Börn á vettvangi í sextíu prósent útkalla í heimilisofbeldismálum Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 16. október 2018 20:00 Börn eru á vettvangi heimilisofbeldis í sextíu prósent útkalla sem berast löggæsluyfirvöldum. Lögreglumaður sem sinnir málaflokknum segir mikilvægt að vinna traust þeirra strax í upphafi. Barn sem varð vitni að heimilisofbeldi vonar að ofbeldismaðurinn, faðir sinn, finni hamingjuna en það kemur fram í myndbandi sem Jafnréttisstofa mun senda frá sér á fimmtudaginn en hægt er að sjá hluta myndbandsins og frásögn barnsins í spilaranum hér neðar. Myndbandið er hluti af vitundarvakningunni Þú átt VON sem verður sett af stað þann sama dag. Hún byggir á reynslu þolenda heimilisofbeldis og þeim úrræðum sem eru í boði. Á síðasta ári voru útköll vegna heimilisofbeldis tæplega fimmhundruð talsins og í þrjúhundruð þeirra voru börn á vettvangi. Guðbjörg Fjóla Ægisdóttir, lögreglumaður sem sinnir þessum málum á vettvangi, segir útköllum hafa fjölgað en verkferla lögreglu nokkuð skýra. „Við reynum alltaf fyrst að aðskilja aðilana og tala við þá í sitthvoru lagi. Til að reyna að fá skýrari mynd hvað kom upp á, hvort að það sé einhver fyrri saga og hvort við getum aðstoðað. Ef það hefur verið eitthvað ofbeldi á milli aðilana þá er kallaður út rannsóknar lögreglumaður,” segir hún um fyrstu viðbrögð á vettvangi. Hún segir það oft taka á að vera fyrst á vettvang, sérstaklega þegar börn hafi orðið vitni að ofbeldinu, sem sé of oft.Hvernig bregðast börnin við þegar hjálp mætir á staðinn?„Sum eru hrædd við lögregluna, sem er auðvitað algjör óþarfi en önnur sýna engin viðbrögð. Þetta er auðvitað mjög misjafnt,” segir hún. Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fleiri fréttir Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Sjá meira
Börn eru á vettvangi heimilisofbeldis í sextíu prósent útkalla sem berast löggæsluyfirvöldum. Lögreglumaður sem sinnir málaflokknum segir mikilvægt að vinna traust þeirra strax í upphafi. Barn sem varð vitni að heimilisofbeldi vonar að ofbeldismaðurinn, faðir sinn, finni hamingjuna en það kemur fram í myndbandi sem Jafnréttisstofa mun senda frá sér á fimmtudaginn en hægt er að sjá hluta myndbandsins og frásögn barnsins í spilaranum hér neðar. Myndbandið er hluti af vitundarvakningunni Þú átt VON sem verður sett af stað þann sama dag. Hún byggir á reynslu þolenda heimilisofbeldis og þeim úrræðum sem eru í boði. Á síðasta ári voru útköll vegna heimilisofbeldis tæplega fimmhundruð talsins og í þrjúhundruð þeirra voru börn á vettvangi. Guðbjörg Fjóla Ægisdóttir, lögreglumaður sem sinnir þessum málum á vettvangi, segir útköllum hafa fjölgað en verkferla lögreglu nokkuð skýra. „Við reynum alltaf fyrst að aðskilja aðilana og tala við þá í sitthvoru lagi. Til að reyna að fá skýrari mynd hvað kom upp á, hvort að það sé einhver fyrri saga og hvort við getum aðstoðað. Ef það hefur verið eitthvað ofbeldi á milli aðilana þá er kallaður út rannsóknar lögreglumaður,” segir hún um fyrstu viðbrögð á vettvangi. Hún segir það oft taka á að vera fyrst á vettvang, sérstaklega þegar börn hafi orðið vitni að ofbeldinu, sem sé of oft.Hvernig bregðast börnin við þegar hjálp mætir á staðinn?„Sum eru hrædd við lögregluna, sem er auðvitað algjör óþarfi en önnur sýna engin viðbrögð. Þetta er auðvitað mjög misjafnt,” segir hún.
Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fleiri fréttir Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Sjá meira