Tapaði öllum peningunum í atvinnumennskunni: „Fíknin tók bara alveg yfir“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. október 2018 07:59 Valsmaðurinn Eiður Aron Sigurbjörnsson var besti leikmaður Pepsi-deildarinnar 2017 að mati Vísis. Fréttablaðið/Anton Brink Eiður Aron Sigurbjörnsson, lykilmaður í Íslandsmeistaraliði Vals í knattspyrnu, segist hafa verið orðinn þreyttur á endalausum afsökunum yfir því af hverju hlutirnir gengu ekki upp hjá honum í um sex ár í atvinnumennsku. Eyjapeyinn hafi kennt þjálfara um, sagt að hann væri ekki að finna sig þegar stóra vandamálið var í raun og veru spilafíkn. Hann viti að hann sé alveg nógu góður til að spila knattspyrnu erlendis sem atvinnumaður. Fjallað var um fíkn Eiðs Arons í þættinum Íþróttafólkið á RÚV í gær en Fótbolti.net greyndi fyrst frá því á dögunum að Eiður Aron hefði glímt við spilafíkn. Miðvörðurinn lýsir því að hafa alltaf haft gaman af póker. Lengi vel spilaði hann bara með vinunum fyrir 500-1000 krónur en sá hópur hafi lagst útaf. Löngunin í meiri póker hafi færst yfir á netið þar sem upphæðirnar voru oðrnar hærri. 10 þúsund krónur og svo 20 þúsund krónur til að reyna að vinna peninginn til baka. „Fíknin tók bara alveg yfir.“ Eiður Aron þegar hann lék með ÍBV sumarið 2104.Fréttablaðið/DaníelFór varla út úr húsiEiður Aron fór utan árið 2011 og samdi við sænska liðið Örebro. Hann þótti mikið efni og framtíðarlandsliðsmaður. Hann fékk væna upphæð við undirskrift sem öll tapaðist í póker. Hann spilaði um tíma sem lánsmaður hjá ÍBV en var erlendis, í Svíþjóð og síðar Þýskalandi, til vorsins 2017 þegar hann samdi við Val.„Ég tapa hverjum einasta pening sem ég fékk á milli handanna,“ segir Eiður Aron.Hann lýsir tímum þar sem hann tapaði miklum peningum. Þá hafi hann þurft að laumupokast með spilafíkn sína og vakna á nóttunni til að spila. Þannig hafi hann falið vandamálið fyrir unnustu sinni, Guðnýju Ósk Ómarsdóttur. Hún segir þó að sig hafi grunað að eitthvað væri í ólagi.Þegar Guðný flutti heim til Íslands með dóttur þeirra áramótin 2016-2017 hafi staðan verið orðin mjög slæm. Eiður fékk ekkert að spila með liði sínu í Þýskalandi.„Ég var að eyða svona átta tímum á dag. Ég fór ekki út úr húsi í Þýskalandi nema til að fara á æfingu og kaupa mat fyrir þennan pening sem ég hafði á milli handanna. Svo var það bara póker.“Ekkert gekk og hann þurfti að slá lán hjá liðsfélögum til að geta spilað meira.„Ég sagði aldrei satt. Ég týndi veskinu, kortið finnst ekki. Geturðu ekki reddað mér 300 evrum? Mér leið aldrei illa yfir því að biðja um þetta því löngunin var svo mikil að fara að spila. Svo þegar hún tapaðist þá var þetta ömurlegt. Þetta var hringrás.“Eiður Aron er af mikilli íþróttafjölskyldu. Bróðir hans Theodór er frábær hornamaður í handbolta.Fréttablaðið/DaníelBesta stundin þegar ljósin voru slökktParið lýsir því hve mjög þetta hafi reynt á sambandið. Eiður Aron segir besta tíma dagsins hafa verið þegar ljósin voru slökkt á kvöldin. Þá vissi hann að hann fengi ekki óþægilegar spurningar. Þegar hann kom heim vorið 2017 ákvað hann að taka til í sínum málum. Viðurkenna vandann og leita sér hjálpar.„Það er mjög erfitt að stíga fyrstu skrefin og viðurkenna fyrir sjálfum sér og fjölskyldu að þetta er vandamál. En það eru allir til í að hjálpa. Ef þú talar um þín vandamál, að þú viljir hjálp, þá gerir fólk hvað sem er. Þetta er bara spurning um að taka þessi fyrstu skref.“Eiður Aron segir að sér líði vel í dag, parið á von á nýju barni og kann vel við sig hjá Valsmönnum. „Ég er nýbúinn að skrifa undir samning en klárlega skoða það sem kemur inn ef það er eitthvað spennandi,“ sagði Eiður Aron í viðtali við Vísi á dögunum.Veðmálafíkn er þekkt vandamál í knattspyrnuheiminum. Áhyggjur sem leikmenn hafa af töpuðum upphæðum hafa áhrif á frammistöðu þeirra. Þetta hafa rannsóknir sýnt. Fjárhættuspil Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Í beinni: Grimsby - Man. Utd. | Rauðu djöflarnir mæta á Blundell Park Enski boltinn Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Fleiri fréttir Amanda og félagar mæta Blikum Í beinni: Grimsby - Man. Utd. | Rauðu djöflarnir mæta á Blundell Park Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Í beinni: Valur - Braga | Valskonur mæta Íslendingaliði Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Sjá meira
Eiður Aron Sigurbjörnsson, lykilmaður í Íslandsmeistaraliði Vals í knattspyrnu, segist hafa verið orðinn þreyttur á endalausum afsökunum yfir því af hverju hlutirnir gengu ekki upp hjá honum í um sex ár í atvinnumennsku. Eyjapeyinn hafi kennt þjálfara um, sagt að hann væri ekki að finna sig þegar stóra vandamálið var í raun og veru spilafíkn. Hann viti að hann sé alveg nógu góður til að spila knattspyrnu erlendis sem atvinnumaður. Fjallað var um fíkn Eiðs Arons í þættinum Íþróttafólkið á RÚV í gær en Fótbolti.net greyndi fyrst frá því á dögunum að Eiður Aron hefði glímt við spilafíkn. Miðvörðurinn lýsir því að hafa alltaf haft gaman af póker. Lengi vel spilaði hann bara með vinunum fyrir 500-1000 krónur en sá hópur hafi lagst útaf. Löngunin í meiri póker hafi færst yfir á netið þar sem upphæðirnar voru oðrnar hærri. 10 þúsund krónur og svo 20 þúsund krónur til að reyna að vinna peninginn til baka. „Fíknin tók bara alveg yfir.“ Eiður Aron þegar hann lék með ÍBV sumarið 2104.Fréttablaðið/DaníelFór varla út úr húsiEiður Aron fór utan árið 2011 og samdi við sænska liðið Örebro. Hann þótti mikið efni og framtíðarlandsliðsmaður. Hann fékk væna upphæð við undirskrift sem öll tapaðist í póker. Hann spilaði um tíma sem lánsmaður hjá ÍBV en var erlendis, í Svíþjóð og síðar Þýskalandi, til vorsins 2017 þegar hann samdi við Val.„Ég tapa hverjum einasta pening sem ég fékk á milli handanna,“ segir Eiður Aron.Hann lýsir tímum þar sem hann tapaði miklum peningum. Þá hafi hann þurft að laumupokast með spilafíkn sína og vakna á nóttunni til að spila. Þannig hafi hann falið vandamálið fyrir unnustu sinni, Guðnýju Ósk Ómarsdóttur. Hún segir þó að sig hafi grunað að eitthvað væri í ólagi.Þegar Guðný flutti heim til Íslands með dóttur þeirra áramótin 2016-2017 hafi staðan verið orðin mjög slæm. Eiður fékk ekkert að spila með liði sínu í Þýskalandi.„Ég var að eyða svona átta tímum á dag. Ég fór ekki út úr húsi í Þýskalandi nema til að fara á æfingu og kaupa mat fyrir þennan pening sem ég hafði á milli handanna. Svo var það bara póker.“Ekkert gekk og hann þurfti að slá lán hjá liðsfélögum til að geta spilað meira.„Ég sagði aldrei satt. Ég týndi veskinu, kortið finnst ekki. Geturðu ekki reddað mér 300 evrum? Mér leið aldrei illa yfir því að biðja um þetta því löngunin var svo mikil að fara að spila. Svo þegar hún tapaðist þá var þetta ömurlegt. Þetta var hringrás.“Eiður Aron er af mikilli íþróttafjölskyldu. Bróðir hans Theodór er frábær hornamaður í handbolta.Fréttablaðið/DaníelBesta stundin þegar ljósin voru slökktParið lýsir því hve mjög þetta hafi reynt á sambandið. Eiður Aron segir besta tíma dagsins hafa verið þegar ljósin voru slökkt á kvöldin. Þá vissi hann að hann fengi ekki óþægilegar spurningar. Þegar hann kom heim vorið 2017 ákvað hann að taka til í sínum málum. Viðurkenna vandann og leita sér hjálpar.„Það er mjög erfitt að stíga fyrstu skrefin og viðurkenna fyrir sjálfum sér og fjölskyldu að þetta er vandamál. En það eru allir til í að hjálpa. Ef þú talar um þín vandamál, að þú viljir hjálp, þá gerir fólk hvað sem er. Þetta er bara spurning um að taka þessi fyrstu skref.“Eiður Aron segir að sér líði vel í dag, parið á von á nýju barni og kann vel við sig hjá Valsmönnum. „Ég er nýbúinn að skrifa undir samning en klárlega skoða það sem kemur inn ef það er eitthvað spennandi,“ sagði Eiður Aron í viðtali við Vísi á dögunum.Veðmálafíkn er þekkt vandamál í knattspyrnuheiminum. Áhyggjur sem leikmenn hafa af töpuðum upphæðum hafa áhrif á frammistöðu þeirra. Þetta hafa rannsóknir sýnt.
Fjárhættuspil Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Í beinni: Grimsby - Man. Utd. | Rauðu djöflarnir mæta á Blundell Park Enski boltinn Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Fleiri fréttir Amanda og félagar mæta Blikum Í beinni: Grimsby - Man. Utd. | Rauðu djöflarnir mæta á Blundell Park Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Í beinni: Valur - Braga | Valskonur mæta Íslendingaliði Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Sjá meira