Ekki þurfi áætlun til að framfylgja áætlun Gunnþórunn Jónsdóttir skrifar 18. október 2018 08:30 Eftir að hópurinn skilaði áætluni í fyrrahaust var hún fjármögnuð fyrir kosningarnar í kjölfarið Fréttablaðið/Eyþór Samráðshópur var skipaður af innanríkisráðherra árið 2016 til þess að smíða aðgerðaáætlun um meðferð kynferðisbrota innan réttarvörslukerfisins. María Rut Kristinsdóttir var formaður hópsins. Hún segist ánægð með þá vinnu sem þar var unnin og vona að hægt verði að koma umræddri áætlun í framkvæmd sem fyrst. „Fyrst og fremst er ég mjög stolt af þessu verkefni sem vannst afar vel á sínum tíma. Við tryggðum víðtækt samráð við alla helstu aðila í bæði kerfinu og þessum geira,“ segir María Rut. „Samtalið milli kerfa; lögreglu, ákæruvaldsins, dómstóla, neyðarmóttöku og réttargæslumanna, skilaði sér í alls konar umbótum sem eru síður áþreifanlegar en bæta engu að síður verklag innan kerfisins sem er vel. Umbæturnar voru meðal annars þær að stytta boðleiðir og megináherslan var lögð á að stytta þennan málsmeðferðartíma sem er alltof langur. Við vissum nákvæmlega hver verkefnin væru. Það sem var mest aðkallandi var að fjölga rannsóknarlögreglumönnum og ákærendum á þessu sviði og skerpa á verklagi á landsvísu.“ Margt af þessu segir María Rut að sé ekki flókið að framkvæma, til að mynda að það yrðu í framhaldinu myndaðir „ad-hoc“ hópar um til dæmis réttarstöðu brotaþola og fleiri álitamál sem hópurinn tók þó ekki beint afstöðu til í áætluninni. Stóra myndin væri sú að þarna væru alls konar minni mál sem væri hægt að ráðast í og klára auðveldlega. Og það væri svolítið í höndunum á viðeigandi stofnunum auk eftirfylgni af hálfu stjórnvalda. Eftir að hópurinn skilaði áætluninni í fyrrahaust var hún fjármögnuð fyrir kosningarnar í kjölfarið. María Rut fór síðan í önnur verkefni en segist treysta því góða fólki sem í kerfinu vinnur til að leiða áætlunina áfram. „Að því sögðu þá er eitt að búa til áætlun og næsta skref er að framfylgja henni. Það sem vakti furðu mína var að um þetta verkefni var stofnaður annar starfshópur og verkefnið fært yfir í forsætisráðuneytið. Ég vona að þetta tefji ekki fyrir að hlutirnir komist í gang. Það þarf ekki að búa til áætlanir til þess að framfylgja áætlunum. Nóg er til af greiningum og skýrslum. Við erum öll sammála um að þetta sé mikilvægt málefni, þvert á flokka, og þetta má ekki verða pólitískt bitbein innan ríkisstjórnarinnar. En ég hlakka til að sjá vinnuna og fylgist með hvort það fari ekki að koma eitthvað út úr þessu.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Sjá meira
Samráðshópur var skipaður af innanríkisráðherra árið 2016 til þess að smíða aðgerðaáætlun um meðferð kynferðisbrota innan réttarvörslukerfisins. María Rut Kristinsdóttir var formaður hópsins. Hún segist ánægð með þá vinnu sem þar var unnin og vona að hægt verði að koma umræddri áætlun í framkvæmd sem fyrst. „Fyrst og fremst er ég mjög stolt af þessu verkefni sem vannst afar vel á sínum tíma. Við tryggðum víðtækt samráð við alla helstu aðila í bæði kerfinu og þessum geira,“ segir María Rut. „Samtalið milli kerfa; lögreglu, ákæruvaldsins, dómstóla, neyðarmóttöku og réttargæslumanna, skilaði sér í alls konar umbótum sem eru síður áþreifanlegar en bæta engu að síður verklag innan kerfisins sem er vel. Umbæturnar voru meðal annars þær að stytta boðleiðir og megináherslan var lögð á að stytta þennan málsmeðferðartíma sem er alltof langur. Við vissum nákvæmlega hver verkefnin væru. Það sem var mest aðkallandi var að fjölga rannsóknarlögreglumönnum og ákærendum á þessu sviði og skerpa á verklagi á landsvísu.“ Margt af þessu segir María Rut að sé ekki flókið að framkvæma, til að mynda að það yrðu í framhaldinu myndaðir „ad-hoc“ hópar um til dæmis réttarstöðu brotaþola og fleiri álitamál sem hópurinn tók þó ekki beint afstöðu til í áætluninni. Stóra myndin væri sú að þarna væru alls konar minni mál sem væri hægt að ráðast í og klára auðveldlega. Og það væri svolítið í höndunum á viðeigandi stofnunum auk eftirfylgni af hálfu stjórnvalda. Eftir að hópurinn skilaði áætluninni í fyrrahaust var hún fjármögnuð fyrir kosningarnar í kjölfarið. María Rut fór síðan í önnur verkefni en segist treysta því góða fólki sem í kerfinu vinnur til að leiða áætlunina áfram. „Að því sögðu þá er eitt að búa til áætlun og næsta skref er að framfylgja henni. Það sem vakti furðu mína var að um þetta verkefni var stofnaður annar starfshópur og verkefnið fært yfir í forsætisráðuneytið. Ég vona að þetta tefji ekki fyrir að hlutirnir komist í gang. Það þarf ekki að búa til áætlanir til þess að framfylgja áætlunum. Nóg er til af greiningum og skýrslum. Við erum öll sammála um að þetta sé mikilvægt málefni, þvert á flokka, og þetta má ekki verða pólitískt bitbein innan ríkisstjórnarinnar. En ég hlakka til að sjá vinnuna og fylgist með hvort það fari ekki að koma eitthvað út úr þessu.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Sjá meira