Innlent

Tekinn með á annan tug gramma af kannabis í bílnum

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Báðir ökumennirnir voru undir áhrifum fíkniefna.
Báðir ökumennirnir voru undir áhrifum fíkniefna. Vísir/Stefán
Tveir ökumenn, sem lögregla á Suðurnesjum tók úr umferð í gær og fyrradag vegna gruns um að þeir ækju undir áhrifum fíkniefna, reyndust vera með fíkniefni í fórum sínum. Annar þeirra var með á annan tug gramma af kannabisefnum í bílnum en hinn nokkru minna af sömu efnum, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum.

Í tilkynningu segir einnig að fyrrnefndi ökumaðurinn hafi ekið sviptur ökuréttindum. Niðurstöður sýnatöku sýndu fram á að ökumennirnir voru undir áhrifum fíkniefna.

Fleiri ökumenn hafa verið teknir úr umferð á undanförnum dögum vegna gruns um vímuefnaakstur, þar af tveir sem grunaðir voru um að vera bæði undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Þá hafa fáeinir ökumenn verið kærðir fyrir of hraðan akstur og skráningarnúmer fjarlægð af óskoðuðum eða ótryggðum bifreiðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×