tveimur leikjum. Hann var ekki langt frá því að fá silfur- eða bronsskóinn í Þýskalandi í fyrra. „Það mátti litlu muna, ég hefði líklegast náð því ef ég hefði haldist heill og það hefði verið flott á ferilskrána. Það er eitt af þessum ef og hefði sem maður rifjar upp sem gamall maður seinna meir,“ segir hann hlæjandi og heldur áfram: „Fyrstu leikirnir hafa verið langt um fram væntingar, að skora fjögur í fyrstu tveimur. Ég setti ekki neina pressu á sjálfan mig en mér líður vel og fer fullur sjálfstrausts inn á völlinn í hvert sinn. Þetta er sambærileg upplifun og þegar ég var í Hollandi, ég geng alltaf inn á völlinn með þá tilfinningu að ég sé að fara að fá færi og skora og það er góð tilfinning fyrir framherja.“
Birtist í Fréttablaðinu Þjóðadeild UEFA Þýski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Enski boltinn Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Sjá meira