Borgin telur land tekið án leyfis á Einimelnum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 15. október 2018 06:00 Stórir landskikar aftan við lóðirnar sem raunverulega tilheyra einbýlishúsunum númer 22, 24 og 26 við Einimel hafa verið innlimaðir. Fréttablaðið/Anton Brink Eigendur einbýlishúsa við Einimel 22, 24 og 26 hafa í heimildarleysi lagt undir sig land utan við mörk lóða sinna segir verkefnisstjóri hjá skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar. Þetta kemur fram í svari sem lagt var fram í borgarráði við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins frá í lok maí. Í fyrirspurninni var „óskað er eftir upplýsingum um mörk útivistarsvæðisins vestan megin við Vesturbæjarsundlaug, gagnvart lóðarhöfum fasteigna við Einimel“ og hvort gengið hafi verið á útivistarsvæði. „Og ef svo er, hvort slíkt hafi verið gert með vitund og vilja borgaryfirvalda.“ Í svari Björns Inga Edvardssonar verkefnisstjóra segir að það sé nokkuð ljóst að við Einimel 22-26 hafi menn tekið sér land fyrir utan sín lóðarmörk. „Það er klárlega í andstöðu við gildandi deiliskipulag og liggja engar heimildir fyrir um þessa landtöku. Erindi hafa verið tekin fyrir hjá skipulagsyfirvöldum þar sem umræddir lóðarhafar hafa óskað eftir stækkun sinna lóða eða að taka umrætt landsvæði í fóstur, en þeim hefur alltaf verið svarað neikvætt,“ segir í svari verkefnisstjórans. Bessí Jóhannsdóttir, fyrrverandi varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, kveðst hafa flutt á Einimel 26 fyrir um áratug. Þvert ofan í það sem segir í svari verkefnisstjórans kveður Bessí umræddar viðbætur við lóðirnar vera í svokölluðu fóstri hjá eigendum viðkomandi húsa. „Þetta er gömul saga frá því hér var bóndabýli. Við höfum annast um viðbót við lóðina okkar. Lóðin hjá mér lítur út fyrir að vera stærri en hún er í raun og veru,“ útskýrir Bessí sem telur misskilning vera uppi í málinu. Bessí Jóhannsdóttir. „Við höfum mér vitanlega aldrei farið fram á að lóðirnar okkar verði stækkaðar. Og við höfum landið í fóstri og þurfum því ekkert að óska eftir að taka það í fóstur,“ segir Bessí og nefnir að það hafi verið þáverandi gatnamálastjóri sem byggði Einimel 26 á níunda áratugnum. „Ég geri nú ráð fyrir að hann hafi vitað nokkuð hvað hann var að gera,“ segir hún. Aðspurð neitar Bessí því að almenningur geti gengið um landið sem hún hafi í fóstri. „Þetta er bara smáskiki á enda lóðarinnar. En það er nóg rými fyrir aftan Vesturbæjarlaugina og það er engum meinaður aðgangur að því svæði,“ bendir hún á. Um umrætt opið svæði í heild segir nánar í svarinu að skilgreina eigi það sem leiksvæði og bæta við stígum. „Gert er ráð fyrir því að halda opinni grasflöt/ leikflöt sunnan við girðinguna um sundlaugina og leiksvæði yrði að vestanverðu auk sleðabrekku. Síðan er gróðursett á milli til að bæta rýmismyndun og skapa hlýleika.“ Fréttin var uppfærð klukkan 12:23 en áður stóð að Bessí væri fyrrverandi borgarfulltrúi, en ekki varaborgarfulltrúi. Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Skipulag Deilur um Sundlaugartún Reykjavík Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Sjá meira
Eigendur einbýlishúsa við Einimel 22, 24 og 26 hafa í heimildarleysi lagt undir sig land utan við mörk lóða sinna segir verkefnisstjóri hjá skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar. Þetta kemur fram í svari sem lagt var fram í borgarráði við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins frá í lok maí. Í fyrirspurninni var „óskað er eftir upplýsingum um mörk útivistarsvæðisins vestan megin við Vesturbæjarsundlaug, gagnvart lóðarhöfum fasteigna við Einimel“ og hvort gengið hafi verið á útivistarsvæði. „Og ef svo er, hvort slíkt hafi verið gert með vitund og vilja borgaryfirvalda.“ Í svari Björns Inga Edvardssonar verkefnisstjóra segir að það sé nokkuð ljóst að við Einimel 22-26 hafi menn tekið sér land fyrir utan sín lóðarmörk. „Það er klárlega í andstöðu við gildandi deiliskipulag og liggja engar heimildir fyrir um þessa landtöku. Erindi hafa verið tekin fyrir hjá skipulagsyfirvöldum þar sem umræddir lóðarhafar hafa óskað eftir stækkun sinna lóða eða að taka umrætt landsvæði í fóstur, en þeim hefur alltaf verið svarað neikvætt,“ segir í svari verkefnisstjórans. Bessí Jóhannsdóttir, fyrrverandi varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, kveðst hafa flutt á Einimel 26 fyrir um áratug. Þvert ofan í það sem segir í svari verkefnisstjórans kveður Bessí umræddar viðbætur við lóðirnar vera í svokölluðu fóstri hjá eigendum viðkomandi húsa. „Þetta er gömul saga frá því hér var bóndabýli. Við höfum annast um viðbót við lóðina okkar. Lóðin hjá mér lítur út fyrir að vera stærri en hún er í raun og veru,“ útskýrir Bessí sem telur misskilning vera uppi í málinu. Bessí Jóhannsdóttir. „Við höfum mér vitanlega aldrei farið fram á að lóðirnar okkar verði stækkaðar. Og við höfum landið í fóstri og þurfum því ekkert að óska eftir að taka það í fóstur,“ segir Bessí og nefnir að það hafi verið þáverandi gatnamálastjóri sem byggði Einimel 26 á níunda áratugnum. „Ég geri nú ráð fyrir að hann hafi vitað nokkuð hvað hann var að gera,“ segir hún. Aðspurð neitar Bessí því að almenningur geti gengið um landið sem hún hafi í fóstri. „Þetta er bara smáskiki á enda lóðarinnar. En það er nóg rými fyrir aftan Vesturbæjarlaugina og það er engum meinaður aðgangur að því svæði,“ bendir hún á. Um umrætt opið svæði í heild segir nánar í svarinu að skilgreina eigi það sem leiksvæði og bæta við stígum. „Gert er ráð fyrir því að halda opinni grasflöt/ leikflöt sunnan við girðinguna um sundlaugina og leiksvæði yrði að vestanverðu auk sleðabrekku. Síðan er gróðursett á milli til að bæta rýmismyndun og skapa hlýleika.“ Fréttin var uppfærð klukkan 12:23 en áður stóð að Bessí væri fyrrverandi borgarfulltrúi, en ekki varaborgarfulltrúi.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Skipulag Deilur um Sundlaugartún Reykjavík Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Sjá meira