FRÍSK segir ekki tilefni til að endurskoða aðsóknarlistann vegna magnkaupa á Grimmd Birgir Olgeirsson skrifar 16. október 2018 22:03 Skjáskot í stiklu úr kvikmyndinni Grimmd en leikkonan Margrét Vilhjálmsdóttir fór með aðalhlutverk í þeirri mynd. YouTube Ekki er talin ástæða til að endurskoða aðsóknar- og tekjulista íslenskra bíómynda fyrir árið 2016 eftir að í ljós kom að eitt fyrirtæki keypti 20 þúsund miða á kvikmynda Grimmd fyrir 10 milljónir króna. Þetta segir Hallgrímur Kristinsson, formaður Félags rétthafa í íslenskri kvikmyndagerð (FRÍSK), en félagið fór yfir tölurnar að baki listanum fyrir árið 2016 eftir að upp komst í síðustu viku að fyrirtæki í eigu föður leikstjóra Grimmdar keypti 20 þúsund miða á myndina fyrir 10 milljónir króna.Þetta kom í ljós í máli sem var höfðað fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur þar sem Sena var dæmt til að greiða rétthafa kvikmyndarinnar Grimmdar tæpar fjórar milljónir króna vegna vanefnda á drefingarsamningi. Málið var nokkuð flókið en snerist í grófum dráttum um að tveir aðilar áttu fyrirtækið Virgo 2 ehf. sem á allan höfundarrétt á Grimmd. Einn af þeim sem áttu fyrirtækið var leikstjóri Grimmdar sem samdi við Senu um dreifingu á kvikmyndinni. Var samið um að allar tekjur, styrkir og kostnaður myndarinnar ætti að fara í gegnum fyrirtækið Virgo 2. Meðeigandi að Virgo 2 hafði gengist í ábyrgð fyrir 7,6 milljóna króna yfirdrætti, sem átti að nýtast við framleiðslu myndarinnar, hjá Íslandsbanka og áttu allar tekjur myndarinnar og styrkri sem hún hlaut að fara fyrst í að greiða niður þann yfirdrátt.Meðal annars gert til að auka möguleika myndarinnar erlendis Í millitíðinni samdi leikstjóri myndarinnar, Anton Ingi Sigurðsson, við Senu um að allar tekjur af miðasölu myndarinnar ættu að fara til fyrirtækisins sem hann átti einn, Virgo Films.Hallgrímur Kristinsson, formaður FRÍSK.Í greinargerð Senu í dómsmálinu kom fram að samkomulag hefði náðst við Sólóraf ehf, sem er í eigu föður leikstjórans, um kaup á 20 þúsund miðum fyrir tíu milljónir króna. Var það gert á þeirri forsendu að hlutur kvikmyndagerðarmannanna af þeim kaupum rynni inn á reikning Virgo Films en ekki Virgo 2, líkt og dreifingarsamningurinn við Senu kvað á um. Var því haldið fram að þessi leið hefði jafnframt verið farin til að auka möguleika á markaðssetningu kvikmyndarinnar á erlendum markaði. Var það niðurstaða dómsins að Sena ætti að bera hallan af ósönnuðu prókúruumboði leikstjórans til að semja við Senu um að tekjurnar færu til Virgo Films en ekki Virgo 2. Tekjurnar færðar rétt til bókar Hallgrímur Kristinsson segir að við yfirferð á þessum tölum hafi sérstaklega verið kannað hvort að tekjur hefðu verið færðar rétt til bókar samkvæmt verklagsreglum. Hann segir að svo virðist sem Sena hafi farið eftir þeim verklagsreglum, það er einungis fært inn þá seldu miða sem sannarlega skiluðu sér í kvikmyndahús á því verði sem þeir voru seldir. „Þetta skýrir meðal annars af hverju færri sáu myndina heldur en um ræðir í umræddu dómsmáli því ekki allir þeir miðar sem seldir voru fyrirfram skiluðu sér með aðsókn. Við teljum því ekki ástæðu til að endurskoða tekju-/aðsóknarlistann fyrir árið 2016,“ segir Hallgrímur við Vísi.Samkvæmt lista FRÍSK borguðu 19.548 manns sig inn á myndina í kvikmyndahúsum árið 2016. Af því fengust um 17,4 milljónir í tekjur, sem gera um 890 krónur á hvern miða. Til samanburðar má nefna að Eiðurinn, kvikmynd Baltasars Kormáks, fékk 63 milljónir fyrir 43 þúsund selda miða árið 2016, sem gera 1.465 krónur á hvern miða. Miðast aðsóknarlisti FRÍSK við tekjur en ekki fjölda áhorfenda, því annars væri hægt að skekkja myndina með því að bjóða fjölda manns í bíó.Laufey Guðjónsdóttir, forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands.vísir/Anton brinkLíkt og kom fram áður þá greiddi Sólóraf um tíu milljónir fyrir 20 þúsund miða á myndina hjá Senu en það gera 500 krónur á hvern miða auk virðisaukaskatts.Magninnkaup myndi ekki stofn til styrkúthlutunar Kvikmyndamiðstöð Íslands úthlutar á hverju ári miðasölustyrki til kvikmynda sem eru sýndar í kvikmyndahúsum. 30 milljónir króna eru úthlutaðar til kvikmynda sem skiptast eftir því hversu margir borguðu sig inn á hverja mynd. Miðast úthlutunin við hlutfall af heildsölutekjum en ekki fjölda seldra miða, þannig að ekki er hægt að skekkja myndina með því að kaupa þúsundir miða á afslætti. Reiknast upphæð styrksins af tekjum en ekki fjölda miða. Grimmd fékk 5 milljónir í miðasölustyrk frá Kvikmyndamiðstöð fyrir árið 2016, eða um 17 prósent af heildarstyrkfjárhæð ársins. Fyrir liggja drög að reglugerð við meðhöndlun sýningarstyrka þar sem tekjuviðmiðun við útreikning styrka er hlutfall af heildarsölutekjum í almennum sýningum í kvikmyndahúsum. Það þýðir að heildsölu eða magninnkaup á miðum á kvikmynd, án þess að hún nái í raun augum áhorfenda, geti ekki myndað stofn til að hljóta sýningarstyrki. Tengdar fréttir „Mikilmennskubrjálæði“ að kaupa 20 þúsund miða og ætla sér að selja þá Anton Ingi tjáir sig um málið í færslu á Facebook-síðu sinni í kvöld. 12. október 2018 20:16 Fyrirtæki föður leikstjóra Grimmdar keypti 20 þúsund miða á myndina Sena dæmd til að greiða tæpar fjórar milljónir vegna vanefnda á dreifingarsamningi. 12. október 2018 17:18 Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Fleiri fréttir Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Sjá meira
Ekki er talin ástæða til að endurskoða aðsóknar- og tekjulista íslenskra bíómynda fyrir árið 2016 eftir að í ljós kom að eitt fyrirtæki keypti 20 þúsund miða á kvikmynda Grimmd fyrir 10 milljónir króna. Þetta segir Hallgrímur Kristinsson, formaður Félags rétthafa í íslenskri kvikmyndagerð (FRÍSK), en félagið fór yfir tölurnar að baki listanum fyrir árið 2016 eftir að upp komst í síðustu viku að fyrirtæki í eigu föður leikstjóra Grimmdar keypti 20 þúsund miða á myndina fyrir 10 milljónir króna.Þetta kom í ljós í máli sem var höfðað fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur þar sem Sena var dæmt til að greiða rétthafa kvikmyndarinnar Grimmdar tæpar fjórar milljónir króna vegna vanefnda á drefingarsamningi. Málið var nokkuð flókið en snerist í grófum dráttum um að tveir aðilar áttu fyrirtækið Virgo 2 ehf. sem á allan höfundarrétt á Grimmd. Einn af þeim sem áttu fyrirtækið var leikstjóri Grimmdar sem samdi við Senu um dreifingu á kvikmyndinni. Var samið um að allar tekjur, styrkir og kostnaður myndarinnar ætti að fara í gegnum fyrirtækið Virgo 2. Meðeigandi að Virgo 2 hafði gengist í ábyrgð fyrir 7,6 milljóna króna yfirdrætti, sem átti að nýtast við framleiðslu myndarinnar, hjá Íslandsbanka og áttu allar tekjur myndarinnar og styrkri sem hún hlaut að fara fyrst í að greiða niður þann yfirdrátt.Meðal annars gert til að auka möguleika myndarinnar erlendis Í millitíðinni samdi leikstjóri myndarinnar, Anton Ingi Sigurðsson, við Senu um að allar tekjur af miðasölu myndarinnar ættu að fara til fyrirtækisins sem hann átti einn, Virgo Films.Hallgrímur Kristinsson, formaður FRÍSK.Í greinargerð Senu í dómsmálinu kom fram að samkomulag hefði náðst við Sólóraf ehf, sem er í eigu föður leikstjórans, um kaup á 20 þúsund miðum fyrir tíu milljónir króna. Var það gert á þeirri forsendu að hlutur kvikmyndagerðarmannanna af þeim kaupum rynni inn á reikning Virgo Films en ekki Virgo 2, líkt og dreifingarsamningurinn við Senu kvað á um. Var því haldið fram að þessi leið hefði jafnframt verið farin til að auka möguleika á markaðssetningu kvikmyndarinnar á erlendum markaði. Var það niðurstaða dómsins að Sena ætti að bera hallan af ósönnuðu prókúruumboði leikstjórans til að semja við Senu um að tekjurnar færu til Virgo Films en ekki Virgo 2. Tekjurnar færðar rétt til bókar Hallgrímur Kristinsson segir að við yfirferð á þessum tölum hafi sérstaklega verið kannað hvort að tekjur hefðu verið færðar rétt til bókar samkvæmt verklagsreglum. Hann segir að svo virðist sem Sena hafi farið eftir þeim verklagsreglum, það er einungis fært inn þá seldu miða sem sannarlega skiluðu sér í kvikmyndahús á því verði sem þeir voru seldir. „Þetta skýrir meðal annars af hverju færri sáu myndina heldur en um ræðir í umræddu dómsmáli því ekki allir þeir miðar sem seldir voru fyrirfram skiluðu sér með aðsókn. Við teljum því ekki ástæðu til að endurskoða tekju-/aðsóknarlistann fyrir árið 2016,“ segir Hallgrímur við Vísi.Samkvæmt lista FRÍSK borguðu 19.548 manns sig inn á myndina í kvikmyndahúsum árið 2016. Af því fengust um 17,4 milljónir í tekjur, sem gera um 890 krónur á hvern miða. Til samanburðar má nefna að Eiðurinn, kvikmynd Baltasars Kormáks, fékk 63 milljónir fyrir 43 þúsund selda miða árið 2016, sem gera 1.465 krónur á hvern miða. Miðast aðsóknarlisti FRÍSK við tekjur en ekki fjölda áhorfenda, því annars væri hægt að skekkja myndina með því að bjóða fjölda manns í bíó.Laufey Guðjónsdóttir, forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands.vísir/Anton brinkLíkt og kom fram áður þá greiddi Sólóraf um tíu milljónir fyrir 20 þúsund miða á myndina hjá Senu en það gera 500 krónur á hvern miða auk virðisaukaskatts.Magninnkaup myndi ekki stofn til styrkúthlutunar Kvikmyndamiðstöð Íslands úthlutar á hverju ári miðasölustyrki til kvikmynda sem eru sýndar í kvikmyndahúsum. 30 milljónir króna eru úthlutaðar til kvikmynda sem skiptast eftir því hversu margir borguðu sig inn á hverja mynd. Miðast úthlutunin við hlutfall af heildsölutekjum en ekki fjölda seldra miða, þannig að ekki er hægt að skekkja myndina með því að kaupa þúsundir miða á afslætti. Reiknast upphæð styrksins af tekjum en ekki fjölda miða. Grimmd fékk 5 milljónir í miðasölustyrk frá Kvikmyndamiðstöð fyrir árið 2016, eða um 17 prósent af heildarstyrkfjárhæð ársins. Fyrir liggja drög að reglugerð við meðhöndlun sýningarstyrka þar sem tekjuviðmiðun við útreikning styrka er hlutfall af heildarsölutekjum í almennum sýningum í kvikmyndahúsum. Það þýðir að heildsölu eða magninnkaup á miðum á kvikmynd, án þess að hún nái í raun augum áhorfenda, geti ekki myndað stofn til að hljóta sýningarstyrki.
Tengdar fréttir „Mikilmennskubrjálæði“ að kaupa 20 þúsund miða og ætla sér að selja þá Anton Ingi tjáir sig um málið í færslu á Facebook-síðu sinni í kvöld. 12. október 2018 20:16 Fyrirtæki föður leikstjóra Grimmdar keypti 20 þúsund miða á myndina Sena dæmd til að greiða tæpar fjórar milljónir vegna vanefnda á dreifingarsamningi. 12. október 2018 17:18 Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Fleiri fréttir Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Sjá meira
„Mikilmennskubrjálæði“ að kaupa 20 þúsund miða og ætla sér að selja þá Anton Ingi tjáir sig um málið í færslu á Facebook-síðu sinni í kvöld. 12. október 2018 20:16
Fyrirtæki föður leikstjóra Grimmdar keypti 20 þúsund miða á myndina Sena dæmd til að greiða tæpar fjórar milljónir vegna vanefnda á dreifingarsamningi. 12. október 2018 17:18